Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

20. september 2011

162. fundur Skipulags- og mannvirkjanefndar, þriðjudaginn 20.9.2011, kl. 08:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Boðaðir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Þórður Búason, Anna Margrét Hauksdóttir, Hannes Rúnar Richardsson, Ragnhildur Ingólfsdóttir, (Stefán Bergmann)

Örn Þór Halldórsson – Skipulags- og byggingafulltrúi

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson

Fundarritari: Örn Þór Halldórsson

Byggingamál

  1. Málsnúmer. 2011090017
    Heiti máls: Barðaströnd 14 – Arinn / sólskáli
    Þjóðskrárnúmer: 06500140
    Teg. byggingar: íbúðarhús
    Eigandi: Árni Benedikt Árnason, Barðaströnd 14
    Lýsing: Sótt er um leyfi til fyrir áðurbyggðum sólskála úr timbri, auk arins í vesturhluta sólskálans. Einnig er sótt um 11 m2 geymslu í útgröfnum kjallara.
    Afgreiðsla: Samþykkt að vísa í grenndarkynningu að leiðréttum uppdráttum.
  2. Málsnúmer. 2010040028
    Heiti máls Lindarbraut 2a – endurnýjun byggingaleyfis
    Þjóðskrárnúmer: 56100022
    Teg. byggingar: íbúðarhús
    Eigandi: Guðmundur Hafsteinsson, Lindarbraut 2a
    Lýsing: Breytingar á áðurútgefnu byggingarleyfi, svo leyft verði að reisa grindverk á
    lóðamörkum skv. uppdráttum ASK arkitekta, dags. 4.10.2007, með breytingum dags. 25.5.2011.
    Umsóknin var grenndarkynnt frá 27. júni til 8. ágúst. – 1 athugasemd
    Áður frestað- Vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
    Afgreiðsla: Frestað- Skipulagsstjóra falið að leita lausna með málsaðilum.
  3. Málsnúmer. 2011060017
    Heiti máls Melabraut 11 - sólskáli.
    Þjóðskrárnúmer: 60200110
    Teg. byggingar: íbúðarhús
    Eigandi: Rán Sævarsdóttir
    Lýsing: Umsókn um leyfi til þess að reisa glerskála skv. uppdráttum Jóns Guðmundssonar arkitekts, dags. 2.6.2011. Um er að ræða breytingu á áðursynjaðri umsókn.
    Áður frestað og vísað til umsagnar skipulagsstjóra. (sjá úrdrátt úr skipulagsslögum nr. 123 / 2010)
    Afgreiðsla: Samþykkt að vísa í grenndarkynningu með vísan 3. mgr.43.gr. skipulagslaga.
  4. Málsnúmer. 2011090010
    Heiti máls Melabraut 13 - svalir
    Þjóðskrárnúmer: 60200130
    Teg. byggingar: íbúðarhús
    Eigandi: Sigurþór H Tryggvason
    Lýsing: Fyrirspurn um leyfi til þess að reisa nýjar svalir í stað eldri, skv. teikningum og bréfi dags. 9.1.2011. Áður frestað og vísað til umsagnar skipulagsstjóra. (sjá skipulagsslög nr. 123 / 2010)
    Afgreiðsla: Tekið er jákvætt í fyrirspurn.

    Skipulagsmál
  5. Málsnúmer. 2010120066
    Heiti máls Deiliskipulagsbreyting Suðurströnd skóla/íþróttasvæði
    Eigandi: Seltjarnarneskaupstaður
    Lýsing: Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Suðurstrandar.
    Afgreiðsla: Samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi að uppfærðum uppdráttum.
    Bókun: (Ragnhildur Ingólfsdóttir) Neslistinn fagnar ákvörðun meirihlutans um að breyta deiliskipulagi Suðurstrandar sérstaklega vegna stækkunar á fimleikasal íþróttahúss, sem Neslistinn hefur barist fyrir í mjög langan tíma. Löngu er orðið tímabært að hefjast handa við þessa stækkun íþróttahúss, sérstaklega vegna fimleikasalar sem hefur frá upphafi verið of lítill. Við breytinguna verður þó að taka tillit til aðliggjandi íbúa/íbúða við Hrólfskálamel og að breytingin verði gerð með hagsmuni allra aðila að leiðarljósi.
  6. Málsnúmer. 2011090051
    Heiti máls Golfklúbbur Ness – Framkvæmdir í Suðurnesi
    Málsaðili: Golfklúbbur Ness
    Lýsing: Framkvæmdir án skriflegs framkvæmdaleyfis við breytingar og stækkun á púttvelli.
    Afgreiðsla: Skipulagsstjóra falið að fylgja málinu eftir.
  7. Önnur mál:
    Fyrirspurn Stefáns Bergmanns um að skýrt verði frá auglýsingu um verkefnastjóra á sviði Skipulagsmála.
    Bæjarstjóri útskýrði stöðu málsins.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 9:30

Bjarni Torfi Álfþórsson, (sign)

Þórður Búason, (sign)

Anna Margrét Hauksdóttir, (sign)

Hannes Runar Richardsson , (sign)

Ragnhildur Ingólfsdóttir, (sign)

 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?