Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

16. mars 2010
142. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar þriðjudaginn 16. mars 2010 að Austurströnd 2. 

Mættir: Ólafur Egilsson formaður, Þórður Ó. Búason, Stefán Bergmann, Erna Gísladóttir, Friðrik Friðriksson; einnig Stefán E. Stefánsson bæjarverkfræðingur og Örn Þór Halldórsson ráðgjafi tækni- og umhverfissviðs.

Fundargerð ritaði Baldur Gunnlaugsson

Fundur settur af formanni kl. 8:10  

Dagskrá:

 1. Byggingamál:
  a.    Tjarnarmýri 2, umsókn um leyfi til húsbyggingar. Kjartan Sigurðsson, bygginga-fræðingur mætti á fundinn og kynnti málið. Sþ. til grenndarkynningar með þeim breytingum að nýtingarhlutfall verði að hámarki 0,55 og bakhlið bílskúrs fylgi húsalínu suð-austanmegin.

  b.    Sefgarðar 3, umsókn um tímabundna breytta starfsemi. Sþ. með 3 atkvæðum til grenndarkynningar enda liggi fyrir að fullnægt verði brunavarnareglum og aðkoma verði frá Norðurströnd/Bygggörðum.

  c.    Kirkjubraut 3,  breytingar – niðurstaða grenndarkynningar. Lagt fram samkomulag húseiganda og nágranna um minniháttar breytingu. Sþ. með ofangreindri breytingu.

  d.    Tjarnarstígur 2, endurnýjun á bílskúr. Sþ. til grenndarkynningar.

  e.    Vallarbraut 24, umsókn um leyfi til að byggja garðskála. Garðskálanum er ætlað að rísa utan byggingarreits og þarf því deiliskipulagsbreytingu á kostnað lóðareiganda. Frestað. 

  f.     Steinavör 6, umsókn um endurnýjun leyfis fyrir skjólvegg. Fyrra leyfi staðfest.

  g.    Endurnýjun dæluskúrs Hitaveitu. Bæjarverkfræðingur kynnti málið. - Friðrik vék af fundi.
 2. Umferðarmál
  Umferðarhraði á Suðurströnd. Um er að ræða þjóðveg í þéttbýli. Lögregla telur óraunhæft að gera ráð fyrir lægri hámarkshraða en 50 km. Nefndin ítrekar að lýsing og merkingar verði bættar. Málið verði tekið til nánari skoðunar í yfirstandandi undirbúningi umferðaröryggisáætlunar. - Þórður vék af fundi.
 3. Önnur mál.
  a.    Umsókn varðandi lyfjagrasagarð. Nefndin samþykkti fyrir sitt leyti að fornleifakönnun fari fram.

  b.    Upplýst var um fyrirsjánlega aukningu umferðar um Hringbraut vegna stækkunar Landspítala háskólasjúkrahúss. Málið rætt og óskað eftir nánari greinargerð.

Fundi slitið kl. 10.20

Ólafur Egilsson (sign.), Þórður Ó. Búason (sign.), Stefán Bergmann (sign.),   Erna Gísladóttir (sign.), Friðrik Friðriksson (sign.).

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?