Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

1. fundur 27. júní 2002

Mættir voru: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Tómas Már Sigurðsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Stefán Bergmann.

Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.

                 

1.             Inga Hersteinsdóttir formaður nefndarinnar setti fund og bauð nefndarmenn velkomna á 1. fund nýrrar nefndar sem tekur að sér störf skipulags- umferðar og hafnarnefndar og byggingarnefndar.  Stakk hún síðan upp á Ingimar Sigurðssyni sem varaformanni og var hann kosinn með 3 atkvæðum.  Guðrún og Stefán sátu hjá.

 

2.      Umsókn frá Landssíma Íslands h/f og Björgunarsveitinni Ársæl um leyfi til að reisa loftnetsmastur á lóð björgunarsveitarinnar við Suðurströnd samkvæmt uppdráttum Hauks Viktorssonar, arkitekts.

          Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

 

3.             Umsókn frá  Sigurgeiri Guðbjörnssyni og Höllu Auðunardóttur, Vesturströnd 25, þar sem óskað er heimildar til að múrklæða húsið að Vesturströnd 25 ásamt stækkun á bílskúr samkvæmt uppdráttum Kristins Sveinbjörnssonar, byggingarfræðings.

Samþykkt.

 

4.             Hrólfsskálamelur.

Farið var yfir næstu skref í vinnu við skipulag Hrólfsskálamels.  Var m.a. óskað eftir skriflegri greinargerð frá lögmanni bæjarins varðandi lagalega stöðu mála.

Ennfremur var ákveðið að hefja fljótlega vinnu við undirbúning að íbúaþingi sem haldið yrði í haust.

 

5.             Deiliskipulag.

Farið var yfir stöðu mála varðandi gerð deiliskipulags Lambastaða- og vesturhverfis.

Fram kom að vinna við deiliskipulag vesturhverfisins er á lokastigi.

 

6.             Dælustöð við Tjarnarstíg.

Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir stöðu mála og þeim athugasemdum sem bárust í grenndarkynningu.

7.             Aðalskipulag.

Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir vinnu sem fram hefur farið við gerð nýs aðalskipulags bæjarins 2001-2021 og kynnti aðalskipulagskort sem unnið hefur verið.

Fundi slitið kl.09:15.  Einar Norðfjörð.

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Ingimar Sigurðsson (sign)

Tómas Már Sigurðsson (sign)

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Stefán Bergmann (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?