144. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar var haldinn föstudaginn 16. apríl 2010 nk. kl. 8:00 að Austurströnd 1.
Fundur settur kl. 8:05
Mættir: Ólafur Egilsson formaður, Erna Gísladóttir, Stefán Bergmann. Starfandi skipulagsstjóri Stefán Eiríkur Stefánsson bæjarverkfræðingur og Örn Þór Halldórsson sátu fundinn í forföllum Ólafs Melsteð. Þórður Ó. Búason og Friðrik Friðriksson tilkynntu forföll.
Fundargerð ritaði Stefán Eiríkur Stefánsson.
Þetta gerðist:
-
Skipulagsmál:
-
Deiliskipulag Bakkahverfis. Frestað.
-
-
Byggingamál:
-
Sefgarðar 3, umsókn um breytta notkun. Niðurstaða grenndarkynningar.
Lagt fram skriflegt samþykki allra hagsmunaaðila sem grenndarkynning náði til við umrædda breytingu. Samþykkt leyfi fyrir nauðsynlegum breytingum á húsnæðinu vegna leikhússtarfsemi, til eins árs, í samræmi við aðaluppdrætti Hughrifa ehf., dagsetta 16.mars 2010 sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur samþykkt með áritun.
-
Kirkjubraut 3. Lagðir fram nýir uppdrættir varðandi útfærslu nýbyggingar ásamt samþykki eiganda Kirkjubrautar 5, dagsett 12.04 2010, við breytingu frá samkomulagi dagsettu 16.03 2010. Samþykkt.
-
3. Önnur mál.
Fundi slitið kl. 09.25.