Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

17. september 2009

136. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar fimmtudaginn 17. september 2009 kl. 8:00 að Austurströnd 2.

Mættir: Ólafur Egilsson formaður, Þórður Ó. Búason, Stefán Bergmann, Erna Gísladóttir, Friðrik Friðriksson og Ólafur Melsteð skipulagsstjóri.

Fundargerð ritaði Baldur Gunnlaugsson

Fundur settur af formanni kl. 08:04

Þetta gerðist:

  1. Deiliskipulagsmál:
    a. Hjúkrunarheimilisreitur í Valhúsahæð.
    Skipulagsstjóri kynnti stöðu málsins. Rætt um aðkomu skipulags- og mannvirkjanefndar að undirbúningi deiliskipulags. Málinu frestað.
    b. Önnur deiliskipulagsmál.
    Lögð fram bókun 700. fundar bæjarstjórnar 16. september 2009 þar sem nefndinni er falið að útfæra tilteknar minniháttar breytingar á deiliskipulagstillögum Bakkahverfis og Lambastaðahverfis.
    Bakkahverfi: Málið rætt og samþykkt að leita umsagnar umferðarsérfræðings vegna umferðar um Hæðarbraut.
    Lambastaðahverfi: Málið rætt. Skipulagsstjóra falið að afla frekari upplýsinga.
    Vestursvæði: Lögð fram endanleg gerð svara við athugasemdum við deiliskipulag vestursvæða í framhaldi af efnislegri samþykkt svaranna á síðasta fundi. Staðfesti nefndin afgreiðslu sína á málinu til bæjarstjórnar.
    Þórður Ó. Búason og Friðrik Friðriksson viku af fundi.
  2. Byggingamál:
    a. Lindarbraut 11, breyting á húsi. Samþykkt.
    b. Vesturströnd 29, bygging garðskála. Frestað.
    c. Austurströnd 12, breyting á þaki. Fyrirspurn svarað með ábendingu um nauðsyn samræmis við þakgerð samliggjandi húsa.
  3. Umferðarmál:
    Umferð um Melabraut (erindi frá íbúa). Nefndin vísar málinu til tækni- og umhverfissviðs vegna fyrirhugaðs samstarfs Umferðarstofu. Erindinu jafnframt vísað til umhverfisnefndar að því er varðar áhrif trjágróðurs á umferðaröryggi í götunni.
  4. Önnur mál:
    Úrskurður í kærumáli vegna Bakkavarar 8. Lagður fram til upplýsinga úrskurður dags. 7. september 2009 í máli úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 38/2007 þar sem hafnað er kröfu um ógildingu ákvörðunar skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness frá 12. apríl 2007, sem staðfest var í bæjarstjórn hinn 25. apríl s.á., um að veita byggingarleyfi fyrir garðhýsi, sólpalli og uppsetningu heits potts á lóðinni nr. 8 við Bakkavör.

Fundi frestað til n.k. mánudags kl. 15.30 þar sem fyrir verður tekinn liður 1.b. til lokaafgreiðslu.

Ólafur Egilsson (sign.), Þórður Ó. Búason (sign.), Stefán Bergmann (sign.), Erna Gísladóttir (sign.), Friðrik Friðriksson (sign.).

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?