Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

18. febrúar 2014

6. fundur Skipulags- og umferðanefndar, miðvikudaginn 18. febrúar, 2014, kl.16:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

 

Boðaðir: Nefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Friðrik Friðriksson mætti ekki, Halldór Þór Halldórsson, Stefán Bergmann. Áheyrnarfulltrúi: Ragnhildur Ingólfsdóttir. Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson            Fundarritari: Þórður Ólafur Búason

 

Skipulagsmál

 

  1. Mál.nr. 2013050030

Heiti máls: Deiliskipulag Kolbeinsstaðamýri

Lýsing:  Deiliskipulag Kolbeinsstaðamýri, Páll Gunnlaugsson arkitekt hjá ASK kynnir drög að deiliskipulagstillögu.

Afgreiðsla:  Kynnt og skipulagshönnuði falið að gera breytingar í samræmi við umræður á fundinum.

 

2.      Mál.nr: 2013120072

Heiti máls: Deiliskipulag Melshúsatún, Hrólfsskálavör og Steinavör

Lýsing: Deiliskipulag Melshúsatún, Hrólfsskálavör og Steinavör lýsing til verkefnis lögð fram .

Afgreiðsla:  Kynnt og skipulagshönnuði falið að bæta  við markmið  ákvæði um óbreytt byggðamynstur og bæta við kafla um tímaáætlun. Í síðustu málsgrein kafla um kvaðir verði tekin út orðin “vestan lóðanna”og í stað þeirra komi “í hluta hverfisins”. Kannað verði hvort aðrar kvaðir finnist um hverfið. Lýsingin þannig samþykkt með þremur atkvæðum gegn einu og send til bæjarstjórnar.

            Halldór Þór Halldórsson lagði fram eftirfarandi bókun:

Á fundinum kom fram að væntanlega liggja fyrir frekari kvaðir, samþykktir eða samningar um hverfið sem þyrfti að athuga hvort finnist í gögnum bæjarins eða á öðrum stöðum áður en málinu verður fram haldið.

 

3.      Mál.nr: 2013090042

Heiti máls: Sandskeið aðstaða Svifflugfélags áform um bætta aðstöðu

Lýsing:  Afrit bréfs frá umferðastofu um stöðu erindis Svifflugfélags um flutning eininga upp á Sandskeið.

Afgreiðsla:  Lagt fram og nefndin leggur til að Bæjarráð kanni réttarstöðu Seltjarnarness á svæðinu.

 

Byggingamál kynnt

 

4.      Byggingamálaafgreiðslur byggingarfulltrúa:

2014020042 Sólbraut 10 Gluggi á suðurhlið og raunteikningar eftir fyrri breytingar.

 

Önnur mál

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:53.

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Anna Margrét Hauksdóttir (sign), Halldór Þór Halldórsson (sign), Stefán Bergmann (sign), Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?