Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

07. maí 2015
25. fundur Skipulags- og umferðanefndar, fimmtudaginn 7. maí, 2015, kl. 8:15 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

 

Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir

Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingafulltrúi. 

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson, fundarritari: Þórður Ólafur Búason

Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010

 

  1. Mál.nr. 2015040037
    Heiti máls: Deiliskipulag Miðbæjar Seltjarnarness.
    Lýsing:  Undirbúningur hugmyndasamkeppni og deiliskipulagsvinnu fyrir Miðbæ. Stefán Gunnar Thors umhverfishagfræðingur frá VSÓ kynnir nálgun verkefnis.
    Afgreiðsla: .Kynnt.

 

  1. Mál.nr. 2013060013
    Heiti máls: Svæðisskipulag Höfuðborgarsvæðisins.
    Lýsing:  Bæjarráð vísar erindi SSH til Skipulags- og umferðarnefndar.
    Afgreiðsla: .Samþykkt og vísað til bæjarstjórnar.

 

  1. Mál.nr. 2013060023
    Heiti máls: Deiliskipulag Bollagarðar, Hofgarðar.
    Lýsing:  Vinnufundur farið yfir athugasemdir við lögbundna kynningu deiliskipulagstillögu.
    Afgreiðsla:  Drög skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdum samþykkt.

 

  1. Mál.nr. 2013100050
    Heiti máls: Deiliskipulag Strandir.
    Lýsing:  Vinnufundur farið yfir athugasemdir við lögbundna kynningu deiliskipulagstillögu.
    Afgreiðsla: . Drög skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdum samþykkt..

 

  1. Mál.nr. 2013120072
    Heiti máls: Deiliskipulag Melshúsatún, Hrólfsskálavör og Steinavör.
    Lýsing:  Vinnufundur farið yfir athugasemdir við lögbundna kynningu deiliskipulagstillögu.
    Afgreiðsla: . Drög skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdum samþykkt..

 

  1. Mál.nr. 2014120045
    Heiti máls: Þróunaráætlun Höfuðborgarsvæðisins 2015-18
    Lýsing:  Þróunaráætlun samþykkt á fundi Svæðisskipulagsnefndar 17.4.2015 send sveitarstjórnum til afgreiðslu.
    Afgreiðsla: .Samþykkt og vísað til bæjarstjórnar.


  1. Mál.nr. 2014020038
    Heiti máls: Haugsetning sjóvarnarefnis við Bygggarðatanga
    Lýsing: Haugsetning sjóvarnarefnis við Bygggarðatanga, tímabundið starfsleyfi heilbrigðisfulltrúa Kjósasvæðis vegna efnisgeymslu.
    Afgreiðsla: Kynnt.

 

  1. Mál.nr. 2015030033
    Heiti máls: Melabraut 34 umsókn um hækkun þaks
    Málsaðili:  Ívar Ívarsson
    Lýsing: Endurtekin ósk um þakhækkun með byggingarleyfisumsókn umfram skilmála deiliskipulags, mænishæð 2,7 m sama og áður var hafnað 2012.
    Afgreiðsla: .Skipulags- og umferðarnefnd hafnar erindinu með vísan til ákvæða deiliskipulags.

 

  1. Mál.nr. 2015040075
    Heiti máls: Eiðistorg 15, fyrirspurn  varðandi verslunarhúsnæði á 1. hæð
    Málsaðili:  Sigurður Gizurarson
    Lýsing: Fyrirspurn til skipulags um hvort leyft yrði að breyta verslunarhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Fastanúmer húsnæðis er 2067317.
    Afgreiðsla: .Skipulags- og umferðarnefnd tekur neikvætt í fyrirspurnina.

 

  1. Mál.nr. 2015050053
    Heiti máls: Frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli.
    Lýsing:.Leitað umsagnar um frumvarp sem senda þarf fyrir 12.maí, 2015.
    Afgreiðsla: Skipulags- og umferðanefnd leggst gegn áformum ríkisvaldsins um að taka skipulagsforsjá frá sveitarfélögum, en styður að svo stöddu staðsetningu flugvallar í Vatnsmýri.

Önnur mál

Fundargerð lesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.10:13.

Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign, Þórður Ólafur Búason sign.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?