Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

3. fundur 15. ágúst 2002

Mættir voru: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Þórður Búason, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Þorvaldur Árnason.

Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.

1.             Umsókn frá Rúnari Hermannssyni f.h. húseigenda að Melabraut 26 um leyfi til að klæða húsið Melabraut 26 að utan með sléttum Steni plötum.

Samþykkt.

2.             Tekin til umræðu skýrsla um undirbúning áhættumats fyrir höfuðborgarsvæðið sbr. 7. lið síðasta fundar.

Frestað. 

3.             Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir kæru sem borist hefur frá úrskurðarnefnd byggingarmála þar sem kærður er, úrskurður byggingarnefndar frá 24. apríl 2002 varðandi skjólvegg við lóðarmörk lóðanna Sefgarðar 16 og Sefgarðar 24.

Frestað.

4.             Umferðarmál.

Á fundinn mættu þeir Gunnar Ingi Ragnarsson verkfræðingur og Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur.

a)   Gunnar Ingi gerði grein fyrir umferðarskipulagi sem hann hefur gert fyrir bæinn og unnið hefur verið eftir.

b)   Rætt var um aðgerðir til að draga úr umferðarhraða í íbúðargötum. Var ákveðið sem fyrstu aðgerðir að mála 30 km/klst. á nokkrar íbúðargötur þ.á.m. Hofgarða sbr. erindi eigenda Hofgarða 3 frá síðasta fundi.

c)   Rætt var um uppsetningu gangbrautarljósa á Nesvegi ásamt möguleika á lokun Suðurmýrar við bílastæði Eiðistorgs.  Gunnari Inga og Hauki var falið að  athuga útfærslu þessara mála nánar.

d)   Rætt um umferðarmál við skólana ásamt erindi skólanefndar Mýrarhúsaskóla varðandi aðkomu að skólanum um Hrólfskálamel.  Gunnari Inga var falið að vinna uppdrátt í samræmi við umræður  sem urðu um málið og leggja fram  í næstu viku.

5.      Fyrirspurn frá Ögmundi Skarphéðinssyni arkitekti  f.h. Golfklúbbs Ness um byggingu æfingaskýlis samkvæmt breyttum uppdráttum Ögmundar Skarphéðinssonar arkitekts. 

Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar stækkun skýlisins miðað við fyrri uppdrætti.

Að öðru leyti er málinu frestað.

6.             Tekið fyrir að nýju erindi frá eigendum Suðurmýrar 44a varðandi lóðarmörk við göngustíg sbr. 5. lið síðasta fundar.

Skipulags og mannvirkjanefnd felst á staðsetningu girðingar á lóðarmörkunum og óskar jafnframt eftir leiðréttri afstöðumynd hússins. 

7.             Hrólfsskálamelur.

Formaður lagði fram og gerði grein fyrir svörum frá  lögmanni bæjarins Valgarði  Sigurðssyni hrl. vegna Hrólfsskálamels.

     

Fundi slitið kl.10:20.  Einar Norðfjörð.

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Ingimar Sigurðsson (sign)

Þórður Búason (sign)

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Þorvaldur Árnason (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?