Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

08. apríl 2014

8. fundur Skipulags- og umferðanefndar, þriðjudaginn 8. apríl, 2014, kl. 16:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

 

Mættir: Nefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Friðrik Friðriksson  mætti ekki, Halldór Þór Halldórsson, Stefán Bergmann.

Áheyrnarfulltrúi: Ragnhildur Ingólfsdóttir boðaði forföll.

Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson           

Fundarritari: Þórður Ólafur Búason

 

Skipulagsmál

  1. Mál.nr. 2013050030
    Heiti máls: Deiliskipulag Kolbeinsstaðamýri
    Lýsing:  Deiliskipulagstilllögur vegna Kolbeinsstaðamýri lagðar fram að fengnum ábendingum nefndarinnar og breytingum sem unnar hafa verið í framhaldi.
    Afgreiðsla:  Samþykkt með 3 atkvæðum, en Stefán Bergmann sat hjá, að gerðum ákveðnum breytingum og vísað til Bæjarstjórnar til ákvörðunar um auglýsingu tillögu um deiliskipulag .
  1. Mál.nr. 2013060013
    Heiti máls: Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðis 2015-2040
    Lýsing:  Kynning Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðis á vinnslustigi, Hrafnkell Proppé  mætir á fundinn og kynnir efnið.
    Afgreiðsla:  Kynnt.
  1. Mál.nr. 2014040008
    Heiti máls: Melabraut 19 umsókn um breytingu verslunar í íbúðir
    Málsaðili:  Langhólmi ehf
    Lýsing:  Melabraut 19 byggingarleyfisumsókn um breytingu verslunar í 4 íbúðir,  byggingarfulltrúi óskar umsagnar Skipulags- og umferðanefndar um erindið og ákvörðunar um grenndarkynningu eða deiliskipulagsbreytingu eftir því sem við á.
    Afgreiðsla:  Frestað milli funda .
  1. Mál.nr. 2014030035
    Heiti máls: Austurströnd 4, fyrirspurn um breytingu atvinnuhúsnæðis í íbúð
    Málsaðili:  Ingibjörg Kristín Dalberg, Eignarhæð ehf.
    Lýsing:  Austurströnd 4, fyrirspurn til byggingarfulltrúa um breytingu atvinnuhúsnæðis í íbúð.
    Afgreiðsla:  Neikvætt, vísað til væntanlegrar deiliskipulagsvinnu á svæðinu .
  1. Mál.nr. 2011110002
    Heiti máls: Landsskipulagsstefna 2015-2026
    Lýsing:  Landsskipulagsstefna 2015-2026 lýsing og samantekið efni eftir samráðsfundi.
    Afgreiðsla:  Kynnt.
  1. Mál.nr. 2012110036
    Heiti máls: Kirkjubraut 10 fyrirspurn um viðbyggingu
    Málsaðili:  Geir Óttar Geirsson
    Lýsing:  Kirkjubraut 10 fyrirspurn um viðbyggingu þar sem borist hefur annað bréf frá fyrirspyrjanda sem vill heyra hvort grenndarkynning komi til greina.
    Afgreiðsla:   Lagt  fram. Nefndin telur grenndarkynningu ekki gagnlegan kost  í ljósi reynslu af sambærilegum málum. Skipulagsstjóra falið að svara bréfinu.

Önnur mál

  1. Mál.nr. 2014020038
    Heiti máls: Framkvæmdaleyfi vegna haugsetningar stórgrýtis við Bygggarðatanga
    Lýsing: Framkvæmdaleyfi vegna haugsetningar stórgrýtis við Bygggarðatanga. Svar formanns Skipulags- og umferðanefndar vegna bókunar Stefáns Bergmann um málið.
    Afgreiðsla:   Svar formanns:

    1.                
    Er hún fyrst og fremst um geymslu fyllingarefnis til ótiltekins tíma? Staðsetningin er hugsuð sem geymslustaður v/hugsanlegar borholu skammt fra geymslustað. Verði ekki af framkvæmdum við borholu á nefnum stað mun efnið verða nýtt við bætingu á núverandi sjóvarnargörðum.

    2.                
    Er hún til að gera tilraunaborun mögulega- hvað þarft til?
    Tilraunaborun yrði ekki út í sjó eftir nánari skoðun verður hægt að bora við sjávarkambinn. Engar hugmyndir eru uppi um að bora neina tilraunaholu á landfyllingu. Rætt var um að bora eina skáholu frá ströndinni, en við nánari athugun var ákveðið að leggja fyrst til tvær beinar holur sitt hvoru megin við SN-12. Eftir að niðurstaða úr þeim er fengin kemur e.t.v. til álita að bora skáholu.

    3.                 
    Er hún um uppfyllingu 100 - 200m frá ströndinni?                           
    Staðsetning nýrrar holu tekur mið af niðurstöðum af tilraunaborun þegar þær liggja  fyrir.

    4.        Hvað hafa nýjustu jarðfræðirannsóknir leitt íljós? Koma fleiri svæði til greina til borunar?
    Miðað við núverandi gögn og vitneskju, sem kynntar hafa verið á veitufundum sl. tvö ár lítur út fyrir að vænlegasta borsvæði fyrir vinnsluholu, sem væntanlega þarf að bora á næstu árum sé norðan við holu SN-12. Hana kæmi til greina að bora á landfyllingu, en skáhola er líka mögulegur kostur. Ráðgjafar hitaveitunnar lagt til að boraðar verði 2-3 rannsóknarholur áður en vinnsluhola verður staðsett til að afla betri gagna.
  1. Mál.nr. 2013100065
    Heiti máls: Nesvegur 103, 105 og 107 kvörtun vegna skipulagsmála
    Málsaðili:  Guðni Þórðarson
    Lýsing:  Nesvegur 103, 105 og 107 kvörtun vegna eiganda nr. 105 til bæjarstjóra vegna skipulagsmála og lagt fram svarbréf skipulagsfulltrúa til nefndarinnar.
    Afgreiðsla:  Lagt fram .
  1. Mál.nr.  2012110055
    Heiti máls: Haugsvæði vestan Bygggarða á Vestursvæði Seltjarnarness.
    Lýsing:  Áhyggjur af  umgengni á haugsvæði vestan Bygggarða á Vestursvæði Seltjarnarness.
    Afgreiðsla:  Taka verður  undir ábendingar í 5. máli  248. fundar umhverfisnefndar um óheppilega meðferð haugsvæðisins  neðan Ráðagerðis. Skipulagsnefnd veitti leyfi sem staðfest var  í bæjarstjórn til takmarkaðrar og tímabundinnar söfnunar  malar úr Hrólfsskálamel og ákv. áherslum um frágang.  Talsvert af henni hefur verið nýtt og er það vel. Annað efni á ekki að vera þarna, allra síst blandaður ruðningur sem varla verður nýttur til neins. Nýlega hefur haugsvæðið verið stækkað í átt að Seltjörn og klýfur senn vestursvæðið í  tvennt til mikils lýtis og óheppilegra áhrifa,  sen svæðið á að njóta hverfisverndar skv. deiliskipulagi. Skýringa og úrbóta er þörf.

 

Fundargerð lesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:26.

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Anna Margrét Hauksdóttir (sign),  Halldór Þór Halldórsson (sign), Stefán Bergmann (sign)

 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?