Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

35. fundur 19. febrúar 2004

Mættir voru þau: Inga Hersteinsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Þórður Búason, Stefán Bergmann og Elín H. Guðmundsdóttir.

Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.

1. Umsókn frá Baldri Haraldssyni, Furuhlíð 6, Sauðárkróki, um staðbundna löggildingu sem múrarameistari.
Meðfylgjandi er ferilskrá byggingarfulltrúa Skagafjarðar.
Samþykkt.

2. Umsókn frá Skúla Gunnari Sigfússyni, Tjarnarmýri 21, um stækkun hússins að Sel-braut 86.
Fyrir liggur samþykki nágranna.
Samþykkt.

3. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Sveini Gíslasyni um byggingu bílskúrs á lóðinni nr. 25 við Miðbraut.
Frestað.
Byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna í málinu.

4. Lagt fram erindi frá nefnd um mótun fjölskyldustefnu Seltjarnarnesbæjar.

5. Aðalskipulag Seltjarnarness 2004-2024.
Tekin til umræðu 1. drög að greinargerð – stefnumörkun.

6. Önnur mál.
a) Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags.22. janúar 2004 vegna kæru eigenda Melabrautar 31 á afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar á erindi þeirra um gróður á lóðarmörkum.
Úrskurðarnefndin vísaði kærumálinu frá.


Fundi slitið kl.09:25. Einar Norðfjörð.


Inga Hersteinsdóttir (sign) Þórður Búason (sign)
Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign ) Stefán Bergmann (sign)
Elín H. Guðmundsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?