Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

13. apríl 2015

24. fundur Skipulags- og umferðanefndar, þriðjudaginn 13. apríl, 2015, kl. 8:00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Bergmann.

Gísli Hermannsson, sviðsstjóri umhverfissviðs,

Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingafulltrúi.

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson, fundarritari: Þórður Ólafur Búason

Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010

 1. Mál.nr. 2013060016
  Heiti máls: Deiliskipulag Vestursvæðis.
  Lýsing:  Vinnufundur með gögn vegna deiliskipulags, deiliskipulagsráðgjafar frá Hornsteinum mæta á fundinn, Ögmundur Skarphéðinsson og Ragnhildur Skarphéðinsdóttir.
  Afgreiðsla: .Kynnt og ráðgjafa falið að vinna áfram miðað við umræður á fundinum.
 1. Mál.nr. 2014060035
  Heiti máls: Aðalskipulag Seltjarnarness 2006-2024 endurskoðun.
  Lýsing:  Ákvörðun um kynningu Aðalskipulags á vinnslustigi.
  Afgreiðsla: .Samþykkt að vísa til bæjarstjórnar ákvörðun um kynningu Aðalskipulags á vinnslustigi.

  Stefán Bergmann lagði fram eftirfarandi bókun:
  Ástæður þess að ég get ekki stutt þessi drög að tillögu að aðalskipulagi til kynningar eins og þau liggja hér fyrir eru eftirfarandi:
  Forsenda þess að kynning takist vel og nái athygli fólks er að tillögur séu vel úr garði gerðar með upplýsingum  sem vekja skilning á eðli þeirra og gert þær að  grunni  efnislegri umræðu. Mér virðist svo ekki vera eins og málin standa nú sérstaklega varðandi stefnubreytingu um landnýtingu á Vestursvæðinu. Skriflegar spurningar voru lagðar fram í skipulagsnefnd um eðli og einkenni þessara breytinga og farið fram á skrifleg svör sem ekki hafa séð dagsins ljós.
  Efasemdir hafa verið um svokallað athafnasvæði við Bygggarðasvæðið og í skipulagnefnd verið farið fram á greiningu á þörfum og mögulegum lausnum. Svör hafa ekki fengist og því líklegt að málið veki upp lítt uppbyggilega umræðu.
  Við höfum í sumum atriðum átt athyglisverðar umræður, s.s. um mið-og þróunarsvæði til framtíðar og samgöngur og lagt ágæt drög að tillögum varðandi þau svið. Við höfum hins vegar ekki náð langt með hugmyndir til að móta þróun húsnæðismála á Seltjarnarnesi og þar með framtíðarþróum samfélagsins hér eins og skýrt var kallað eftir með meginniðurstöðu nýlegs íbúaþings í bænum.
 1. Mál.nr. 2015040037
  Heiti máls: Deiliskipulag Miðbæjarsvæðis
  Lýsing: Ákvörðun um  að verkefnislýsing skuli gerð fyrir undirbúning og fyrirkomulag samkeppni um hugmyndir.
  Afgreiðsla: Skipulagsstjóra falið að vinna lýsingu fyrir samkeppni.

  Byggingamál samkvæmt Mannvirkjalögum 2010/160
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa

  10. apríl 2015,
  2015030061 Tjarnarból 15. Áform um byggingarleyfi v/breytinga inni samþykkt
  10. apríl 2015, 2015040027 Hrólfsskálamelur 1-5. Áform um byggingarleyfi 34 íbúða     fjölbýlishús samþykkt

Fundargerð lesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.9:45.

Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign, Stefán Bergmann sign, Kristján Hilmir Baldursson sign, Gísli Hermannsson sign, Þórður Ólafur Búason sign.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?