Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

4. fundur 22. ágúst 2002

Mættir voru allir nefndarmenn þau Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Tómas Már Sigurðsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Stefán Bergmann.

Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.                
 

1.             Umferðarmál.

Á fundinn mættu þeir Gunnar Ingi Ragnarsson verkfræðingur, Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur, Bjarni Álfþórsson formaður skólanefndar og Lúðvík Hjalti Jónsson forstöðumaður fræðslu og menningarsviðs.

a)   Gunnar Ingi gerði grein fyrir tillögu sinni að staðsetningu gangbrautarljósa á Nesvegi ásamt útfærslu á strætisvagnastoppistöð.

     Gunnari Inga falið að breyta uppdráttum sínum í samræmi við umræður á fundinum.

b)   Gunnar Ingi lagði fram og gerði grein fyrir tillögu sinni að umferðarskipulagi við skólana í bænum.  Tillagan er samþykkt til reynslu enda verði hún kynnt hlutaðeigandi aðilum.

              

2.             Umsókn frá  Arnheiði Guðmundsdóttur og Sverri Kristinssyni og Svavari Kristinssyni Bakkavör 44, þar sem sótt er um leyfi til að gera aukaíbúð á jarðhæð hússins Bakkavör 44, samkvæmt uppdráttum Ormars Þ. Guðmunds-sonar arkitekts.

Fyrir liggur samþykki nágranna.

Samþykkt enda sé grein fyrir brunavörnum hússins. 

 

3.             Lagðir fram uppdrættir frá Siglingastofnun varðandi endurbyggingu sjóvarnar-garðs á Kotagranda.

Skipulags og mannvirkjanefnd óskar eftir umsögn umhverfisnefndar um málið.                             

  

Fundi slitið kl.10:20.  Einar Norðfjörð.

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Stefán Bergmann (sign)

Ingimar Sigurðsson (sign)

Tómas Már Sigurðsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?