Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

11. mars 2014

7. fundur Skipulags- og umferðanefndar, miðvikudaginn 11. mars, 2014, kl.8:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Boðaðir: Nefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Friðrik Friðriksson, Halldór Þór Halldórsson, Stefán Bergmann. Áheyrnarfulltrúi: Ragnhildur Ingólfsdóttir boðaði fjarvistir. Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson            Fundarritari: Þórður Ólafur Búason

Skipulagsmál

  1. Mál.nr. 2014020038
    Heiti máls: Framkvæmdaleyfi vegna haugsetningar stórgrýtis við Bygggarðatanga
    Lýsing:  Haugsetning stórgrýtis vegna sjóvarna um væntanlega borholu ca 100 m frá landi.
    Afgreiðsla:  Formaður lagði fram tillögu um heimild skipulagsfulltrúa til að gefa út takmarkað framkvæmaleyfi sem miðast við haugsetningu allt að 40 000 rm stórgrýtis á allt að 5500 fm svæði vestan Bygggarðstanga.Gæta þarf sérstaklega að forn- og náttúruminjum við nánari útfærslu haugsvæðis. Tillagan samþykkt með öllum atkvæðum viðstaddra.

    Stefán Bergmann lagði fram eftirfarandi bókun:

    Seltjarnarnesbær er að undirbúa  borun nýrrar borholu til öflunar heits vatns. Hún virðist eiga að vera í sjó beint undan borholu SN 12 (Hitaveituhús og hákarlaskúr) við Bygggarða. Fram hafa komið upplýsingar um stöðu heitavatnsöflunar og gerð grein fyrir þörf fyrir heitt vatn einkum vegna nýrrar byggðar við Bygggarða. Staða málsins virðist vera eftirfarandi:
    Jarðhitaskýrsla var gefin út þar sem eru ábendingar höfundar um tilraunaborun áður en kemur til frekari  borunar til að kanna hugmyndir um staðsetningu hennar og jafnframt  frekari  jarðfræði -rannsóknir, en niðurstaða þeirra hefur ekki verið kynnt. Nefnt er að ný borhola yrði mögulega á landfyllingu eða skáhola frá ströndinni. Í bréfum embættismanna vegna málsins segir að tilraunaborun fari hugsanlega fram í sumar eða innan einhverra  ára.
    Það virðist vanta nánari hugmyndir um hvernig tilraunahola yrði gerð og hvað þarf til að hægt sé að bora hana. Hvers konar sjóvarnir og landfyllingu þarf til.
    Í béfi skipulagsstjóra  til skipulags- og umferðarnefndar  ds. 7.03.2014 stendur eftirfarandi: „ Þá eru fáar staðsetningar til geymslu á slíku efni í sveitarfélaginu. Sú tillaga hefur því komið upp að setja efnið strax niður,haugsetja efnið við Bygggarðstanga. Verði ekki af borun holunnar verður efnið nýtt í sjóvarnir á næstu árum.“
    Fram hafa komið hugmyndir að þörf sé á 100-200m landfyllingu frá ströndinni með borplani á enda. Og farið hefur verið fram á leyfi til haugsetningar 40000 m3 af grjóti við ströndina.
    Umsagnir  eftirlitsstofnana bera með sér að þær hafa ekki heildarmynd af þessum framkvæmdum . Þær setja fram leiðbeiningar og taka varfærnislega afstöðu  vegna sjónmengunar, hugsanlega efnamengunar fyllingarefna, hönnunar landfyllingar og breytinga á sjólagi við ströndina, endurheimt strandar og lífríkis, stöðu svæðisins á náttúruminjaskrá og þröngan tímafrest til endurheimtar. Einnig er bent á reynslumikla aðila til samstarfs. Ljóst er að aðilar eru ekki að samþykkja stórfelldar aðgerðir á þessu stigi máls.Í skipulags –og umferðarnefnd hefur staða svæðisins verið kynnt, bent á legu þess og fegurð, á fornminjar og tengsl  þess við sögu og strandmenningu.
    Beiðnin sem hér liggur fyrir er ekki skýr og gefur tilefni til eftirfarandi spurninga:
    Er hún fyrst og fremst um geymslu fyllingarefnis til ótiltekins tíma?
    Er hún til að gera tilraunaborun mögulega- hvað þarft til?
    Er hún um uppfyllingu 100 - 200m frá ströndinni?
    Hvað hafa nýjustu jarðfræðirannsóknir leitt í ljós? Koma fleiri svæði til greina til borunar?
  2. Mál.nr: 2014010048
    Heiti máls: Nesklúbbur framkvæmdir í tilefni af afmæli
    Lýsing: Bréf Nesklúbbsins til bæjarstjórnar um framkvæmdir í tilefni af afmæli þeirra.
    Afgreiðsla:  Kynnt, skipulagsstjóra falið að svara erindinu. Minnt er á að ferill     skipulagsákvarðana einkennist af fjölþættu mati á möguleikum og hlutverki svæða og á almanna hagsmunum.

 

Fundargerð lesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 9:27.

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Anna Margrét Hauksdóttir (sign), Friðrik Friðriksson (sign), Halldór Þór Halldórsson (sign), Stefán Bergmann (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?