24. fundur Skipulags- og umferðanefndar, þriðjudaginn 13. apríl, 2015, kl. 8:00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.
Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Bergmann.
Gísli Hermannsson, sviðsstjóri umhverfissviðs,
Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingafulltrúi.
Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson, fundarritari: Þórður Ólafur Búason
Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010
- Mál.nr. 2013060016
Heiti máls: Deiliskipulag Vestursvæðis.
Lýsing: Vinnufundur með gögn vegna deiliskipulags, deiliskipulagsráðgjafar frá Hornsteinum mæta á fundinn, Ögmundur Skarphéðinsson og Ragnhildur Skarphéðinsdóttir.
Afgreiðsla: .Kynnt og ráðgjafa falið að vinna áfram miðað við umræður á fundinum.
- Mál.nr. 2014060035
Heiti máls: Aðalskipulag Seltjarnarness 2006-2024 endurskoðun.
Lýsing: Ákvörðun um kynningu Aðalskipulags á vinnslustigi.
Afgreiðsla: .Samþykkt að vísa til bæjarstjórnar ákvörðun um kynningu Aðalskipulags á vinnslustigi.
Stefán Bergmann lagði fram eftirfarandi bókun:
Ástæður þess að ég get ekki stutt þessi drög að tillögu að aðalskipulagi til kynningar eins og þau liggja hér fyrir eru eftirfarandi:
Forsenda þess að kynning takist vel og nái athygli fólks er að tillögur séu vel úr garði gerðar með upplýsingum sem vekja skilning á eðli þeirra og gert þær að grunni efnislegri umræðu. Mér virðist svo ekki vera eins og málin standa nú sérstaklega varðandi stefnubreytingu um landnýtingu á Vestursvæðinu. Skriflegar spurningar voru lagðar fram í skipulagsnefnd um eðli og einkenni þessara breytinga og farið fram á skrifleg svör sem ekki hafa séð dagsins ljós.
Efasemdir hafa verið um svokallað athafnasvæði við Bygggarðasvæðið og í skipulagnefnd verið farið fram á greiningu á þörfum og mögulegum lausnum. Svör hafa ekki fengist og því líklegt að málið veki upp lítt uppbyggilega umræðu.
Við höfum í sumum atriðum átt athyglisverðar umræður, s.s. um mið-og þróunarsvæði til framtíðar og samgöngur og lagt ágæt drög að tillögum varðandi þau svið. Við höfum hins vegar ekki náð langt með hugmyndir til að móta þróun húsnæðismála á Seltjarnarnesi og þar með framtíðarþróum samfélagsins hér eins og skýrt var kallað eftir með meginniðurstöðu nýlegs íbúaþings í bænum.
- Mál.nr. 2015040037
Heiti máls: Deiliskipulag Miðbæjarsvæðis
Lýsing: Ákvörðun um að verkefnislýsing skuli gerð fyrir undirbúning og fyrirkomulag samkeppni um hugmyndir.
Afgreiðsla: Skipulagsstjóra falið að vinna lýsingu fyrir samkeppni.
Byggingamál samkvæmt Mannvirkjalögum 2010/160
Afgreiðslur byggingarfulltrúa
10. apríl 2015, 2015030061 Tjarnarból 15. Áform um byggingarleyfi v/breytinga inni samþykkt
10. apríl 2015, 2015040027 Hrólfsskálamelur 1-5. Áform um byggingarleyfi 34 íbúða fjölbýlishús samþykkt
Fundargerð lesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.9:45.
Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign, Stefán Bergmann sign, Kristján Hilmir Baldursson sign, Gísli Hermannsson sign, Þórður Ólafur Búason sign.