Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

10. mars 2015
21. fundur Skipulags- og umferðanefndar, þriðjudaginn 10. mars, 2015, kl. 8:00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Bergmann.

Kristján Hilmir Baldursson áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs.

Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingafulltrúi.

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson, fundarritari: Þórður Ólafur Búason

Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010

 1. Mál.nr. 2014060035
  Heiti máls: Aðalskipulag Seltjarnarness 2006-2014 endurskoðun.
  Lýsing:  Vinnufundur. greinargerð vegna aðalskipulags lögð fram. Skipulagsráðgjafar frá Alta, Árni Geirsson, Hrafnhildur Brynjólfsdóttir og Hlín Sverrisdóttir leggja fram efni og álitamál til umfjöllunar.
  Afgreiðsla: Áframhald vinnu að greinargerð aðalskipulags.
 1. Mál.nr. 2014110033
  Heiti máls: Deiliskipulag Valhúsahæðar og aðliggjandi svæða
  Lýsing: Lýsing samþykkt af bæjarstjórn Seltjarnarnesbæ var kynnt á íbúafundi 3. mars, 2015.
  Afgreiðsla: Lagt fram

  Stefán Bergmann og Ragnhildur Ingólfsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun.
  Í tilefni af afgreiðslu skipulagslýsingar nýs deiliskipulag fyrir Valhúsahæð og nærliggjandi útivistarsvæðií bæjarstjórn án kynningar eða umsagnar skipulags-og umferðarnefndar viljum við taka eftirfarandi fram: Slíkt vinnulag tíðkast hvergi í nágrannasveitarfélögum okkar sbr.nýlega skipulagsvinnu í þeim öllum, þar sem skipulagsnefndir koma bæði að gerð lýsinga og mótun deiliskipulagstillagna. Enda er fyrrgreint verklag í andstöðu við gr. 5.1.3. skipulagsreglugerðar stjórnvalda, leiðbeiningablöð Skipulagsstofnunar  nr. 6 og 9 um framkvæmd skipulagsmála og erindisbréf skipulags-og umferðarnefndar samþykkt af bæjarstjórn Seltjarnarness. Þetta vinnulag skapar óöryggi um stöðu,hlutverk og málefnalega vinnu skipulags- og umferðarnefndar. Enginn efast um ábyrgð sveitarstjórnar sem ætla verður að byggist á sem traustastri faglegri yfirsýn.
  Eðlilegra væri að  nýta krafta nefndarinnar og reynslu.  Minnihluti skipulagsnefndar harmar það að nefndin skuli sniðgenginn enn og aftur við gerð lýsinga deiliskipulaga.

  Tilvitnanir:
  Hlutverk skipulagsnefndar samkvæmt  Erindisbréfi er „ að móta stefnu og vera bæjarstjórn til  ráðgjafar í byggingar-, skipulags-, umferðar- og hafnarmálum sveitarfélagsins.“
  Skv. 5.1.3 gr. Skipulagsreglugerðar "ber sveitarstjórn ábyrgð á og annast gerð deiliskipulags. Skipulagsnefnd hefur umsjón með gerð deiliskipulags, kynningum og samráði gagnvart íbúum og öðrum hagsmuna­aðilum."
  Leiðbeiningarblað Skipulagsstofnunar nr. 6 : "Skipulagsnefnd, í umboði sveitarstjórnar, ber ábyrgð á að taka saman og kynna lýsingu fyrir gerð deiliskipulags."
  Leiðbeiningarblað Skipulagsstofnunar nr. 9: "Skipulagsnefnd hefur umsjón með gerð  deili-skipulags, kynningum, samráði, o.fl. í umboði sveitarstjórnar sem ber á því ábyrgð."

  Bjarni Torfi Álfþórsson lagði fram eftirfarandi bókun:

  Ferlið við gerð lýsingar er sakvæmt lögum nr. 123/2010 sbr. 40.gr. gerð deiliskipulags, kynning og samráð.
  Þegar vinna við gerð deiliskipulagstillögu hefst skal sveitarstjórn taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu þar sem fram kemur hvaða áherslur sveitarstjórn hafði við deiliskipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, svo sem um kynningu og samráð við skipulagsgerðina gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.

Byggingamál samkvæmt Mannvirkjalögum 2010/160

 1. Mál.nr. 2015010049
  Heiti máls: Sefgarðar 3 og 3A ósk um niðurrif
  Málsaðili: Nesgarðar þróunarfélag ehf
  Lýsing: Bréf þar sem óskað er niðurrifs á fasteignunum nr. 2088863 og 2229328 sem nefnast Sefgarðar 3 og 3A frestað á síðasta fundi.
  Afgreiðsla: Samþykkt að uppfylltum skilyrðum, samræmist ákvæðum Mannvirkjalaga

 Önnur mál

 Fundargerð lesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.10:20.

Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign, Stefán Bergmann sign, Kristján Hilmir Baldursson sign Þórður Ólafur Búason 
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?