Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

04. nóvember 2014

14. fundur Skipulags- og umferðanefndar, þriðjudaginn 4. nóvember, 2014, kl. 16:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Bergmann.

Gísli Hermannsson, umhverfissviðsstjóri, Þórður Ólafur Búason,skipulags- og byggingafulltrúi

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson

Fundarritari: Þórður Ólafur Búason

Skipulagsmál

 1. Mál.nr. 2014060035
  Heiti máls: Aðalskipulag Seltjarnarnes 2006-2024 endurskoðun.
  Lýsing: Vinnufundur. Drög að köflum greinargerðar vegna aðalskipulags og svæðaskiptingu lögð fram. Reifað Árni Geirsson frá Alta og Hlín Sverrisdóttir frá Skipulagi og hönnun.
  Afgreiðsla:  Unnið í drögum að köflum greinargerðar aðalskipulags.

 

 1. Mál.nr. 2014070027
  Heiti máls: Austurhöfn deiliskipulag kæra.
  Lýsing:  Úrskurðarnefnd um ágreining í umhverfis- og auðlindamálum hefur vísað frá kæru Seltjarnarnesbæjar nr. 69/2014 vegna deiliskipulags fyrir Austurhöfn í Reykjavík B598/2014, sem auglýst var í B-deild stjórnartíðinda 25. júní, 2014, með úrskurði 31. október, 2014.
  Afgreiðsla:  Kynnt.

Fundargerð lesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:00

Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ásgeir Guðmundur Bjarnason sign, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign, Stefán Bergmann sign, Gísli Hermannsson sign, Þórður Ólafur Búason sign

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?