Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

23. júlí 2013

189. fundur Skipulags- og mannvirkjanefndar, þriðjudaginn 23. júlí, 2013, kl.16:15 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Boðaðir:

Nefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Friðrik Friðriksson mætti ekki, Halldór Þór Halldórsson, Stefán Bergmann. Áheyrnarfulltrúi: Ragnhildur Ingólfsdóttir,

Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi

Stefán Eiríkur Stefánsson bæjarverkfræðingur

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson            Fundarritari: Þórður Ólafur Búason

Umferðamál

 1. Mál.nr:  2012100073
  Heiti máls: Kortlagning hávaða innan sveitarfélagsins,.
  Lýsing:  Bæjarverkfræðingur Stefán Eiríkur Stefánsson kynnir tillögu að aðgerðaáætlun gegn hávaða
  Afgreiðsla:   Nefndin leggur til að bæjarstjórn auglýsi framlagða tillögu að aðgerðaráætlun gegn hávaða.

  Skipulagsmál
 2. Mál.nr. 2013070017
  Heiti máls: Deiliskipulag Bakkahverfis umsókn um breytingu v/Unnarbrautar 20
  Málsaðili: Kristín G Gunnlaugsdóttir
  Lýsing:  Sótt er um deiliskipulagsbreytingu í Bakkahverfi vegna Unnarbrautar 20 til stækkunar á byggingarreit um ca 25 fm.
  Afgreiðsla:   Samþykkt að beina því til bæjarstjórnar að deiliskipulagstillagan verði auglýst samkvæmt 1. málsgrein 43.greinar Skipulagslaga nr.123/2010.
 3. Mál.nr. 2013060013
  Heiti máls: Nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, lýsing
  Málsaðili: Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
  Lýsing:  Til umsagnar er Verkefnislýsing fyrir nýtt Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins
  Afgreiðsla:   Nefndin telur nauðsynlegt að benda á að taka þarf tillit til hagsmuna Seltjarnarnesbæjar vegna afréttarsvæðis Seltjarnarneshrepps hins forna.
  Einnig þarf að taka tillit til mats á afleiðingum breytinga skipulags á höfuðborgarsvæðinu sem rýrt geta gæði samgönguleiða að og frá Seltjarnarnesi um höfuðborgarsvæðið í daglegri umferð.
  Sömuleiðis þarf að taka tillit til mats á áhrifum nefndra skipulagsbreytinga á rýmingarleiðir í neyðartilvikum og minnt er á bókanir fulltrúa Seltjarnarnesbæjar í Svæðisskipulagsnefnd Höfuðborgarsvæðisins þar um .
  Nefndin felur skipulagsstjóra að orða nánar ábendingar um fyrrgreind atriði í umsögn um verklýsinguna ásamt tilvísun í áður innsendar ábendingar og athugasemdir við skipulagsáform í Reykjavík og Kópavogi og umræður um þau á fyrri fundum nefndarinnar.
 4. Mál.nr: 2013070018
  Heiti máls: Deiliskipulag auglýst í Ölfusi fyrir akstursíþróttasvæði við Bolaöldu
  Málsaðili: Sveitarfélagið Ölfus
  Lýsing: Sveitarfélagið Ölfus kynnir tilllögu að deiliskipulagi fyrir aksturskennslusvæði og vélhjólaakstursbrautir við Bolaöldur.
  Afgreiðsla:   Nefndin felur skipulagsstjóra að ítreka áhyggjur af mengun og utansvæðisakstri.
 5. Mál.nr: 2013070019
  Heiti máls:  Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík vegna niðurfellingar Mýrargötustokks og gatnamóta Geirsgötu og Kalkofnsvegar
  Málsaðili: Reykjavíkurborg, Umhverfis- og skipulagssvið
  Lýsing:  Auglýsing Reykjavíkurborgar á breyttu aðalskipulagi vegna niðurfellingar Mýrargötustokks og gatnamóta Geirsgötu og Kalkofnsvegar
  Afgreiðsla:  Nefndin felur skipulagsstjóra að ítreka fyrri athugasemdir og rök.

  Byggingamál
  Umsóknir
 6. Mál.nr: 2013070015
  Heiti máls: Melabraut 33, umsókn um stækkun húss
  Málsaðili: Jón Gunnsteinn Hjálmarsson
  Lýsing:  Sótt er um stækkun hússins að Melabraut 33 um 47 fm.
  Afgreiðsla:  Samþykkt, samræmist deiliskipulagsskilmálum. Lokaúttekt.áskilin.
 7. Mál.nr: 2013060044
  Heiti máls: Miðbraut 22, umsókn um stækkun húss.
  Málsaðili: Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir
  Lýsing: Sótt er um byggingarleyfi fyrir 35 fm stækkun hússins að Miðbraut 22 vegna áforma um stækkun glugga, gerð svala og fleira.
  Afgreiðsla:  Samþykkt, samræmist deiliskipulagsskilmálum. Lokaúttekt áskilin.
 1. Mál.nr: 2013060034
  Heiti máls: Bollagarðar 1-7 leiðrétting skráningar.
  Málsaðili: Theódóra Gísladóttir og fleiri
  Lýsing: Sótt um byggingarleyfi vegna leiðréttrar skráningar á stærðum húsanna 1-7 sem byggð voru við Bollagarða á lóðinni Bollagarðar 1-41
  Afgreiðsla:  Samþykkt. Lokaúttekt áskilin.

  Fyrirspurnir
 1. Mál.nr. 2013070020
  Heiti máls: Austurströnd 3 fyrirspurn um gististað
  Málsaðili: Fiskafurðir útgerð ehf
  Lýsing: Spurt er  hvort leyft yrði að breyta notkun fasteigna í húsinu að Austurströnd 3 sem eru íbúð og skrifstofur í gististað.
  Afgreiðsla:  Málið tekið til skoðunar afgreiðslu frestað.
 1. Mál.nr. 2013070001
  Heiti máls: Lambastaðabraut 1 fyrirspurn um breytta notkun fasteignar.
  Málsaðili: Ríkhardur Valtingojer
  Lýsing: Spurt er  hvort leyft yrði að breyta notkun fasteignar í húsinu að Lambastaðabraut 1 sem er atvinnuhúsnæði í íbúð.  
  Afgreiðsla:  Neikvætt, samræmist ekki deiliskipulagi.
 1. Mál.nr. 2013070021
  Heiti máls: Valhúsabraut 29 fyrirspurn um svalir
  Málsaðili: Magnús Ó Óskarsson
  Lýsing: Spurt hvort setja megi svalir á húsið að Valhúsabraut 29 samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
  Afgreiðsla:  Samræmist deiliskipulagi, en svalir þurfa að falla betur að útliti hússins.

  Önnur mál
 1. Mál.nr. 2013070002
  Heiti máls: Nesbali, Göngustígur
  Málsaðili: Gunnar Kr. Gunnarsson
  Lýsing: Spurt um fyrirætlanir bæjarins um stíga um Nesbala.        
  Afgreiðsla:  Erindinu vísað til  deiliskipulagsvinnu í hverfinu og til vinnuhóps um merkingu gönguleiða á Seltjarnarnesi .
 1. Mál.nr. 2012090083
  Heiti máls: Bollagarðar stígar og umferðaöryggi
  Málsaðili: Gunnar G Gunnarsson
  Lýsing: Spurt um stíga sem aðalteikningar húsa við Bollagarða 1-41 sýnir á lóð.
  Afgreiðsla:  Erindinu vísað til deiliskipulagsvinnu í hverfinu.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.19.45.

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Anna Margrét Hauksdóttir (sign), Halldór Þór Halldórsson (sign), Stefán Bergmann (sign),

Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?