Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

18. janúar 2011

154. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar 18. janúar 2011 kl. 16:15 að Austurströnd 1.

Mættir. Bjarni Torfi Álfþórsson, Þórður Búason, Anna Margrét Hauksdóttir, Hannes Runar Richardsson,. Ragnhildur Ingólfsdóttir.

Örn Þór Halldórsson – Skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá

Byggingamál:

 1. Nesbali 36 (2010120065) Kynning á tillögum Ívars Arnar Guðmundssonar, arkitekts faí.á nýbyggingu á lóð Ástu Pétursdóttur.
 2. Melabraut 33 (2010120031) Fyrirspurn Jóns Gunnsteins Hjálmarssonar um leyfi til stækkunar bílskúrs á lóðinni, skv. uppdráttum Rafns Guðmundssonar TFÍ
  Fyrirhuguð stækkun er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag. Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra
 3. Sævargarðar 14 (2010020088) Niðurstaða grenndarkynningar á umsókn Kristjáns Jónssonar um byggingu bílskúrs við austurgafl hússins að Sævargörðum nr. 14, skv. aðaluppdráttum Jóns Hrafns Hlöðverssonar, dags. 14.10.2010.
  Engar athugasemdir bárust . Samþykkt.
 4. Selbraut 80 (2010110046) Niðurstaða grenndarkynningar vegna breytingar á áður samþykktum uppdráttum. Hólmfríðar Ósmann Jónsdóttur, arkitekts FAÍ, dags. 13.08.2010.
  Frestað. Málinu vísað til skipulagsstjóra.
 5. Bygggarðar 5- kjötvinnsla (2010120012) Umsókn S.W. um að starfrækja kjötvinnslu skv. uppdráttum VA arkitekta, dags. 10.12.2010.
  Samþykkt að senda í grenndarkynningu með fyrirvara um samþykki heilbrigðisfulltrúa, slökkviliðs og vinnueftirlits.
 6. Lindarbraut 2a (2010040028)– Umsókn Guðmundar Hannessonar um breytingu á áður samþykktum uppdráttum, vegna leiðréttingar á stærðum, skv. nýjum uppdrætti Ask-arkitekta, dags 4.1.2011.
  Samþykkt
 7. Kirkjubraut 3 –(2009060016)– Breyting á áður samþykktu erindi. Sótt er um leyfi til þess að fella niður áðursamþykkta kalda geymslu fyrir garðáhöld.
  Samþykkt
 8. Valhúsabraut 17 – (2011010060) – Umsókn Hannesar Ríkharðssonar um leyfi til þess að reisa nýtt anddyri, skv. uppdráttum Einrúm arkitekta, dags. 4.1.2011.
  Hannes vék af fundi - Samþykkt
 9. Endurbygging leiðamerkis í Suðurnesi (2011010064) – Umsókn Guðmundar Ásgeirssonar skv. uppdrætti Verkfræðiþjónustunar Strendings, dags. nóvember 2007.
  Vísað til umsagnar umhverfisnefndar.

  Önnur mál
 10. Suðurmýri 58 2010080039) – Bréf byggingafulltrúa til lóðarhafa lagt fram. Jafnframt er óskað eftir leyfi sveitastjórnar til þess að ráðast í nauðsynlegar lagfæringar á byggingarstað á kostnað lóðarhafa, sbr. gr. 61.6 í byggingareglugerð 44/1998. - Samþykkt
 11. Nágrannavarsla (2011010056) – Verklagsreglur kynntar.
  Samþykkt
 12. Gatnagerðagjöld - gjaldskrárbreyting (2010120070)
  Lagt er til að við álagningu gatnagerðargjalda við úthlutun lóða verði miðað við 70% af leyfðum fermetrafjölda á lóð. Þetta verði lágmarksgatnagerðargjöld og ekki verði endurgreitt ef minna er byggt. Ef byggt er stærra komi til viðbótarálagningar samkvæmt gjaldskrá fyrir hvern fermeter umfram 70%.
  Samþykkt
 13. Tjarnarmýri 2 - (2011010038) Kæra til úrskurðanefndar skipulags- og byggingamála
  Bréf nágranna til kærunefndar lagt fram til kynningar, ásamt bréfi kærunefndar.
 14. Sjóvarnargarður við Nesveg 107. Bréf skipulagsstjóra lagt fram.
  Þar sem lóðarhafi hefur ekki lagfært sjóvörn, er lagt til að bæjaryfirvöld ráðist í lagfæringar á kostnað lóðarhafa.

  Skipulagsmál:
 15. Friðlýsing Skerjafjarðar (2011010070) – Tillögur Umhverfisstofnunar kynntar.
  Ragnhildur vék af fundi
 16. Deiliskipulags Lambastaðahverfis (2008100023): Bréf frá Lögfræðingi eiganda Nesvegs 115 lagt fram.

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Þórður Búason (sign), Anna Margrét Hauksdóttir (sign), Hannes Runar Richardsson(sign), Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign),.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?