Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

19. júní 2012

171. fundur Skipulags- og mannvirkjanefndar, þriðjudaginn 19.6.2012, kl. 8:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir:

Nefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Halldór Þór Halldórsson, Hannes Rúnar Richardsson boðaði forföll, Ragnhildur Ingólfsdóttir.

Stefán Bergmann áheyrnarfulltrúi

Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson. Fundarritari: Þórður Ólafur Búason

Skipulagsmál

  1. Mál.nr. 2012020029
    Heiti máls:
    Deiliskipulag Bygggarðar
    Lýsing:
    Drög að deiliskipulagi fyrir Bygggarða,VA arkitekar fjalla um efnið eftir almenna kynningarfundinn um drögin 14. júní 2012 og einnig lögð drög að svari við bréfi frá Skipulagsstofnun um athugasemdir við lýsingu deiliskipulagsvinnu sem var kynnt á almennum fundi 3. maí 2012 og nefndin fjallaði um á fundi 15. maí 2012. Afgreiðsla: Nefndin lýsir ánægju með tillögur VA arkitekta sem Richard Bríem reifaði.
  2. Málsnúmer:2012020064
    Heiti máls:
    Skerjabraut 1-3, deiliskipulagsbreyting
    Málsaðili:
    Kaflar ehf
    Lýsing:
    Tillöguuppdráttur og skýringarmynd fyrir breytt deiliskipulagi. Hönnuðir: Teiknistofana Arkitektar ehf, TARK.
    Afgreiðsla:
    Frestað, óskað frekari gagna.
  3. Málsnúmer: 2010120031
    Heiti máls:
    Melabraut 33, deiliskipulagsbreyting vegna viðbyggingar
    Málsaðili:
    Jón Gunnsteinn Hjálmarsson
    Lýsing:
    Tillöguuppdráttur að breyttu deiliskipulagi frá Einari Ólafssyni arkitekt.
    Afgreiðsla:
    Frestað, lagfæra þarf uppdrátt og óskað er frekari gagna.
  4. Málsnúmer: 2012050020
    Heiti máls:
    Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030, tillaga til kynningar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga
    Lýsing:
    Bréf, tillöguuppdrættir, greinargerð og fleira.
    Afgreiðsla:
    Kynnt
  5. Málsnúmer: 2012060036
    Heiti máls:
    Efnistaka, framkvæmdaleyfi og mat á umhverfisáhrifum
    Lýsing:
    Bréf frá Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun.
    Afgreiðsla:
    Kynnt

    Fyrirspurnir

  6. Málsnúmer: 2012020059
    Heiti máls
    Miðbraut 34 fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu fyrir hækkun þaks
    Málsaðili:
    Ívar Ívarsson
    Lýsing:
    Skuggavarp, grennd og ásýnd Miðbrautar 32, 34 og 36 vegna hækkun þaks í mænishæð 2,5 m.
    Afgreiðsla:
    Nefndin tekur jákvætt í fyrirspurnina og óskar eftir nánari gögnum.
  7. Málsnúmer: 2012060085
    Heiti máls:
    Mýrarhúsaskóli, fyrirspurn um flutning bókasafns
    Málsaðili:
    Seltjarnarnes
    Lýsing:
    Bókasafn verði flutt af 2. hæð í vestur hluta á 1. hæð álmu meðfram Nesvegi við hlið tölvuvers.
    Afgreiðsla:
    Nefndin tekur jákvætt í fyrirspurnina og óskar eftir nánari gögnum.
  8. Málsnúmer: 2012060086
    Heiti máls
    Suðurströnd 1, fyrirspurn, færanleg kennslustofa verði tímabundið sett við leikskóla
    Málsaðili:
    Seltjarnarnes
    Lýsing:
    Færanlega kennslustofa rúmir 50 fermetrar verði staðsett norðvestan Mánabrekku.
    Afgreiðsla:
    Nefndin tekur jákvætt í fyrirspurnina og leggur til að málið verði grenndarkynnt.

    Byggingamál umsókn
  9. Málsnúmer: 2012060087
    Heiti máls:
    Við Bygggarða, Borholuhús
    Málsaðili:
    Seltjarnarnes
    Lýsing:
    Sótt um niðurrif á eldra borholuhúsi og byggingu á nýju steinsteyptu húsi sem einnig gæti verið fyrir spennistöð.
    Afgreiðsla: Samþykkt

    Önnur mál
  10. Málsnúmer: 2012030035
    Heiti máls:
    Miðbraut 28, óleyfisframkvæmdir
    Málsaðili:
    Friðrik Örn Hjaltested
    Lýsing:
    Frekari gögn um áformaðar og þegar gerðar framkvæmdir á lóðinni.
    Afgreiðsla:
    Ófullnægjandi gögn, aðila gert að sækja um óleyfisframkvæmdir þegar í stað.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10.30.

Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Halldór Þór Halldórsson, Ragnhildur Ingólfsdóttir

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?