Dagskrá:
1. Fundur settur
2. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Rúnu Gísladóttur um turnbyggingu að Látraströnd 7.
3. Tekin fyrir reyndarteikning af húsinu Valhúsabraut 13 vegna eignaskiptasamnings.
4. Athugasemdir eiganda Sefgarða 16 við greinargerð eiganda Sefgarða 24 varðandi lóðarmörk.
5. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Sveini Gíslasyni um byggingu bílskúrs á lóðinni nr. 25 við Miðbraut sbr. 3. lið síðasta fundar.
6. Umsókn frá Jóni Garðari Ögmundssyni um leyfi til að byggja arinn við húsið að Miðbraut 38.
7. Önnur mál. a. Lögð fram ný tillaga Ragnhildar Skarphéðinsdóttur að bæjarmörkum við Vegamót. b. Lindarbraut – endurbygging. c. Aðalskipulag - umræður um stefnumörkun.
8. Fundi slitið
Mættir: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Þórður Ólafur Búason, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Stefán Bergmann auk þess sem Einar Norðfjörð og Haukur Kristjánsson sátu fundinn.
Fundargerð ritaði Ingimar Sigurðsson.
1. Fundur settur af formanni kl. 08:07
2. Lögð fram að nýju umsókn Rúnu Gísladóttur. Umsóknin samþykkt.
3. Lögð fram reyndarteikning af húsinu Valhúsabraut 13. Samþykkt.
4. Lögð fram greinargerð eiganda Sefgarða 16 varðandi lóðarmörk. Málinu vísað áfram til bæjarlögmanns.
5. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Sveini Gíslasyni um byggingu bílskúrs við Miðbraut 25a. Fyrir liggur samþykki eiganda Vallarbrautar 16. Erindið samþykkt með því skilyrði að heildarhæð bílskúrsins fari ekki yfir hæð aðliggjandi bílskúrs við Vallarbraut 16, með vísan í gr. 113 í byggingareglugerð og mótmæli eigenda Miðbrautar 27 og Vallarbrautar 18. Málinu vísað til byggingafulltrúa til frekari úrvinnslu.
6. Lögð fram umsókn frá Jóni Garðari Ögmundssyni um byggingu arins við húsið nr. 38 við Miðbraut. Erindið samþykkt með kröfum Forvarnasviðs SHS um að gerð og frágangur skuli vera eftir leiðbeiningum Brunamálastofnunar.
7. Önnur mál.
a. Lögð fram ný tillaga Ragnhildar Skarphéðinsdóttur um bæjarhlið við Vegamót. Tillagan samþykkt með atkvæðum meirihluta. Fulltrúar minnihluta sitja hjá.
b. Lagðar fram hugmyndir að útfærslum að breyttu útliti Lindarbrautar. Steinunn Árnadóttir var mætt á fundinn og skýrði þær hugmyndir sem fyrir liggja. Samþykkt að óska eftir frekari útfærslu á tillögu B og útfærslu á gangbrautum. Steinunn vék af fundi.
c. Formaður gerði grein fyrir því að hún hefði móttekið athugasemdir nefndarmanna og gerði grein fyrir næstu skrefum.
8. Fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 09:28.
Inga Hersteinsdóttir (sign) Ingimar Sigurðsson (sign)
Þórður Búason (sign) Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)
Stefán Bergmann (sign)