Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

28. október 2010

151. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar 28. oktober 2010 kl. 16:15 að Austurströnd 1.

Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Þórður Búason, Anna Margrét Hauksdóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir. Stefán Bergmann (áheyrnarfulltrúi)
Frá Umhverfis – og tæknisviði: Örn Þór Halldórsson

Fundargerð

Skipulagsmál:

  1. Deiliskipulag Bakkahverfis (2008110018) - Svör við athugasemdum Skipulagsstofnunar dags. 28.10.2010, kynnt ásamt fylgiskjali vegna eldri skilmála dags. 28.10.2010 og tillögum að breytingum á deiliskipulagstillögu dags. 28.10.2010.

    Samþykkt og vísað til bæjarstjórnar með svohljóðandi bókun:

    Breytingar voru gerðar á deiliskipulagstillögu Bakkahverfis í júní 2010 þar sem komið var til móts við athugasemdir hagsmunaaðila eftir auglýsingatíma. Einnig voru gerðar orðalagsbreytingar í greinargerð og skilmálum í okt. 2010 til að verða við athugasemdum og ábendingum Skipulagsstofnunar. Þá hefur verið gerð minniháttar breyting á byggingareitum Unnarbrautar 1 & 19, til þess að verða ennfrekar við innsendum athugasemdum íbúa. Nefndin telur þessar breytingar vera þess eðlis að ekki þurfi að auglýsa deiliskipulagstillögu Bakkahverfis á ný.
  2. Deiliskipulag Lambastaðahverfis (2008100023) - Svör við athugasemdum Skipulagsstofnunar kynnt, ásamt tillögum að breytingum á deiliskipulagstillögu.
    Frestað

    Byggingamál:
  3. Sæbraut 17, stækkun á svölum (201007008) - Niðurstaða grenndarkynningar, engar athugasemdir bárust .
    Samþykkt samhljóða
  4. Unnarbraut 9 (2010100031) - Fyrirspurn frá eiganda efri hæðar Unnarbrautar 9, um að reisa viðbyggingu ofan á bílgeymslu, skv. uppdráttum Úti & inni sf, dags. 15.10.10.
    Frestað á meðan beðið er endanlegrar afgreiðslu deiliskipulags Bakkahverfis.
  5. Eiðistorg 11 almenningssalerni (2010090003) - Umsókn Seltjarnarnessbæjar. Almenningssalerni m. aðstöðu f. fatlaða, aðgengilegt frá torgi.
    Frestað. Óskað eftir samþykki meðeigenda.
  6. Tjarnarmýri 16 (2010100047) - Umsókn Guðbrands Sigurðssonar um stækkun á gluggum í kjallara auk breytinga á lóð og lóðamörkum, skv. uppdráttum Páls Gunnlaugssonar, Ask arkitektum, dags. 28.8.2010
    Frestað. Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
  7. Tjarnarmýri 18 (2010100048) - Umsókn Harðar Kvaran um að byggja nýjar kjallaratröppur, stækka kjallaraglugga, auk áðurgerðra breytinga á kjallararýmum og breytinga á lóð og lóðamörkum, skv. uppdráttum Páls Gunnlaugssonar, Ask arkitektum, dags. 28.8.2010
    Frestað. Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Þórður Búason (sign), Anna Margrét Hauksdóttir (sign), Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign),.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?