Mættir voru allir nefndarmenn þau Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Tómas Már Sigurðsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Stefán Bergmann.
Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.
1. Tekin fyrir að nýju fyrirspurn frá Agnari H. Johnson, Aflagranda 30, Reykjavík um byggingu bílskúra á lóðinni nr.37 við Valhúsabraut. Ennfremur er óskað leyfis til að skipta húsinu upp í tvær íbúðir samkvæmt uppdráttum Gunnlaugs J. Johnson arkitekts.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að senda málið í grenndarkynningu.
2. Teknir fyrir uppdrættir frá Siglingamálastofnun varðandi endurgerð sjóvarnargarðs á Kotagranda.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veita Siglingastofnun fram-kvæmdaleyfi og vísar jafnframt í bókun Umhverfisnefndar frá 28. ágúst s.l. sérstaklega er varðar vinnulag, varúðarráðstafanir og eftirlit.
Ennfremur að verkið verði unnið í nánu samstarfi við Tæknideild Seltjarnarnes-bæjar.
3. Kærumál:
a) Tekin fyrir kæra sem borist hefur frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála varðandi skjólvegg við lóðarmörk lóðanna Sefgarðar 16 og Sefgarðar 24 sbr. 3. lið 3. fundar.
Frestað.
b) Lagt fram afrit af kæru frá Berki Ákasyni, Sefgörðum 16 til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála vegna afgreiðslu byggingarnefndar Seltjarnarness á endurupptökumáli hans frá 22. maí s.l.
4. Tekin fyrir kæra sem borist hefur frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála þar sem kærð er ákvörðun byggingarnefndar frá 24. apríl 2002 um að synja um leyfi til byggingar bifreiðageymslu að Miðbraut 25.
Úrskurðarnefndin óskar eftir viðhorfum skipulags- og mannvirkjanefndar til kærunnar.
Þar sem ekkert nýtt hefur komið fram í málinu vísar skipulags- og mannvirkjanefnd í bókun byggingarnefndar frá 24. apríl 2002.
5. Lagður fram undirskriftarlisti frá íbúum við Vallarbraut, norðan Hæðarbrautar, þar sem þeir lýsa yfir áhyggjum sínum á miklum umferðarhraða á götunni.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hefur nú þegar falið tæknideild bæjarins að láta setja upp öflugar merkingar til að vekja athygli ökumanna á 30km/klst. ökuhraða í íbúðargötum bæjarins.
6. Lagt fram erindi frá Sigurði Guðmundssyni landlækni og formanni Slysavarnarráðs þar sem hann greinir frá landsþingi slysavarnarráðs um slysavarnir undir heitinu „Byrgjum brunninn.″
Erindinu vísað til tæknideildar.
7. Lagt fram erindi frá S.S.H. þar sem óskað er eftir tilnefningum um verk eða verkefni sem til greina koma að hljóta viðurkenningu sem merkt framlag til umhverfis-, útivistar-, og skipulagsmála.
8. Erindi frá eigendum Nesbala 52, þar sem óskað er eftir samstarfi við bæjarfélagið um frágang göngustígs milli Nesbala 50 og 52.
Skipulags- og mannvirkjanefnd getur ekki fallist á erindið þar sem ekki er samstaða meðal íbúa í götunni sem eiga lóðarmörk að stígnum um yfirborðs frágang.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vill ennfremur geta þess að ráðgert er að malbika umræddan stíg á þessu hausti.
9. Önnur mál.
1) Ingimar vakti athygli nefndarmanna á bílastæði vestan Bygggarða sem oft er notað til geymslu á bílhræjum í óþökk bæjarbúa.
Tæknideild var falið að kanna hvernig koma megi í veg fyrir að bílastæðið sé notað með þessum hætti.
2) Formaður óskaði eftir tilnefningu í vinnuhóp til undirbúnings íbúaþings, 2 frá meirihluta og 1 frá minnihluta. Byggingarfulltrúi verði starfsmaður nefndarinnar.
Fundi slitið kl.18:30. Einar Norðfjörð.
Inga Hersteinsdóttir (sign)
Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)
Stefán Bergmann (sign)
Ingimar Sigurðsson (sign)
Tómas Már Sigurðsson (sign)