Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

48. fundur 16. september 2004

Mættir: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Þórður Ólafur Búason, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Stefán Bergmann, auk þess sem Einar Norðfjörð framkvæmdastjóri tæknisviðs sat fundinn.

Fundargerð ritaði Ingimar Sigurðsson

Dagskrá:

1. Fundur settur
2. Útilistaverk. Á fundinn mætir Sólveig Pálsdóttir formaður menningarnefndar ásamt Ólöfu Nordal.
3. Aðal - og deiliskipulag Hrólfsskálamels og Suðurstrandar við lok athugasemdafrests.
4. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Sigurði Kr. Árnasyni og Erni Sigurðssyni Miðbraut 12 um byggingu garðhýsis að Miðbraut 12 sbr. síðasta fund.
5. Fyrirspurn frá byggingarfélaginu Smára ehf. varðandi niðurrif á húsinu að Melabraut 27 og byggingu 6 íbúða húss á lóðinni.
6. Fyrirspurn frá Jóhanni Gunnari Jóhannssyni og Guðrúnu Kaldal Melabraut 21 varðandi stækkun hússins að Melabraut 21.
7. Nýtt leiðakerfi Strætó. Framhald frá síðasta fundi.
8. Önnur mál.
a. Sefgarðamál.
9. Fundi slitið

1. Fundur settur af formanni kl. 08:04

2. Á fundinn var mætt Sólveig Pálsdóttir formaður Menningarnefndar vegna útilistaverks. Nefndin tekur jákvætt í erindi menningarmálanefndar og óskar umsagnar frá Umhverfisnefnd. Sólveig vék af fundi.

3. Lagðar voru fram athugasemdir sem borist höfðu við auglýst aðalskipulag og deiliskipulag, ásamt undirskriftalistum með mótmælum bæjarbúa. Skv. skipulagsferlinu, er byggir á skipulags- og byggingalögum nr. 35/1997 m.s.br. mun skipulagsnefnd á næstu vikum fara rækilega yfir allar athugasemdir, vinna úr þeim og gera tillögur um framhald verkefnisins.

4. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Sigurði Kr. Árnasyni og Erni Sigurðssyni Miðbraut 12 um byggingu garðhýsis að Miðbraut 12 sbr. síðasta fund. Umsóknin samþykkt.

5. Lögð fram fyrirspurn frá byggingarfélaginu Smára ehf. varðandi niðurrif á húsinu að Melabraut 27 og byggingu 6 íbúða húss á lóðinni. Málinu frestað og hugmyndinni vísað til deiliskipulagsvinnu fyrir svæðið.

6. Lögð fram fyrirspurn frá eigendum Melabrautar 21 varðandi stækkun hússins. Samþykkt að senda í grenndarkynningu.

7. Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti nýtt leiðakerfi Strætó bs.

8. Önnur mál.
a. Byggingafulltrúi gerði grein fyrir stöðu mála.

9. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 09:46

Inga Hersteinsdóttir (sign) Ingimar Sigurðsson (sign)
Þórður Búason (sign) Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)
Stefán Bergmann (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?