Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

14. maí 2013

186. fundur Skipulags- og mannvirkjanefndar, þriðjudaginn 14.5.2013, kl.16:15 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi. 

Boðaðir:

Nefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Friðrik Friðriksson mætti ekki, Halldór Þór Halldórsson, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Bergmann boðaði forföll.

Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson            Fundarritari: Þórður Ólafur Búason

 

Skipulagsmál

 1. Mál.nr. 2013020052
  Heiti máls: Deiliskipulag Bygggarðasvæði endurauglýsing
  Lýsing: Drög skipulagsstjóra að svörum við athugasemdum við auglýsingu deiliskipulags íbúðabyggðar á Bygggarðasvæði sem lagðar voru fram á á 185. fundi.
  Afgreiðsla:  Kynnt og skipulagsstjóra falið að ljúka við drög að svörum.
 1. Mál.nr. 2012080003
  Heiti máls: Deiliskipulag Vesturhverfis breyting vegna áforma um hækkun á þaki hússins að Miðbraut 34.
  Málsaðili: Árný Davíðsdóttir
  Lýsing:  Til að mæta athugasemdum sem lagðar voru fram á 185. fundi, og ósk nefndar um öflun frekari gagna hefur skipulagsstjóri á fundi með fulltrúa umsækjanda móttekið beiðni um að fá að setja upp létta grind með útlínum þakhækkunar til að skýra erindi sitt betur.
  Afgreiðsla:  Nefndin felst á beiði umsækjanda og mun síðan meta grenndaráhrif af  uppsetningu á staðnum.
 1. Mál.nr: 2012110022
  Heiti máls: Deiliskipulag Lambastaðahverfis endurauglýsing
  Lýsing: Deiliskipulag Lambastaðahverfis var auglýst frá 4. mars til 26 apríl, 2013. Tólf athugsemdir bárust frá sautján aðilum sem voru eftirtaldir:
  Valgerður Hjaltested, Gestur Einarsson, Ingibjörg Ósk Jónsdóttir, Ólafur Gunnarsson, Anna Þórunn Sveinsdóttir, Albert Guðmundsson, Guðmundur Magnússon, Friðjón Magnússon,  Jón Gústafsson, Karolína Lewicka, Sigrún Guðmundsdóttir, Guðlaugur Örn Þorsteinsson, Högna Sigurðardóttir, Pétur Orri Þórðarson, Sjöfn Guðmundsdóttir, Guðni Þórðarson, Sigurður Kristinsson.
  Að auki barst umsögn með athugasemd frá Reykjavíkurborg.
  Afgreiðsla:  Kynnt.Skipulagsstjóra falið að semja drög að svörum..
 2. Mál.nr: 2013040037
  Heiti máls:  Bolalda, æfingarsvæði, umsagnarbeiðni
  Málsaðili: Skipulagsstofnun
  Lýsing:  Óskað er eftir að Seltjarnarneskaupsstaður gefi umsögn um hvort framkvæmd við æfingarsvæði skuli háð umhverfismati en svæðið er ( á fjarsvæði við vatnsvinnslusvæða höfuðborgarsvæðisins ) í grennd við afréttarland Seltjarnarneskaupstaðar.
  Afgreiðsla:  Nefndin telur í ljósi nýlegs óhapps í grenndinni við flutning eldsneytis að óska eigi umhverfismats vegna áforma um mjög tíðar ferðir vélknúinna ökutækja á þessu svæði.
  Nefndin bendir á að yfirlitsbetri gögn, sem sýna gjörla á  uppdrætti, svæðið og  afstöðu til hinna ýmsu grannsvæða, vantar.
 3. Mál.nr: 2004100013
  Heiti máls  Við Ráðagerði. hugmynd um þjónustuhús fyrir Seltjarnarnes
  Málsaðili: Bjarni Geir Alfreðsson
  Lýsing:  Óskað er eftir afstöðu Seltjarnarnesbæjar til hugmynda um þjónustuhús á vestursvæði Seltjarnarness vestan Ráðagerðis. Áður kynnt á 57. fundi nefndarinnar hinn 13. janúar,  2005.
  Afgreiðsla:  Kynnt.

  Byggingamál
  Umsókn
 4. Mál.nr: 2013050023
  Heiti máls: Miðbraut 29, bygging sólstofu.
  Málsaðili: Sigurgeir Sigurðsson
  Lýsing: Sótt er um byggingarleyfi vegna áforma um að endurbyggja áðurgerða timbursólstofu úr breyttum efnum, plasti, stáli og gleri.
  Afgreiðsla:  Samþykk. Samræmist deiliskipulagi. Lokaúttekt áskilin.

  Fyrirspurnir
 5. Mál.nr. 2013050010
  Heiti máls: Tjarnarmýri 8. Fyrirspurn um sólpall og heitan pott.
  Málsaðili: Guðný Aðalsteinsdóttir
  Lýsing: Spurt er  hvort leyft yrði að stækka áðurgerðan sólpall og setja þar einnig heita setlaug.
  Afgreiðsla:  Jákvætt enda verði sótt um byggingarleyfi.
 1. Mál.nr. 2013050016
  Heiti máls: Björk við Bollagarða 18. Skráning í Þjóðskrá.
  Málsaðili: Anna Kristín Kristinsdóttir
  Lýsing: Ósk um að skráning heimilisfangs í Þjóðskrá verði Björk við Bollagarða 18.
  Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa falið að leita eftir afstöðu Þjóðskrár til erindisins.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:23

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Anna Margrét Hauksdóttir (sign)

Halldór Þór Halldórsson (sign), Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?