Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

03. desember 2009
139. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar fimmtudaginn 3. desember 2009 kl. 8:00 að Austurströnd 2. 

Mættir: Ólafur Egilsson formaður, Þórður Ó. Búason, Stefán Bergmann, Erna Gísladóttir, Friðrik Friðriksson,   ennfremur Ólafur Melsteð skipulagsstjóri.

Fundargerð ritaði Baldur Gunnlaugsson

Fundur settur af formanni kl. 8:10  

Dagskrá:

 1. Deiliskipulagsmál:
  a.       Skipulag Bygggarðasvæðis. Fyrir fundinum lágu minnispunktar Ívars Pálssonar hdl. með frásögn af fundi fulltrúa bæjarins og Þyrpingar hinn 10. nóvember sl. vegna ágreinings aðila um Bygggarða, dómsmáls sem Þyrping hefur höfðað á hendur Seltjarnarnesbæ, til að kanna möguleika á sáttum milli aðila.
  Nefndin ræddi málið ítarlega. Samþykkt var með 4 atkvæðum (SB sat hjá) eftirfarandi;

  "Þyki rétt, til að ná sáttum í málaferlum gegn Seltjarnarnesbæ vegna skipulags Bygggarðasvæðis og til að ná betur markmiðum aðalskipulags um fjölbreyttar íbúðir, að breyta stefnumörkun bæjarstjórnar þannig að í stað 0,6 nýtingarhlutfalls á einstökum lóðum komi 0,6 nýtingarhlutfall fyrir svæðið í heild, leggur skipulags- og mannvirkjanefnd að svo stöddu áherslu á að sambýlishús upp í þrjár hæðir, sem talin eru nauðsynleg til að framangreind markmið náist, verði fá, eða einungis 2-3, og rísi aðeins á takmörkuðum hluta (um 20%) í miðju svæðisins, svo sem nánar yrði ákveðið í skipulagsforsögn, þannig að á jöðrum þess verði hvergi nema 1-2 hæða hús.   Ekki verði um að ræða venjulegar blokkir heldur tilbreytinga meiri fallega hönnuð hús til prýði fyrir byggðina og ekki hærri en nú þekkist á svæðinu.   Íbúðastærðir og gerðir verði breytilegar með það fyrir augum að bæði ungt fólk á Nesinu, sem er að hefja búskap, og eldri borgarar þar, sem hentar að hverfa úr einbýli í sambýli, geti fundið úrlausn með tilkomu sambýlishúsanna.   Náin samráð verði höfð við íbúa nærliggjandi byggðar um útfærslur og þær vel kynntar bæjarbúum á mótunarstigi.  
  Eftir sem áður verði kappkostað að byggðin taki mið af þeirri sem fyrir er norðanmegin á Nesinu og að hún einkennist þannig fyrst og fremst af einbýlis-, par- og raðhúsum."  
  Þórður vék af fundi
 2. Byggingamál:
  a.       Bakkavör 8 , girðing á lóð. Framkvæmdarstjóra tækni- og umhverfissviðs falið að svara bréfi Hauks A. Viktorssonar dagsettu 17. n óvember 2009 í samræmi við umræður á fundinum. Ennfremur að ítreka við eigendur Bakkavarar 8 að lögð verði fram gögn vegna girðingar.
  b.       Vesturströnd 29, bygging garðskála. Samþykkt enda verði ljósmagn frá skálanum takmarkað og skálinn með lokuðu þaki.
  Friðrik vék af fundi
  c.       Látraströnd 19,   breyting á húsi (eftir grenndarkynningu). Samþykkt.
 3. Sandskeið, viðbygging við núv. félagsaðstöðu Svifflugfélags Íslands. Samþykkt enda liggi fyrir beiðni frá Svifflugfélaginu í réttu formi.  
 4. Sjóvarnir. Bæjarverkfræðingur lagði fram minnisblað varðandi framkvæmdir við sjóvarnir dagsett 30. nóvember 2009 þar sem m.a. kemur fram að nokkrir eigendur lóða hafi hafnað gerð sjóvarnargarðs og því ekki verið unnt að ráðast í framkvæmdir. Greint frá heimildarlausri framkvæmd í fjörunni við Marbakka.   Framkvæmdarstjóra tækni- og umhverfissviðs ásamt bæjarverkfræðingi falið að afla frekari gagna fyrir næsta fund nefndarinnar.
 5. Hljóðvist Eiðistorg og Hrólfskálavör. Bæjarverkfræðingur lagði fram greinargerð VSÓ ráðgjafa um mat á hljóðvist við Eiðistorg og Hrólfsskálavör 9 dagsetta í nóvember 2009.
 6. Önnur mál :
  a.      Gangbraut á Suðurströnd. Bæjarverkfræðingur lagði fram minnisblað um mælingu á ljósmagni á Suðurströnd við gangbrautarljós.
  b.       Sævargarðar 14, bílskúr. Samþykkt til grenndarkynningar.

Fundi slitið kl. 11.30

Ólafur Egilsson (sign.), Þórður Ó. Búason (sign.), Stefán Bergmann (sign.),   Erna Gísladóttir (sign.), Friðrik Friðriksson (sign.).
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?