Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

11. febrúar 2010

141. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar fimmtudaginn 11. febrúar 2010 að Austurströnd 2.

Fundur settur kl. 8:05.

Mættir:  Ólafur Egilsson formaður, Þórður Ó. Búason, Erna Gísladóttir, Stefán Bergmann og Friðrik Friðriksson; einnig  Ragnhildur Ingólfsdóttir vegna setu í stýrihópi. Starfandi skipulagsstjóri Stefán Eiríkur Stefánsson bæjarverkfræðingur sat fundinn í forföllum Ólafs Melsteð. 

Fundargerð ritaði Stefán Eiríkur Stefánsson.

  Dagskrá:

  1. Deiliskipulagsmál:
    a.               Umræða um stöðu mála.
    Unnið er áfram að undirbúningi svara við framkomnum athugasemdum vegna deiliskipulagstillagna fyrir Lambastaða- og Bakkahverfi og stefnt að því að ljúka svörum hið fyrsta. 
  2. Byggingamál:
    a.                Lækningaminjasafn, kynning.
    Kynntar voru hugmyndir um lyfjagrasagarð í Nesi, sbr. bréf Önnu Þorbjargar Þorgrímsdóttur, safnstjóra Lækningaminjasafns, og Steinunnar Árnadóttur, garðyrkjustjóra, dags. 10. feb. 2010, en þær mættu á fundinn. Nefndin tekur jákvætt í málið enda verði við útfærslu gætt deiluskipulags á svæðinu. Sækja þarf formlega um byggingarleyfi. Einnig rætt um stæði og heiti götu að Lækningaminjasafni frá  Sefgörðum.

    b.   Sefgarðar 3, fyrirspurn varðandi tímabundna breytta starfsemi.
    Afgreiðslu frestað vegna ónógra gagna. Friðrik vék af fundi.

    c.   Sævargarðar 14, bílskúr.
    Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu. Samþykkt.

    d.   Kirkjubraut 3, breyting á þakhalla o.fl.
    Samþykkt til grenndarkynningar á ný.

    e.   Tjarnarmýri 2, breyting á staðsetningu húss á lóð.
    Nefndin tekur jákvætt í breytta staðsetningu en útlit hússins verði aðlagað hverfinu. Þórður vék af fundi.

    f.    Nesvegur 107, sjóvarnargarður.
    Lagt fram bréf byggingarfulltrúa til lóðareiganda dagsett 21. jan. 2010 ásamt svari dagsettu 10. febrúar. Samþykkt að lóðareigandi skuli færa sjóvarnargarð án tafar í fyrra horf.  
  3. Umferðarmál:
    a.   Umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar í landi Seltjarnarnesbæjar frá Fossvöllum að sveitarfélagamörkum í austri, sbr. bréf dags. 1. febr. 2010.
    Samþykkt.
  4. Önnur mál.
    Greint var frá stöðu mála varðandi hjúkrunarheimili og Bygggarðasvæði.

 

Fundi slitið kl. 11.05.

 

Ólafur Egilsson (sign),  Þórður Ó. Búason (sign), Erna Gísladóttir (sign), Stefán Bergmann (sign),

Friðrik Friðriksson (sign), Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign),

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?