Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

2. fundur 31. júlí 2002

Mættir voru: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Tómas Már Sigurðsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Stefán Bergmann.

Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.

                

1.             Tekin fyrir að nýju umsókn frá Landssíma Íslands h/f og björgunarsveitinni Ársæl um leyfi til að reisa loftnetsmastur á lóð björgunarsveitarinnar við Suðurströnd sbr. 2. lið síðasta fundar. Á fundinn mættu Daníel Gunnlaugsson frá björgunar-sveitinni Ársæll og Stefán Gunnarsson frá Landssíma Íslands. Gerðu þeir grein fyrir þörfum fyrirtækja sinna varðandi mastrið og þeim möguleikum sem til greina koma um staðsetningu. Véku gestir síðan af fundi.

Skipulagsnefnd hafnar umsókninni vegna umhverfisáhrifa en lýsir sig jafnframt reiðubúna að ræða aðra staðsetningu.

2.      Umsókn frá  Kristni J. Kristinssyni Miðbraut 7, um stækkun hússins að Miðbraut 7 samkvæmt uppdráttum Ormars þ. Guðmundssonar arkitekts.

         Samþykkt.

3.             Erindi frá eigendum Hofgarða 3 þar sem óskað er eftir hraðahindrun í Hofgarða.

Skipulagsnefnd mun á næsta fundi sínum ræða umferðarmál í bænum og verður erindið afgreitt í framhaldi af þeim umræðum. 

4.             Erindi frá Gunnari Kvaran og Guðnýju Guðmundsdóttur Valhúsabraut 23, þar sem óskað er leyfis fyrir heitum potti ásamt skjólveggjum á lóðinni að Valhúsabraut 23 samkv. uppdráttum Hallgríms Axelssonar verkfræðings.

Skipulagsnefnd getur fallist á erindið enda verði lagðar fram fullkomnari teikningar.

5.             Erindi frá eigendum Suðurmýrar 44A varðandi lóðarmörk við göngustíg.

Skipulagsnefnd óskar eftir nákvæmari mælingu á lóðarmörkum beggja vegna göngustígsins.

6.      Hrólfsskálamelur.

a)  Formaður gerði grein fyrir stöðu mála varðandi greinargerð lögmanns  bæjarins sbr. 4.lið síðasta fundar.

     Fram kom að von sé á greinargerðinni fyrir næsta fund nefndarinnar.

b)   Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu vegna íbúaþings:

,,Skipulagsnefnd Seltjarnarness hyggst standa fyrir íbúaþingi haustið 2002 í þeim tilgangi að móta framtíðarsýn fyrir bæjarfélagið í heild og jafnframt að fá hugmyndir sem flestra Seltirninga að nýtingu þeirra svæða sem eftir er að skipuleggja á Seltjarnarnesi .“

Tillagan var samþykkt samhljóða.

        

7.         Formaður lagði fram og gerði grein fyrir  skýrslu um undirbúning áhættumats fyrir höfuðborgarsvæðið.                                          

Fundi slitið kl.10:10.  Einar Norðfjörð.

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Ingimar Sigurðsson (sign)

Tómas Már Sigurðsson (sign)

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Stefán Bergmann (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?