Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

5. fundur 06. september 2002

Mættir voru allir nefndarmenn þau Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Tómas Már Sigurðsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Stefán Bergmann.

Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.

              

1.             Umsókn frá Skúla Ólafs, Vesturströnd 31, um breytingu á innra skipulagi iðnaðarhússins að Bygggörðum 4, samkvæmt uppdráttum Leifs Gíslasonar byggingarfræðings.

Samþykkt enda séu hæðarskil  REI-60 og komið fyrir björgunaropi af loftinu.

 

2.             Erindi frá Jóhanni Helgasyni og Þórhildi G. Egilsdóttur, Melabraut 31, varðandi lóðarmörk lóðanna Melabraut 31 og Miðbraut 34.

Byggingarfulltrúa falið að óska umsagnar eigenda lóðarinnar Miðbraut 34 varðandi erindið.

 

3.             Fyrirspurn frá Agnari Johnson, Aflagranda 30, Reykjavík um byggingu bílskúra á lóðinni  nr.37 við Valhúsabraut.  Ennfremur er óskað leyfis til að skipta húsinu upp í tvær íbúðir samkvæmt uppdráttum Gunnlaugs J. Johnson, arkitekts.

Frestað.

 

4.      Umsókn frá Ögmundi Skarphéðinssyni f.h. Golfklúbbs Ness um byggingu æfingaskýlis samkvæmt uppdráttum Ögmundar Skarphéðinssonar arkitekts og Ragnhildar Skarphéðinsdóttur, landslagsarkitekts.

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir umsóknina með fyrirvara um jákvæða umsögn umhverfisnefndar  enda verði tryggt að ekki verði minni hæðarmunur milli mænis golfskála og efstu brúnar æfingarskýla en gefið er upp á teikningum.

 

5.             Umferðarmál.

a)  Teknir voru fyrir breyttir uppdrættir Gunnars Inga Ragnarssonar verkfræðings að staðsetningu gangbrautarljósa ásamt útfærslu á strætisvagnastöð á Nesvegi.

Samþykkt.

 

b)     Teknir fyrir nánari uppdrættir Gunnars Inga Ragnarssonar verkfræðings að umferðarskipulagi við skólana í bænum sbr. 1. lið síðasta fundar.

Uppdrættirnir eru samþykktir til reynslu og verða kynntir hlutaðeigandi aðilum.

 

  1. Íbúaþing.

Á fundinn mættu þær Halldóra Hreggviðsdóttir og Sigurborg Kr. Hannesdóttir frá ráðgjafarfyrirtækinu Alta e.h.f.

Gerðu þær Halldóra og Sigurborg grein fyrir ferli á íbúaþingi samkvæmt aðferðum Alta e.h.f.

Ennfremur gerðu þær grein fyrir þeim málaflokkum sem taka mætti fyrir á íbúaþingi á Seltjarnarnesi og lögðu fram tillögu að verkefninu ásamt kostnaðaráætlun.

Véku þær síðan af fundi.

Tekið var jákvætt í hugmyndir Alta e.h.f. og formanni jafnframt falið að koma með tillögu um  málið á næsta bæjarstjórnarfundi.

 

Fundi slitið kl.10:00.  Einar Norðfjörð.

 

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Stefán Bergmann (sign)

Ingimar Sigurðsson (sign)

Tómas Már Sigurðsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?