Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

15. mars 2011

156. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar 15. mars kl. 16:15 að Austurströnd 1.

Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Þórður Búason, Anna Margrét Hauksdóttir, Hannes Rúnar Richardsson, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Bergmann áheyrnarfulltrúi

Örn Þór Halldórsson – Skipulags- og byggingafulltrúi

Bjarni Torfi Álfþórsson vék af fundi kl. 17:00

Hannes Rúnar Richardsson vék af fundi kl. 17:30

Byggingamál:

 1. Hrólfsskálavör 2-reyndar teikningar (2011020070) - Ósk um að grenndarkynningu verði frestað til 15. mai , vegna fjarveru hagsmunaaðila.
  - Samþykkt að fresta grenndarkynningu til 15. mai.

 2. Melabraut 32 – yfirbygging á svölum (2011020058) - Umsókn Reynis Garðars Brynjarssonar og Helgu Marteinsdóttur um að reisa svalaskýli skv. uppdráttum Sigurðar Hafsateinssonar, dags. 25.2.2011. Fyrir liggur samþykki eigenda Melabrautar 30,32 og 34.
  - Frestað. Óskað er eftir áliti forvarnardeildar slökkviliðs höfðuborgarsvæðis

 3. Endurbygging leiðarmerkis í Suðurnesi (2011010064)
  Bókun 230. fundar umhverfisnefndar lögð fram.
  - Samþykkt.

 4. Bygggarðar kjötvinnsla (2010120012 - Bókun 230. fundar umhverfisnefndar lögð fram.
  -
  Samþykkt, með fyrirvara um álit eldvarnareftirlit.

 5. Austurströnd 8 (2011010052) - Umsókn Sigríðar Þorvaldsdóttur um að reisa svalaskýli skv. uppdráttum Arkís, dags. 1.3.2011. Fyrir liggur samþykki aukins meirihluta eigenda Austurstrandar 8.
  - Samþykkt .

 6. Austurströnd 2 (2011020078) - Umsókn Önnu G. Hafsteinsdóttur um leyfi til þess að síkka glugga við þaksvalir Austurstrandar 2, samhliða endurbyggingu núverandi þaksvala, skv. uppdráttum Arkís, dags. 30.1.2011. Samþykki 15/16 meðeigenda liggur fyrir. -
  Synjað. Ekki í samræmi við heildaryfirbragð byggingar

 7. Miðbraut 23 (2011020051) - Umsókn Garðars Bríem um leyfi til þess að breytinga innanhúss og tilheyrandi inngripi í burðarvirki hússins, skv .uppdráttum Breyta-arkitektum, dags. 21.02.2011. Fyrir liggur samþykki meðeigenda hússins ásamt burðarþolshönnun.
  - Samþykkt

 8. Valhúsabraut 25 (2011030033)– Umsókn Ernu Gísladóttur um leyfi til niðurrifs – Ný bygging reist þess í stað, skv, tillögum Björgvins Snæbjörnssonar arkitekts.
  - Frestað. Óskað er eftir nánari upplýsingum um stærð húss í samræmi við gildandi deiliskipulag.
 9. Unnarbraut 9 (2010100031) – Tillaga um breytingu á deiliskipulagi Bakkahverfis vegna umsóknar Guðmundar Kristjánssonar um stækkun húss, skv. Uppdráttum Baldurs Ó. Svavarssonar arkitekts faí, - Samþykkt að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagsslaga nr. 123/2010, að leiðréttum uppdráttum.
 10. Tjarnarstígur 10 (2011030035) – Umsókn Önnu G. Fjelsded um leyfi til stækkunar á jarðhæð hússins skv. Uppdráttum Hauks G. Viktorssonar, dags. 10.3.2011.
  - Frestað. Óskað er eftir leiðréttum uppdráttum.
 11. Melabraut 33 (2010120031) Fyrirspurn Jóns Gunnsteins Hjálmarssonar um leyfi til stækkunar bílskúrs á lóðinni, skv. uppdráttum Rafns Guðmundssonar TFÍ. Fyrirhuguð stækkun er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag. Málinu var vísað til umsagnar skipulagsstjóra á 154. fundi, sem leggur til að gerð verði breyting á deiliskipulagi Vesturhverfis sem heimili umrædda stækkun, enda liggi fyrir samþykki hagsmunaaðila.
  - Frestað. Óskað er eftir samþykki eiganda Melabrautar 35.


  Önnur mál:

 12. Nesvegur 107 (2010030045) – Framkvæmdir í lóð og fjöru. Bréf Seltjarnarnesbæjar til lóðarhafa lagt fram, ásamt bréfi lóðarhafa til Seltjarnarnesbæjar. Einnig er lagt fram bréf Sjafnar Guðmundsdóttur og Guðna Þórðarsonar, dags. 15.03.2010 þar sem fram koma mótmæli vegna ýmissa framkvæmda á lóðinni.

 13. Gjaldskráhækkun Skipulags- og byggingafulltrúa (2010110053 ) – Tillaga að hækkun gjaldskrár vegna grenndarkynningar byggingaleyfisumsókna og breytinga á deiliskipulagi lögð fram. –Minnisblað skipulagsstjóra.
  - Frestað

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Þórður Búason (sign), Anna Margrét Hauksdóttir (sign), Hannes Rúnar Richardsson (sign), Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign),

 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?