Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

18. nóvember 2014

15. fundur Skipulags- og umferðanefndar, þriðjudaginn 18. nóvember, 2014, kl. 16:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Bergmann.

Áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs: Ísak Kolbeins ,

Gísli Hermannsson, umhverfissviðsstjóri,

Þórður Ólafur Búason,skipulags- og byggingafulltrúi

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson, fundarritari: Þórður Ólafur Búason

Skipulagsmál

  1. Mál.nr. 2013100050
    Heiti máls: Deiliskipulag Strandir
    Lýsing:  Deiliskipulagstillaga til kynningar með breytingum í samræmi við umfjöllun á 13. fundi lögð fram.
    Afgreiðsla: .Samþykkt að vísa deiliskipulagstillögu til bæjarstjórnar til ávörðunar um auglýsingu.
    Stefán Bergmann situr hjá og bókar eftirfarandi:
    Tel eðlilegra að bíða eftir samþykkt aðalskipulags 2015.
  1. Mál.nr. 2013120072
    Heiti máls: Deiliskipulag Melshúsatún, Hrólfsskálavör og Steinavör.
    Lýsing: Deiliskipulagstillaga til kynningar með breytingum í samræmi við umfjöllun á 13. fundi lögð fram.
    Afgreiðsla: Nefndin gerir nokkrar athugasemdir sem hönnuðum er falið að lagfæra fyrir næsta fund.
  1. Mál.nr. 2013060013
    Heiti máls: Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.
    Lýsing: Borgarlína og byggðakjarnar í tillögu.
    Afgreiðsla: Skipulagsstjóri og formaður kynntu vinnu að borgarlínu í svæðisskipulaginu.
  1. Mál.nr. 2014060035
    Heiti máls: Aðalskipulag Seltjarnarness 2006-2014 endurskoðun
    Lýsing: Vinnufundur. Drög að köflum greinargerðar vegna aðalskipulags lögð fram. Árni Geirsson og Hrafnhildur Brynjólfsdóttir frá Alta.
    Afgreiðsla: Unnið áfram með skipulagsráðgjöfum að greinargerð aðalskipulags.

Önnur mál

  1. Mál.nr. 2014050020
    Heiti máls: Miðbraut 28 kvörtun vegna framkvæmda og ónæðis.
    Lýsing: Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa ásamt tillögum um þvingunaraðgerðir og dagsektir vegna framkvæmda án heimildar og tölvupóstur fulltrúa eiganda 17.11.2014.
    Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu byggingarfulltrúa sem lögð var fram þar sem tölvupóstur barst frá fulltrúa eiganda.

Fundargerð lesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.18:15

Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ásgeir Guðmundur Bjarnason sign, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign, Stefán Bergmann sign, Ísak Kolbeins sign, Gísli Hermannsson sign, Þórður Ólafur Búason sign.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?