Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

16. apríl 2013

185. fundur Skipulags- og mannvirkjanefndar, þriðjudaginn 16. apríl 2013, kl. 16:15 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir:

Nefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Halldór Þór Halldórsson, Hannes Richardsson var fjarverandi, Stefán Bergmann.

Áheyrnarfulltrúi: Ragnhildur Ingólfsdóttir

Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson. Fundarritari: Þórður Ólafur Búason

Skipulagsmál

 1. Mál.nr. 2013020052
  Heiti máls: Deiliskipulag Bygggarðar endurauglýsing
  Lýsing: Auglýsingu á deiliskipulagi fyrir Bygggarða lokið og bárust athugasemdir frá Sigurði Þorsteinssyni og Kristínu Jónsdóttur sem varðar götur utan skipulagssvæðis, frá Ívari Ívarssyni ábending um stofnana svæði, frá Þór Sigurgeirssyni og Hirti Nielsen um byggingamagn og húshæðir sem fjallað var um í samkomulagi bæjarins við stærsta landeiganda og lýsingu þegar áform voru kynnt, frá Stefáni Bergmann og Ragnhildi Ingólfsdóttur um byggingamagn, yfirbragð og endurskoðun samnings við landeiganda.
  Afgreiðsla: Skipulagsstjóra falið að vinna drög að svörum við innsendar athugasemdir.
 2. Mál.nr. 2012080003
  Heiti máls:

  Deiliskipulag Bygggarðar endurauglýsing


  Málsaðili: Árný Davíðsdóttir
  Lýsing: Umsókn, sem auglýst var, fjallaði um að breyta deiliskipulagsskilmálum frá að vera um hús á einni hæð og leyfa hálfa hæð undir valmaþaki ofan á húsið að Miðbraut 34. Auglýsingu er lokið og kom athugasemd frá lögfræðistofunni Draupni fyrir hönd flestra eigenda á Melabraut 29 til 34 og á Miðbraut 36 um að hækkun yki skuggavarp á lóð og byrgði útsýn.
  Afgreiðsla: Frestað þar til frekari gögn liggja fyrir.
 3. Mál.nr. 2010120066
  Heiti máls: Deiliskipulag Suðurstrandar og Hrólfsskálamels endurauglýsing
  Lýsing: Umsókn sem auglýst var fjallaði um að sameina deiliskipulag Suðurstrandar og Hrólfsskálamels ásamt stækkun byggingreits fyrir íþróttamiðstöð og hliðrun á gögnustígum. Engar athugasemdir bárust.
  Afgreiðsla: Samþykkt að senda til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 4. Mál.nr. 2010120031
  Heiti máls: Vesturhverfi deiliskipulagsbreyting fyrir Melabraut 33, endurauglýsing
  Málsaðili: Jón Gunnar Hjálmarsson
  Lýsing: Umsókn sem auglýst var fjallaði um að breyta deiliskipulagsskilmálum Vesturhverfis vegna stækkunar á byggingareit til norðurs fyrir Melabraut 33. Engar athugasemdir bárust.
  Afgreiðsla: Samþykkt að senda til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 5. Mál.nr. 2012110048
  Heiti máls: Bakkahverfi deiliskipulagsbreyting fyrir Miðbraut 22, endurauglýsing
  Málsaðili: Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir
  Lýsing: Umsókn sem auglýst var fjallaði um að breyta deiliskipulagsskilmálum Bakkahverfis vegna stækkunar á byggingareit til norðurs fyrir Miðbraut 22. Engar athugasemdir bárust.
  Afgreiðsla: Samþykkt að senda til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 6. Mál.nr. 2013040033
  Heiti máls: Aðalskipulag á Seltjarnarnesi, umhverfis og samgöngumál
  Lýsing: Áform um aðalskipulagsvinnu á Seltjarnarnesi um umhverfismál og þróun í samgöngumálum
  Afgreiðsla: Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði vinnuhópur til að fjalla um reiðhjóla- og göngustíga á Seltjarnarnesi.
 7. Mál.nr. 2012090066
  Heiti máls: Deiliskipulagsvinna á Seltjarnarnesi,
  Lýsing: Áform um deiliskipulagsvinnu á Seltjarnarnesi og þróun verkefna.
  Tvö verkefni um deiliskipulag eru að hefjast og 7 verkefni eru í undirbúningi.
  Afgreiðsla: Tillaga til bæjarstjórnar: Skipulagsnefnd leggur til að deiliskipulag Valhúsahæðar og Bakkagarðs verði í forgangi.
 8. Mál.nr. 2013030009
  Heiti máls: Forval skipulagsráðgjafa
  Lýsing: Seltjarnarnesbær hefur auglýst eftir áhugasömum deiliskipulagsráðgjöfum og 15 áhugasöm fyrirtæki hafa skilað inn erindi.
  Afgreiðsla: Kynnt.
 9. Mál.nr. 2013030012
  Heiti máls: Aðalskipulagi Reykjavíkur, breyting, lýsing vegna Mýrargötu/Geirsgötu
  Lýsing: Umsögn um verkefnislýsingu breytingar vegna Mýrargötu-Geirsgötu
  Afgreiðsla: Skipulags- og Mannvirkjanefnd er einróma sammála um svohljóðandi bókun: Mörgum spurningum er enn ósvarað varðandi umhverfi Hringbrautar og hins nýja Landspítala og því frekar eftir að Holtsgöng hafa verið felld út úr áður kynntu Svæðisskipulagi þykir okkur freklega að okkur þrengt með þeim áformum sem nú eru uppi í skipulagi Mýrargötu. Erfitt er að sjá hvernig þær samgönguæðar sem hafa mesta þýðingu fyrir íbúa Seltjarnarnes eiga að geta sinnt þeirri umferð sem fyrirsjáanleg er í framtíðinni. Á þetta bæði við venjulegar aðstæður og einnig ef upp kemur ástand sem krefst skjótrar hóprýmingar. Skipulagsnefnd Seltjarnarnesbæjar leggst því eindregið gegn þeim fyriráætlunum sem nú eru uppi um þrengingu umferðar um Mýrar- og Geirsgötu og hvetur skipulagsyfirvöld Reykjavíkurborgar til að koma með raunhæfar lausnir á þeim umferðarvanda sem augljóslega blasir við á þessu svæði.

  Byggingamál

  Umsóknir
 10. Mál.nr. 2013030018
  Heiti máls: Víkurströnd 9 einbýlishús útlitsbreyting og gerð grein fyrir neðri hæð.
  Málsaðili: Þorkell Bjarnason
  Lýsing: Umsókn og teikning frá Garðari Guðnasyni dregin til baka og lögð fram ný teikning frá Marvin Ívarssyni sem gerir grein fyrir sömu breytingum og áður á efri hæð og sýnir stækkun neðri hæðar frá samþykktum aðalteikningum sem gerð var þegar húsið var byggt og tilkynnt FMR í upphafi.
  Afgreiðsla: Samþykkt, áskilin lokaúttekt. Grenndaráhrif óveruleg.
 11. Mál.nr. 2012060087
  Heiti máls: Borholuhús við Bygggarða, endurbygging.
  Lýsing: Umsókn lögð fram að nýju eftir frestun 20.11.2012 eftir samráð við skipulagshönnuð. Endurbygging borholuhúss við Bygggarða og óveruleg stækkun frá fyrri samþykkt vegna dreifistöðvar .
  Afgreiðsla: Samþykkt, lokaúttekt áskilin.
 12. Málsnúmer: 2013040027
  Heiti máls: Miðbraut 2 breytt eignamörk á neðstu hæð
  Málsaðili: Sigríður Sigmarsdóttir
  Lýsing: Sótt um áðurgerðar breytingar á eignamörkum á neðstu hæð vegna afgreiðslu eignaskiptasamnings.
  Afgreiðsla: Samþykkt, lokaúttekt áskilin.
 13. Málsnúmer: 2013030025
  Heiti máls: Hrólfsskálamelur 2-8, reyndarteikningar eftir lokaúttekt
  Lýsing: Sótt um breytingu á eldvarnarmerkingum eftir athugasemdir við lokaúttekt.
  Afgreiðsla: Samþykkt, áskilin lokaúttekt.

  Önnur mál

 14. Málsnúmer: 2013040014
  Málsaðili: Eiður Eiðsson
  Heiti máls: Fyrirspurn Eiðs Eiðssonar um umferðarmál og fleira til Skipulagsnefndar
  Afgreiðsla: Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar erindið og vísar því til bæjarverkfræðings til úrlausnar 

  Fundargerð upplesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18.20.

Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Stefán Bergmann og Ragnhildur Ingólfsdóttir.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?