Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

37. fundur 05. apríl 2004

Dagskrá:
1. Fundur settur
2. Deiliskipulag Hrólfsskólamels og Suðurstrandar.
3. Önnur mál
4. Fundi slitið.
Mættir: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Þórður Ólafur Búason, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Stefán Bergmann. Auk þess sátu fundinn Einar Norðfjörð framkvæmdastjóri tæknisviðs, Ögmundur Skarphéðinsson og Ólafur Hersisson frá Hornsteinum og Grímur Jónasson frá VSÓ.

Fundargerð ritaði Ingimar Sigurðsson.

1. Fundur settur af formanni kl. 08:07

2. Grímur og Ögmundur gerðu grein fyrir þeim hugmyndum sem fram eru komnar varðandi deiliskipulag Hrólfsskálamelar og Suðurstrandar. Lögð fram tillaga um afmörkun deiliskipulagssvæðisins og hún samþykkt til frekari útfærslu, sem lögð verður fyrir næsta fund. Ögmundur, Grímur og Ólafur viku af fundi.

3. Önnur mál:
a. Lögð fram fyrirspurn frá eigendum Nesvegar 103 um byggingu stólstofu skv. teikningu Teiknistofu R. Jónssonar. Nefndin tekur jákvætt í erindið og óskar eftir endanlegum teikningum.
b. Lögð fram fyrirspurn frá eigendum Skólabrautar 16 um gerð innkeyrslu og byggingu bílskúrs á lóðinni við Skólabraut 16. Frestað til næsta fundar.
c. Lagt fram erindi Golfklúbbs Ness um að grafa niður geymslugám við áhaldahús klúbbsins skv. innlagðri teikningu. Þá er ennfremur lögð fram umsókn um gerð grjótkants við bifreiðastæði skv. innlagðri teikningu. Nefndin samþykkir erindin, enda er áskilið formlegt samþykki bæjartæknifræðings á framkvæmdinni. Fyrir liggur að GN hefur sett upp lýsingu við bifreiðastæði án samráðs við umhverfisnefnd og án þess að sækja um leyfi hjá skipulags- og mannvirkjanefnd. Skorað er á GN að leggja fram teikningar og sækja formlega um leyfi fyrir slíkri lýsingu.

8. Fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 10:20

Inga Hersteinsdóttir (sign) Ingimar Sigurðsson (sign)
Þórður Búason (sign) Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)
Stefán Bergmann (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?