Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

03. febrúar 2015

20. fundur Skipulags- og umferðanefndar, þriðjudaginn 3. febrúar, 2015, kl. 8:00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Bergmann.

Kristján Hilmir Baldursson áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs.

Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingafulltrúi.

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson, fundarritari: Þórður Ólafur Búason

Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010

 1. Mál.nr. 2014060035
  Heiti máls: Aðalskipulag Seltjarnarness 2006-2014 endurskoðun.
  Lýsing:  Vinnufundur. greinargerð vegna aðalskipulags lögð fram. Árni Geirsson frá Alta mætir á fundinn.
  Afgreiðsla: Áframhald vinnu að greinargerð aðalskipulags.
 1. Mál.nr. 2014120085
  Heiti máls: Landsskipulagsstefna 2015-2026
  Lýsing: Bréf Skipulagsstofnunar þar sem óskað er umsagnar.
  Afgreiðsla:  Skipulagsstjóra falið að vinna drög að umsögn fyrir fund 13. febrúar.
 1. Mál.nr. 2015010009
  Heiti máls: Aðalskipulag Garðabæ, lýsing verkefnis
  Lýsing: Lýsing send Seltjarnarnesbæ til umsagnar.
  Afgreiðsla:  Nefndin gerir ekki athugasemdir.
 1. Mál.nr. 2014040008
  Heiti máls: Deiliskipulag Bakkahverfi, breyting vegna Melabrautar 19.
  Lýsing: Breyttur uppdráttur eftir frestun á síðasta fundi: Breyting á deiliskipulagi þar sem verslun á 1. hæð Melabraut 19 er breytt í 4 íbúðir. Eftir grenndarkynningu komu tvær athugasemdir og var önnur frá eiganda íbúðar í húsinu. Í desember 2014 var sú athugasemd dregin til baka. Drög að svari við athugasemd lögð fram til undirbúnings ákvörðunar um samþykkt Bæjarstjórnar og sendingu til Skipulagsstofnunar til yfirferðar samkvæmt 43. gr Skipulagslaga nr.123/2010 og birtingar í Stjórnartíðindum.
  Afgreiðsla:  Samþykkt og vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

  Ragnhildur Ingólfsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
  Það er enn með trega sem ég samþykki þessa breytingu. Þessi breyting er t.d. ekki í anda sjáfbærni, sbr. hugmyndir  Landsskipulagsstefnu/Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðis og Aðalskipulags Seltjarnarness, sem svo mikilvægt er að við temjum okkur. Þetta er ekki heldur í anda hugmynda um blandaða byggð. Í raun er þetta afturför og ekki til að efla nærsamfélagið.Með því að breyta þessu húsi í íbúðarhús, sem hefur verið blanda af verslun (atvinnustarfssemi) og íbúðum í um 60 ár, erum við líka að styrkja enn frekar uppbyggingu stórra verslunarkeðja á kostnað smærri eininga.
  Skv. Landsskipulagsstefnu skal, almennt lhaft að leiðarljósi að þétta byggð og blanda atvinnustarfssemi, verslun og þjónustu og tengja hana íbúðarbyggð í þágu sjálfbærni.

Byggingamál samkvæmt Mannvirkjalögum 2010/160

 1. Mál.nr. 2015010049
  Heiti máls: Sefgarðar 3 og 3A ósk um niðurrif
  Málsaðili: Nesgarðar þróunarfélag ehf
  Lýsing: Bréf þar sem óskað er niðurrifs á fasteignunum nr. 2088863 og 2229328 sem nefnast Sefgarðar 3 og 3A.
  Afgreiðsla: Frestað.
 1. Mál.nr. 2015110019
  Heiti máls: Hrólfsskálamelur 1-5
  Málsaðili: LL11.ehf
  Lýsing: Við nánari athugun á samþykkt byggingarfulltrúa á áformum um byggingu 34 íbúða fjölbýlishúss á lóðinni Hrólfsskálamelur 1-18 hefur byggingarfulltrúi ákveðið að óska eftir nánari skýringum um samræmi aðalteikninga við deiliskipulag áður en byggingarleyfi verður gefið út.
  Afgreiðsla: Staðfest.

Umferðamál

 1. Mál.nr. 2015010072
  Heiti máls: Forgangsakstur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
  Lýsing: Bréf Slökkviliðsstjóra Jóns Viðar Matthíassonar þar sem kynnt eru sjónarmið varðandi forgangsakstur slökkviliðs.
  Afgreiðsla:  Lagt fram. Erindinu vísað til aðalskiplagsvinnu.

Önnur mál

Fundargerð lesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:10.

Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign, Stefán Bergmann sign, Kristján Hilmir Baldursson sign, Þórður Ólafur Búason sign.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?