Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

15. febrúar 2011

155. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar 15. febrúar kl. 16:15 að Austurströnd 1.

Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Þórður Búason, Anna Margrét Hauksdóttir, Hannes Runar Richardsson, Stefán Bergmann

Örn Þór Halldórsson – Skipulags- og byggingafulltrúi

Dagskrá

Byggingamál:

  1. Selbraut 80 (2010110046) Breyting, dags. 15.11.2010, á áður samþykktum uppdráttum. Hólmfríðar Ósmann Jónsdóttur, arkitekts FAÍ, dags. 13.08.2010.- Niðurstaða grenndarkynningar.
    -Samþykkt-
  2. Bollagarðar 14-geymsluskúr á lóðamörkum (2011020047) Umsókn Steinþórs Gunnarssonar um að reisa geymsluskúr á lóðamörkum, skv. uppdráttum Hauks Ásgeirssonar.
    -Samþykkt að vísa í grenndarkynningu.-
  3. Vesturströnd 29-viðbygging (2009060018). Umsókn Haraldar Reynis Jónssonar um leyfi til þess að reysa 28 m2 viðbyggingu við Vesturströnd 29, skv. uppdráttum Gunnlaugs Ó Johnsson, dags. 7.4.2009.
    -Samþykkt að vísa í grenndarkynningu, að lagfærðum uppdráttum.-
  4. Melabraut 32 – yfirbygging á svölum (2011020058) Umsókn Reynis Garðars Brynjarssonar og Helgu Marteinsdóttur um að reisa svalaskýli skv. uppdráttum Sigurðar Hafsateinssonar, dags. 4.2.2011.
    -Frestað-
  5. Endurbygging leiðarmerkis í Suðurnesi (2011010064) Tillaga að staðsetningu lögð fram.
    -óskað eftir umsögn umhverfisnefndar-
  6. Hrólskálavör 2-reyndar teikningar (2011020070)
    -Samþykkt að senda reyndarteikningar Studio Granda dags mai. 2006 til grenndarkynningar-

    Svæðisskipulag höfðuborgarsvæðis
  7. Breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 (2011020045). Niðurfelling Holtsganga og aukning byggingarmagns á svæði Landspítala við Hringbraut. Drög að verkefnalýsingu skipulagsgerðar og umhverfismats lögð fram til kynningar vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi.
    -Skipulagsnefnd lýsir yfir miklum áhyggjum af þróun umferðar vegna aukins byggingamagns hins nýja Landsspítala. Æskilegt væri að aðskilja málefni Holtsganga og áætlana um uppbyggingu Landsspítala-
  8. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 – Vísindagarðar (2011020039) Drög að aðalskipulagsbreytingu varðandi vísindagarða við Háskóla Íslands lögð fram.
    -engar athugasemdir-

    Önnur mál:
  9. Gjaldskráhækkun Skipulags- og byggingafulltrúa (2010110053 ) – Tillaga að hækkun gjaldskrár vegna grenndarkynningar byggingaleyfisumsókna og breytinga á deiliskipulagi lögð fram.
    -samþykkt. Skipulagsstjóri vinni minnisblað þar sem fram komi áætlaður lágmarkskostnaður sveitafélags vegna ofangreinds.-

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Þórður Búason(sign), Anna Margrét Hauksdóttir (sign), Hannes Runar Richardsson (sign), Stefán Bergmann (sign),

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?