Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

18. september 2012
174. fundur Skipulags- og mannvirkjanefndar, þriðjudaginn 18.9.2012, kl. 16:30 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir:

Nefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Halldór Þór Halldórsson, Hannes Rúnar Richardsson, Stefán Bergmann

Áheyrnarfulltrúi: Ragnhildur Ingólfsdóttir

Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson. Fundarritari: Þórður Ólafur Búason

Umferðamál

  1. Mál.nr. 2012080019
    Heiti máls: Aðgerðir Seltjarnarnesbæjar vegna hraðatakmarkana.
    Lýsing: Stefán Eiríkur Stefánsson bæjarverkfræðingur kynnir aðgerðir og aðferðir.
    Afgreiðsla: Kynnt, nefndin óskar eftir röksemdum og gögnum sem styðja ákvörðun um staðsetningu hraðahindrana og annarra aðgerða.
  2. Mál.nr. 2011090072
    Heiti máls: Grunnnet almenningssamgangna og hjólastíga. Reiðhjóla og göngustígar á Seltjarnarnesi
    Lýsing: Stefán Eiríkur Stefánsson bæjarverkfræðingur kynnir gögn um stöðu og framtíðarsýn varðandi tengingu aðalstíga á Seltjarnarnesi við stofnstíga höfuðborgarsvæðisins.
    Afgreiðsla: Kynnt, nefndin óskar skoðunar á fyrirkomulagi aðalstígs meðfram Nesvegi.

    Skipulagsmál
  3. Mál.nr. 2010120066
    Heiti máls: Deiliskipulags Suðurstrandar og Hrólfsskálamels breyting og sameining
    Lýsing: Sameining deiliskipulagssvæða sýnd á skýringaruppdrætti og breytingar sem snerta bæði svæðin.
    Afgreiðsla: Kynnt .
  4. Mál.nr. 2012090066
    Heiti máls: Skipulagsáform Seltjarnarnesbæjar
    Lýsing: Áform um næstu skref í deiliskipulagsmálum.
    Afgreiðsla: Samþykkt, nefndin telur uppröðun ekki endanlega en vísar áformum til Fjárhags og launanefndar.

    Byggingamál umsóknir
  5. Málsnúmer: 2012080024
    Heiti máls: Skerjabraut 5A viðbygging.
    Málsaðili: Gísli Kristján Ólafsson
    Lýsing: Sótt er um leyfi til að byggja við til austurs.
    Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um að byggingarreitur verði sýndur á uppdrætti .
  6. Málsnúmer: 2012090067
    Heiti máls: Íþróttamiðstöð, skilti.
    Málsaðili: Seltjarnarnesbær
    Lýsing: Sótt um leyfi til að texti á skilti Íþróttamiðstöðvar, breytist og verði með textanum Herz-höllin/Grótta.
    Afgreiðsla: Samþykkt til tveggja ára.Nefndin hvetur aðila til að huga betur að stærð og staðsetningu skilta. Halldór Þór Halldórsson bókar eftirfarandi: Málið hefur ekki fengið þá kynningu sem nauðsynlegt er og þarf að skoða mjög vel auglýsingar einkaaðila á opinberum mannvirkjum vegna fordæmis. Einnig telur hann varhugavert að breyta nöfnum á mannvirkjum bæjarins eins og hér stendur til að gera.

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:10.

Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Hannes Rúnar Richardsson, Stefán Bergmann.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?