Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

25. ágúst 2009
135. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn þriðjudaginn 25. ágúst 2009 að Austurströnd 2.

Mættir:
Ólafur Egilsson formaður, Stefán Bergmann, Þórður Ó. Búason, Erna Gísladóttir og Sigurður J. Grétarsson í forföllum Friðriks Friðrikssonar. Þá sat fundinn Ragnhildur Ingólfsdóttir sem sæti átti í stýrihópum Lambastaða- og Bakkahverfis;  ennfremur Ólafur Melsteð skipulagsstjóri og Stefán Eiríkur Stefánsson bæjarverkfræðingur.

Fundargerð ritaði Stefán Eiríkur Stefánsson.

Fundur settur af formanni kl. 8:00.

Nýr bæjarstjóri heilsaði upp á nefndarmenn sem óskuðu henni velfarnaðar í starfi.

  1. Deiliskipulagsmál:
    a.      Lambastaðahverfi, samþykki fyrir auglýsingu.
    Samþykkt til auglýsingar.
    Bókun fulltrúa Neslistans: „Tillaga um deiliskipulag Lambastaðahverfis hefur marga kosti og er vel unnin. Með samþykkt deiliskipulags fyrir Skerjabraut 1-3 varð til vandamál sem fyrirliggjandi tillaga að deiluskipulagi fyrir Lambastaðahverfi leysir ekki og stafar af of miklu byggingarmagni og áhrifum af því inn í eldri hluta hverfisins. Fulltrúar Neslistans vöruðu við þessu í skipulagsnefnd og bæjarstjórn. Við teljum að leita verði nýrra leiða með tilstilli bæjarstjórnar eigi markmið nýs deiliskipulags og farsæl samfélagsleg lausn að nást.“

    b.      Bakkahverfi, samþykki fyrir auglýsingu.
    Samþykkt til auglýsingar, með því skilyrði að innkeyrsla í bílskúra á Melabraut 20 og Valhúsabraut19 verði frá götunum sjálfum.
    Erna Gísladóttir situr hjá.

    c.      Vestursvæði, samþykki eftir auglýsingu, svör við athugasemdum.
    Nefndin fór yfir framkomnar athugasemdir. Drög skipulagsráðgjafa í kjölfar umræðu á fundi verða yfirfarin í samræmi við ábendingar á fundi. 
    Málið afgreitt samhljóða til bæjarstjórnar.
  2. Byggingamál:
    a.       Kirkjubraut 3, breyting á húsi og viðbygging, (eftir grenndarkynningu).
    Samþykkt samhljóða.

    b.       Lindarbraut 11, breyting á húsi
    Málinu frestað.

    c.       Látraströnd 19, breyting á húsi
    Samþykkt að setja málið í grenndarkynningu.
    Erna Gísladóttir vék af fundi

    d.       Skarasjoppa við Suðurströnd, breyting á húsi
    Málinu frestað þar sem gögn hafa ekki borist.

    e.       Barðaströnd 1, girðingar á lóð
    Frestað með vísan til umsagnar Landslaga lögfræðistofu,  dags. 24. ágúst 2009. Umsækjandi afli samþykkis meðeiganda skv.  ákv. laga um fjöleignahús nr. 26 frá 1994.Umferðarmál:
    a.       Hraðahindranir við Nesbala, (erindi frá íbúa)
    Nefndin vísar málinu til tækni- og umhverfissviðs vegna fyrirhugaðs samstarfs við Umferðarstofu. Óskað er eftir að málinu verði hraðað.

    b.       Hraðahindranir við Sólbraut, (erindi frá íbúa)
    Nefndin vísar málinu til tækni- og umhverfissviðs vegna fyrirhugaðs samstarfs við Umferðarstofu. Óskað er eftir að málinu verði hraðað.

    c.       Hraðahindranir við Bollagarða, (erindi frá íbúa)
    Nefndin vísar málinu til tækni- og umhverfissviðs vegna fyrirhugaðs samstarfs við Umferðarstofu. Óskað er eftir að málinu verði hraðað.

    d.       Hraðahindrarnir við Skerjabraut, (erindi frá íbúa)
    Nefndin vísar málinu til tækni- og umhverfissviðs vegna fyrirhugaðs samstarfs við Umferðarstofu. Óskað er eftir að málinu verði hraðað.
  3. Önnur mál:
    a.       Hönnunarsamkeppni um Hjúkrunarheimili
    Skipulagsstjóri skýrði frá því að fyrirhuguð væri á næstunni kynning fyrir skipulags- og félagsmálanefnd á niðurstöðum hönnunarsamkeppninnar um hjúkrunarheimili og áformuðu framhaldi málsins
    Sigurður J. Grétarsson spurði hvort forsendur hefðu breyst vegna staðsetningar hjúkrunarheimilis en hann telur að staðsetning hjúkrunarheimilis er heppilegri við Hrólfskálamel. Málið rætt lítillega.

    b.       Aðstaða við smábátahöfn (erindi frá smábátaeigendum)
    Nefndin vísar málinu til tækni- og umhverfissviðs vegna aðgerða til úrbóta.

 

Fundi slitið kl. 11:00. 

Ólafur Egilsson (sign), Þórður Ó. Búason (sign), Erna Gísladóttir (sign), Stefán Bergmann (sign), Sigurður J. Grétarsson (sign)

 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?