138. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar fimmtudaginn 19. nóvember 2009 kl. 8:00 að Austurströnd 1.
Mættir: Ólafur Egilsson formaður, Þórður Ó. Búason, Stefán Bergmann, Erna Gísladóttir, Friðrik Friðriksson og Ólafur Melsted skipulagsstjóri.
Fundargerð ritaði Baldur Gunnlaugsson
Fundur settur af formanni kl. 08:10
Þetta gerðist
Dagskrá:
- Deiliskipulagsmál:
a. Hjúkrunarheimilisreitur í Valhúsahæð, staða málsins.
Lögð fram gögn frá sóknarnefnd sem sýna lóðarmörk kirkjunnar stangast á við fyrirhuguð mörk hjúkrunarheimilisreits. Ennfremur lögð fram frumdrög forsagnar deiliskipulags. Nefndin telur nauðsynlegt að gengið verði til fulls úr skugga um lóðarmörk kirkjunnar áður en lengra er haldið með málið.
b. Deiliskipulag Bakkahverfis, athugasemdir eftir auglýsingu.
Lagðar voru fram athugasemdir sem borist hafa vegna hinnar auglýstu deiliskipulagstillögu. Skipulagsstjóra falið að taka saman yfirlit yfir þau atriði sem fjallað er um til úrvinnslu á næsta fundi.
c. Deiliskipulag Lambastaðahverfis, athugasemdir eftir auglýsingu.
Lagðar voru fram athugasemdir sem borist hafa vegna hinnar auglýstu deiliskipulagstillögu. Skipulagsstjóra falið að taka saman yfirlit yfir þau atriði sem fjallað er um til úrvinnslu á næsta fundi. - Byggingamál:
a. Sævargarðar 14, bygging bílskúrs. Skipulagsstjóra falið að afla frekari gagna.
b. Vesturströnd 29, bygging garðskála. Skipulagsstjóra falið að afla frekari gagna.
c. Melabraut 54, viðbygging. Samþykkt eftir athugasemdalausa grenndarkynningu. - Sandskeið, viðbygging við núv. félagsaðstöðu Svifflugfélags Íslands, erindi frá Kópavogsbæ. Skipulagsstjóra falið að afla gagna sem vísað er til í bréfi Skipulagsstofnunar. Frestað.
- Önnur mál.
a. Lýsing á Suðurströnd. Nefndin áréttar að sem allra fyrst verði bætt lýsing gangbrautar yfir Suðurströnd á móts við Félagsheimili.
Fundi slitið kl. 9.45
Ólafur Egilsson (sign.), Þórður Ó. Búason (sign.), Stefán Bergmann (sign.), Erna Gísladóttir (sign.), Friðrik Friðriksson (sign.).