Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

19. febrúar 2013

183. fundur Skipulags- og mannvirkjanefndar, þriðjudaginn 19. febrúar 2013, kl. 16:15 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir:

Nefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Halldór Þór Halldórsson, Hannes Richardsson boðaði forföll, Stefán Bergmann.

Áheyrnarfulltrúi: Ragnhildur Ingólfsdóttir

Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson. Fundarritari: Þórður Ólafur Búason

Skipulagsmál

  1. Mál.nr. 2012110022
    Heiti máls: Lambastaðahverfi deiliskipulag og breyting vegna Skerjabrautar 1-3, endurauglýsing,
    Lýsing: Íbúafundir vegna lýsingar og kynningar uppdrátta og skilmála voru haldnir 10. janúar, 2013 og 14. febúar, 2013, stefnt að lögboðinni auglýsingu samkvæmt 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
    Afgreiðsla: Samþykkt að vísa til bæjarstjórnar til auglýsingar.
  2. Mál.nr. 2010120031
    Heiti máls: Vesturhverfi deiliskipulagsbreyting vegna Melabrautar 33
    Lýsing: Deiliskipulagsbreyting hefur verið auglýst að nýju eftir samþykkt bæjarstjórnar.
    Afgreiðsla: Kynnt.
  3. Mál.nr. 2012110048
    Heiti máls: Bakkahverfi deiliskipulagsbreyting vegna Miðbrautar 22
    Lýsing: Deiliskipulagsbreyting hefur verið auglýst eftir samþykkt bæjarstjórnar.
    Afgreiðsla: Kynnt.
  4. Mál.nr. 2012020029
    Heiti máls: Bygggarðar nýtt deiliskipulag.
    Lýsing: Deiliskipulagsbreyting hefur verið auglýst að nýju eftir samþykkt bæjarstjórnar.
    Afgreiðsla: Kynnt.
  5. Mál.nr. 2010120066
    Heiti máls: Suðurströnd, Hrólfsskálamelar nýtt deiliskipulag
    Lýsing: Deiliskipulagsbreyting hefur verið auglýst að nýju eftir samþykkt bæjarstjórnar.
    Afgreiðsla: Kynnt.
  6. Mál.nr. 2012080003
    Heiti máls: Vesturhverfi deiliskipulagsbreyting vegna Miðbrautar 34
    Lýsing: Deiliskipulagsbreyting hefur verið auglýst að nýju eftir samþykkt bæjarstjórnar.
    Afgreiðsla: Kynnt.

    Byggingamál
    Umsóknir
  7. Mál.nr. 2013020012
    Heiti máls: Hrólfsskálamelur 1-9 fjölbýlishúss með 28 íbúðum endurnýjuð samþykkt
    Málsaðili: Seltjarnarnesbær
    Lýsing: Sótt er um endurnýjun samþykktar áforma um byggingu fjölbýlishúss með 28 íbúðum frá 22.5.2008 og lagfæring uppdrátta vegna áorðinna breytinga á bílgeymslu vegna samþykkta annarra húsa á lóðinni.
    Afgreiðsla: Samþykkt. Áskilin lokaúttekt.
  8. Málsnúmer: 2013010082
    Heiti máls: Hrólfsskálamelur 10-18 fjölbýlishús íbúðum fækkað úr 31 í 30
    Málsaðili: Landey
    Lýsing: Sótt er um samþykkt breytinga á byggingarleyfi fyrir áðursamþykkt fjölbýlishús þar sem íbúðum fækkar úr 31 í 30
    Afgreiðsla: Samþykkt. Áskilin lokaúttekt.

    Fyrirspurnir
  9. Málsnúmer: 2013020013
    Heiti máls: Valhúsabraut 9, endurbygging grindverks
    Málsaðili: Pétur Indriðason
    Lýsing: Bréf frá eiganda sem spyr hvort reisa megi svipað áfram haldandi grindverk á lóðamörkum að nr. 11 svipað og það sem.
    Afgreiðsla: Jákvætt að uppfylltum skilyrðum.

    Önnur mál
  10. Málsnúmer: 2013020014
    Heiti máls: Valhúsabraut 9, tímabundið leyfi fyrir gám
    Málsaðili: Pétur Indriðason
    Lýsing: Bréf frá eiganda þar óskað er eftir leyfi fyrir gám sem þegar er á lóðinni til eins árs
    Afgreiðsla: Leyft að láta gám standa á lóðinni til 1. febrúar 2014 en verði þá fjarlægður.

    Umferðamál
  11. Málsnúmer: 2013020031
    Heiti máls: Tjarnarstígur umferðaöryggi
    Málsaðili: Marínó Sveinsson
    Lýsing: Bréf frá aðila sem vekur athygli á umferðaröryggi á Tjarnarstíg og ítrekar bréf sítt frá 2006 og áformum Seltjarnarnesbæjar frá þeim tíma.
    Afgreiðsla: Erindi um framkvæmd vísað til Bæjarverkfræðings

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:10.

Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Halldór Þór Halldórsson, Stefán Bergmann og Ragnhildur Ingólfsdóttir.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?