Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

21. ágúst 2012

173. fundur Skipulags- og mannvirkjanefndar, þriðjudaginn 21.8.2012, kl. 8:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir:

Nefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Hannes Rúnar Richardsson, Stefán Bergmann. Halldór Þór Halldórsson og Ragnhildur Ingólfsdóttir boðuðu forföll

Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson. Fundarritari: Þórður Ólafur Búason

Skipulagsmál

  1. Mál.nr. 2012080003
    Heiti máls: Miðbraut 34, breyting deiliskipulags Vesturhverfis.
    Málsaðili: Ívar Ívarsson
    Lýsing: Hækkun þaks í 2.70 m, valmaþak, ½ hæð, leyfilegt byggingamagn á lóð er óbreytt.
    Afgreiðsla: Samþykkt til auglýsingar og vísað til bæjarstjórnar.

    Byggingamál
  2. Málsnúmer: 2012080013
    Heiti máls: Miðbraut 17 gluggabreyting.
    Málsaðili: Björn Gunnlaugsson
    Lýsing: Sótt er um leyfi til að breyta póstum glugga á 1. hæð.
    Afgreiðsla: Samþykkt .
  3. Málsnúmer: 2012060085
    Heiti máls: Mýrarhúsaskóli, færsla bókasafns.
    Málsaðili: Seltjarnarnesbær
    Lýsing: Sótt um leyfi til að færa bókasafn úr suðurhluta í norðurálmu skólans.
    Afgreiðsla: Samþykkt .

    Önnur mál
  4. Málsnúmer: 2011070110
    Heiti máls: Granaskjól 82, kvartanir vegna girðingar og frágangs.
    Málsaðili: Ingþór Guðni Júlíusson
    Lýsing: Eigendur austurhluta Grænumýri 6-8 óska eftir aðgerðum Seltjarnarnesbæjar vegna hliðs á girðingu í Reykjavík sem opnar gönguleið yfir lóð þeirra frá Granaskjóli 82.
    Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa falið í samráði við Reykjavíkurborg að tryggja að lóðarhafi Granaskjóls 82 ljúki frágangi þess lands sem var algróið fyrir framkvæmd. Loka skal hliði sem sett hefur verið á girðingu milli lóðanna við Granaskjól 82 og Grænumýri 6-8 .
  5. Málsnúmer: 2009090054
    Heiti máls: Hrólfsskálavör 9, kvörtun vegna reisningar smáhýsa og girðinga á lóð.
    Málsaðili: Atli Árnason
    Lýsing: Málsaðili fékk arkitekt til að lýsa í bréfi áformum um framkvæmdir á lóð sinni árið 2009 og hefur síðan framkvæmt ýmislegt á lóðinni og nú síðast byggt smáhús sem granni kvartar yfir.
    Afgreiðsla: Málsaðila skal gera nánari grein fyrir og sækja um byggingarleyfi vegna framkvæmda á húsi og lóð.
  6. Málsnúmer: 2011090072
    Heiti máls: Grunnnet almenningssamgangna og hjólastíga. Reiðhjóla og göngustígar á Seltjarnarnesi
    Lýsing: Stefán Bergmann óskar eftir að tekin verði saman gögn um stöðu og framtíðarsýn varðandi tengingu stíga á Seltjarnarnesi við stofnstíganet höfuðborgarsvæðisins.
    Afgreiðsla: Samþykkt.

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:00.

Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Hannes Rúnar Richardsson, Stefán Bergmann.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?