151. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar 28. oktober 2010 kl. 16:15 að Austurströnd 1.
Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Þórður Búason, Anna Margrét Hauksdóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir. Stefán Bergmann (áheyrnarfulltrúi)
Frá Umhverfis – og tæknisviði: Örn Þór Halldórsson
Fundargerð
Skipulagsmál:
- Deiliskipulag Bakkahverfis (2008110018) - Svör við athugasemdum Skipulagsstofnunar dags. 28.10.2010, kynnt ásamt fylgiskjali vegna eldri skilmála dags. 28.10.2010 og tillögum að breytingum á deiliskipulagstillögu dags. 28.10.2010.
Samþykkt og vísað til bæjarstjórnar með svohljóðandi bókun:
Breytingar voru gerðar á deiliskipulagstillögu Bakkahverfis í júní 2010 þar sem komið var til móts við athugasemdir hagsmunaaðila eftir auglýsingatíma. Einnig voru gerðar orðalagsbreytingar í greinargerð og skilmálum í okt. 2010 til að verða við athugasemdum og ábendingum Skipulagsstofnunar. Þá hefur verið gerð minniháttar breyting á byggingareitum Unnarbrautar 1 & 19, til þess að verða ennfrekar við innsendum athugasemdum íbúa. Nefndin telur þessar breytingar vera þess eðlis að ekki þurfi að auglýsa deiliskipulagstillögu Bakkahverfis á ný. - Deiliskipulag Lambastaðahverfis (2008100023) - Svör við athugasemdum Skipulagsstofnunar kynnt, ásamt tillögum að breytingum á deiliskipulagstillögu.
Frestað
Byggingamál:
- Sæbraut 17, stækkun á svölum (201007008) - Niðurstaða grenndarkynningar, engar athugasemdir bárust .
Samþykkt samhljóða - Unnarbraut 9 (2010100031) - Fyrirspurn frá eiganda efri hæðar Unnarbrautar 9, um að reisa viðbyggingu ofan á bílgeymslu, skv. uppdráttum Úti & inni sf, dags. 15.10.10.
Frestað á meðan beðið er endanlegrar afgreiðslu deiliskipulags Bakkahverfis. - Eiðistorg 11 almenningssalerni (2010090003) - Umsókn Seltjarnarnessbæjar. Almenningssalerni m. aðstöðu f. fatlaða, aðgengilegt frá torgi.
Frestað. Óskað eftir samþykki meðeigenda. - Tjarnarmýri 16 (2010100047) - Umsókn Guðbrands Sigurðssonar um stækkun á gluggum í kjallara auk breytinga á lóð og lóðamörkum, skv. uppdráttum Páls Gunnlaugssonar, Ask arkitektum, dags. 28.8.2010
Frestað. Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa. - Tjarnarmýri 18 (2010100048) - Umsókn Harðar Kvaran um að byggja nýjar kjallaratröppur, stækka kjallaraglugga, auk áðurgerðra breytinga á kjallararýmum og breytinga á lóð og lóðamörkum, skv. uppdráttum Páls Gunnlaugssonar, Ask arkitektum, dags. 28.8.2010
Frestað. Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Þórður Búason (sign), Anna Margrét Hauksdóttir (sign), Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign),.