Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

16. apríl 2010

144. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar var haldinn föstudaginn 16. apríl 2010 nk. kl. 8:00 að Austurströnd 1. 

Fundur settur kl. 8:05

Mættir: Ólafur Egilsson formaður, Erna Gísladóttir, Stefán Bergmann. Starfandi skipulagsstjóri Stefán Eiríkur Stefánsson bæjarverkfræðingur og Örn Þór Halldórsson sátu fundinn í forföllum Ólafs Melsteð. Þórður Ó. Búason og Friðrik Friðriksson tilkynntu forföll.

Fundargerð ritaði Stefán Eiríkur Stefánsson.

Þetta gerðist:

 1. Skipulagsmál:

  1. Deiliskipulag Bakkahverfis. Frestað.

 2. Byggingamál:

  1. Sefgarðar 3, umsókn um breytta notkun. Niðurstaða grenndarkynningar.

   Lagt fram skriflegt samþykki allra hagsmunaaðila sem grenndarkynning náði til við umrædda breytingu. Samþykkt leyfi fyrir nauðsynlegum breytingum á húsnæðinu vegna leikhússtarfsemi, til eins árs, í samræmi við aðaluppdrætti Hughrifa ehf., dagsetta 16.mars 2010 sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur samþykkt með áritun.

  2. Kirkjubraut 3. Lagðir fram nýir uppdrættir varðandi útfærslu nýbyggingar ásamt samþykki eiganda Kirkjubrautar 5, dagsett 12.04 2010, við breytingu frá samkomulagi dagsettu 16.03 2010. Samþykkt.

      3. Önnur mál.

Fundi slitið kl. 09.25.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?