Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

06. nóvember 2012
177. fundur Skipulags- og mannvirkjanefndar, þriðjudaginn 6.11.2012, kl. 8:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir:

Nefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Stefán Bergmann

Ragnhildur Ingólfsdóttir áheyrnarfulltrúi

Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson. Fundarritari: Þórður Ólafur Búason

Skipulagsmál

  1. Mál.nr. 2012110022
    Heiti máls: Deiliskipulag Lambastaðahverfis
    Lýsing: Tillaga að deiliskipulagi fyrir Lambastaðahverfi, Áður samþykktar tillögur um deiliskipulag sem úrskurðanefnd úrskurðar að hafi ekki öðlast gildi og breyting sem samþykkt var vegna Skerjabrautar 1 – 3 sameinaðar í eina deiliskipulagstillögu, sem verði kynnt.
    Afgreiðsla: Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til að unnið verði í samræmi við 41. grein Skipulagslaga nr 123/2010 og bæjarstjórn láti gera lýsingu sem kynnt verði íbúum í samræmi við lögin. Nefndin telur jákvætt að lokið verði við vinnslu deilskipulagsáætlunar sbr. uppdrátt Kanon ehf. dags. 5.nóvember, 2012.

    Byggingamál
  2. Málsnúmer: 2012100049
    Heiti máls: Hrólfsskálamelur 10 - 16
    Málsaðili: Landey ehf
    Lýsing: Sótt um byggingaleyfi að byggja þriggja hæða fjölbýlishús með 31 íbúð ásamt kjallara og stækka áður byggðan bílakjallara, þar sem tæknileg framkvæmd er samkvæmt byggingarreglugerð 441/1998 en aðgengi og algild hönnun samkvæmt nýrri byggingarreglugerð 112/2012. Samtals stærðir: 5865,6 fm og 20349,2 rm.
    Afgreiðsla: Samþykkt að leiðréttum uppdráttum enda í samræmi við gildandi deiliskipulag.

    Önnur mál

    Málsnúmer:
    2012030003
    Heiti máls: Nesvegur 115 dómkvaðning vegna bótakröfu vegna tillögu um deiliskipulag sem ekki varð.
    Lýsing: Krafa eiganda og niðurstaða dómkvaddra matsmanna lögð fram til kynningar.
    Afgreiðsla: Kynnt

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 8.58.

Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Stefán Bergmann.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 09:45.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?