Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

17. september 2013

1. fundur Skipulags- og umferðanefndar, þriðjudaginn 17. september, 2013, kl.16:15 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Boðaðir:

Nefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Friðrik Friðriksson mætti ekki, Halldór Þór Halldórsson, Stefán Bergmann. Áheyrnarfulltrúar: Ragnhildur Ingólfsdóttir, Egill Jóhannesson, Steinn Arnar Kjartansson

Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson            Fundarritari: Þórður Ólafur Búason

Samgöngumál

 1. Mál.nr:  2013090070
  Heiti máls: Stígar í Reykjavík að bæjarmörkum Seltjarnarness.
  Lýsing:  Tillaga umhverfis- og skipulagssviðs í Reykjavík um 3m breiðum stíg að Nesvegi með Sörlaskjóli nær sjónum.
  Tillagan sýnir að óskað er eftir að Seltjarnarnes leggi til ca 30 fm á kafla í beygju við Nesvegi 101, þar sem kantsteinn akbrautar Sörlaskjóls liggur aðeins 2m frá  Borgar-/bæjarmörkum.
  Afgreiðsla:   Kynnt.

  Skipulagsmál
 2. Mál.nr. 2013060013
  Heiti máls: Nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, lýsing
  Málsaðili: Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
  Lýsing:  Til umsagnar er Verkefnislýsing fyrir nýtt Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins
  Afgreiðsla: Nefndin leggur til að bæjarstjórn afgreiði  lýsingu verkefnis með ábendingu sbr. bókun á 189. fundi Skipulags- og mannvirkjanefndar sem hljóðar þannig: Nefndin telur nauðsynlegt að benda á að taka þarf tillit til hagsmuna Seltjarnarnesbæjar vegna afréttarsvæðis Seltjarnarneshrepps hins forna.Einnig þarf að taka tillit til mats á afleiðingum breytinga skipulags á höfuðborgarsvæðinu sem rýrt geta gæði samgönguleiða að og frá Seltjarnarnesi um höfuðborgarsvæðið í daglegri umferð. Sömuleiðis þarf að taka tillit til mats á áhrifum nefndra skipulagsbreytinga á rýmingarleiðir í neyðartilvikum og minnt er á bókanir fulltrúa Seltjarnarnesbæjar í Svæðisskipulagsnefnd Höfuðborgarsvæðisins þar um. Nefndin felur skipulagsstjóra að orða nánar ábendingar um fyrrgreind atriði í umsögn um verklýsinguna ásamt tilvísun í áður innsendar ábendingar og athugasemdir við skipulagsáform í Reykjavík og Kópavogi og umræður um þau á fyrri fundum nefndarinnar. .
 3. Mál.nr: 2013090042
  Heiti máls: Sandskeið, svifflugsaðstaða
  Málsaðili: Svifflugfélag Íslands
  Lýsing: Sandskeið.  Ósk um afgreiðslu Seltjarnarness á áformum um stöðuleyfi færanlegra bygginga.
  Afgreiðsla:   Nefndin minnir á að svæðið er afréttur Seltjarnarneshrepps hinns forna og leggst því ekki gegn áformum um að stöðuleyfi verði veitt.
 4. Mál.nr: 2013070019
  Heiti máls:  Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík vegna niðurfellingar Mýrargötustokks og gatnamóta Geirsgötu og Kalkofnsvegar
  Málsaðili: Reykjavíkurborg, Umhverfis- og skipulagssvið
  Lýsing:  Auglýsing Reykjavíkurborgar á breyttu aðalskipulagi vegna niðurfellingar Mýrargötustokks og gatnamóta Geirsgötu og Kalkofnsvegar
  Afgreiðsla:  Bókun frá 189. fundi Skipulags- og mannvirkjanefndar sem hljóðar þannig ítrekuð: Nefndin felur skipulagsstjóra að ítreka fyrri athugasemdir og rök.
 5. Mál.nr: 2013060016
  Heiti máls Deiliskipulag Vestursvæðis, hjúkrunarheimili
  Lýsing:  Samþykkt bæjarstjórnar á Seltjarnarness á staðsetningu hjúkrunarheimilis á Vestursvæðinu.
  Afgreiðsla:  Nefndin bendir á að brýnt er að hagsmunir nærliggjandi íbúa/hagsmunaaðila séu hafðir að leiðarljósi við nánari athugun á staðsetningu hjúkrunarheimilis og að íbúa / hagsmunaaðilakynnig á þeim fari fram hið fyrsta.

  Bókun Ragnhildar Ingólfsdóttur fulltrúa Neslistans vegna hlutverks Skipuags- og mannvirkjanefndar: Ég geri athugasemd við hve oft skipulag- og mannvirkja nefnd er sniðgengin áður en ákvarðanir í skipulagsmálum eru teknar í bæjarstjórn þrátt fyrir að hlutverk hennar sé samkvæmt erindisbréfi að móta stefnu og vera bæjarstjórn til ráðgjafar í byggingar-, skipulags-, umferðar- og hafnarmálum Sveitarfélagsins.
  Dæmi um þetta er ákvörðun bæjarstjórnar um breytta staðsetningu hjúkrunarheimilis án aðkomu nefndarinnar. Sama máli gegnir um framkvæmdir við höfnina og á Valhúsahæð. Í allar þessar framkvæmdir var ráðist án þess að skipulags- og mannvirkjanefnd fengi tækifæri til þess að fjalla um þær áður og rækja þannig stefnumótunar- og ráðgjafarhlutverk sitt eins og það er skilgreint í erindisbréfi nefndarinnar. Nú liggur fyrir að ráðist verði í framkvæmdir við stækkun fimleikahússins. Þeirri framkvæmd fagna ég en kalla eftir kynningu og umfjöllun um það verkefni í nefndinni áður en í það verður ráðist. Einnig vil ég minna á að Neslistinn hefur barist í mörg ár fyrir þessum breytingum, sem hafa tekið allt of langan tíma. Sjá áður gerðar bókanir

  Byggingamál

  Umsóknir
 6. Mál.nr: 2013080011
  Heiti máls: Nesbali 8, umsókn um svalalokun
  Málsaðili: Ágúst Fjeldsted
  Lýsing:  Sótt er um svalalokun á 2. hæð hússins að Nesbala 8
  Afgreiðsla:  Samþykkt með skilyrði um samþykki meðeigenda á lóð. Lokaúttekt.áskilin.

  Fyrirspurnir

 7. Mál.nr. 2013090071
  Heiti máls: Hrólfsskálamelur 10-18 breyting og hliðrun
  Málsaðili: Tenór ehf.
  Lýsing: Spurt er  hvort leyft yrði að breyta húsinu að Hrólfsskálamel 10-18 samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum vegna tilfærslu.
  Afgreiðsla:  Jákvætt,  enda verði sótt um deiliskipulagsbreytingu og byggingarleyfi.

  Önnur mál

 8. Mál.nr. 2013090028
  Heiti máls: Sæbraut, aðgengi að fjörunni
  Málsaðili: Þór Arnarson
  Lýsing: Spurt um fyrirætlanir bæjarins um auðveldara aðgengi að fjöru við Sæbraut.
  Afgreiðsla:  Nefndin vísar erindinu til væntanlegrar deiliskipulagsvinnu.

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.18.45.

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Anna Margrét Hauksdóttir (sign), Halldór Þór Halldórsson (sign), Stefán Bergmann (sign),

Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?