Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

01. september 2015

31. fundur Skipulags- og umferðanefndar, þriðjudaginn 1. september, 2015, kl. 8:00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Bergmann, Gísli Hermannsson, sviðsstjóri umhverfissviðs, Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi.

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson, fundarritari: Þórður Ólafur Búason

 

Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010

 

  1. Mál.nr. 2014110033

Heiti máls: Deiliskipulag Valhúsahæðar og aðliggjandi svæða.

Lýsing:  Tillögur um deiliskipulag reifaðar með nefndinni. Á fundinn mæta deiliskipulagsráðgjafar Yngvi Loftsson frá Landmótun og Stefán Örn Stefánsson.

Afgreiðsla: Kynnt og ráðgjafar munu vinna áfram að  tillögu í samræmi við umræður á fundinum.  

 

  1. Mál.nr. 2013060013

Heiti máls: Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040.

Lýsing:  Bréf skipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins um gildistöku Svæðisskipulags sem innleiða þarf í aðalskipulag

Afgreiðsla: Við vinnslu aðalskipulags er og verður gætt að samræmi.

 

  1. Mál.nr. 2013060023

Heiti máls: Deiliskipulag Bollagarða og Hofgarða.

Lýsing:  Bréfi frá 23. júlí, 2015 með athugasemdum og ábendingum Skipulagsstofnunar hefur verið fylgt og deiliskipulagi breytt til samræmis.

Afgreiðsla:  Skipulagsráðgjafar hafa lagfært skipulagið í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Deiliskipulag þannig breytt og samþykkt samkvæmt 41. gr.  Skipulagslaga nr. 123/2010    og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar, sem samkvæmt 42. gr. sendir gögn til umfjöllunar Skipulagsstofnunar áður en auglýsing birtist í Stjórnartíðindum.

 

  1. Mál.nr. 2013100050

Heiti máls: Deiliskipulag Strandir

Lýsing:  Bréfi frá 23. júlí, 2015 með athugasemdum og ábendingum Skipulagsstofnunar hefur verið fylgt og deiliskipulagi breytt til samræmis.

Afgreiðsla:  Skipulagsráðgjafar hafa lagfært skipulagið í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Deiliskipulag þannig breytt og samþykkt samkvæmt 41. gr.  Skipulagslaga nr. 123/2010    og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar, sem samkvæmt 42. gr. sendir gögn til umfjöllunar Skipulagsstofnunar áður en auglýsing birtist í Stjórnartíðindum.


 

  1. Mál.nr. 2013120072

Heiti máls: Deiliskipulag Melshúsatún, Hrólfsskálavör og Steinavör.

Lýsing: Bréfi frá 22. júlí, 2015 með athugasemdum og ábendingum Skipulagsstofnunar ásamt umsögnum Minjastofnunar og Siglingasviðs Vega-gerðar hefur verið fylgt og deiliskipulagi breytt til samræmis.

Afgreiðsla:  Skipulagsráðgjafar hafa lagfært skipulagið í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Deiliskipulag þannig breytt og samþykkt samkvæmt 41. gr.  Skipulagslaga nr. 123/2010    og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar, sem samkvæmt 42. gr. sendir gögn til umfjöllunar Skipulagsstofnunar áður en auglýsing birtist í Stjórnartíðindum.

 

  1. Mál.nr. 2015040037

Heiti máls: Deiliskipulag Miðbæjar á Seltjarnarnesi.

Lýsing:  Minnisblað um næstu skref frá VSÓ ráðgjöf sem undirbýr hugmyndasamkeppni um deiliskipulagið, þar sem lagt er til að funda með aðilum sem taka þátt í hugmyndasamkeppni og hagsmunaaðilum.

Afgreiðsla: Nefndin samþykkir hugmyndir um næstu skref.

 

  1. Mál.nr. 2015080535

Heiti máls: Suðurmýri 36-38 fyrirspurn um deiliskipulag í Kolbeinsstaðamýri.

Málsaðili: Grétar Sigfinnur Sigurðsson

Lýsing:  Spurt hvort mögulegt verði að breyta íbúðarhúsum á lóðunum Suðurmýri 36-38 og Eiðismýri 17-19 úr fjórum í sex sem yrðu þá raðhús í stað parhúsa.

Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í erindið sem kallar á  breytingu  deiliskipulags.

 

  1. Mál.nr. 2015080034

Heiti máls: Suðurmýri 36-38 fyrirspurn um deiliskipulag, Kolbeinsstaði/Stóra-Ás og Litla-Ás.

Málsaðili: Haraldur Ólafsson

Lýsing:  Spurt hvort hugsanlegt yrði að Stóri-Ás og Litli-Ás fái að standa en frekari byggð leyfð.

Afgreiðsla: Neikvætt tekið í erindið.

 

Umferðamál

 

  1. Mál.nr. 2014010054

Heiti máls: Leiðarkerfi Strætó breytingar 2015

Málsaðili: Reykjavíkurborg

Lýsing:  Breytingar á leiðarkerfi strætisvagna lagðar fram til umsagnar.

Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir.

 

  1. Mál.nr. 2015080028

Heiti máls: Melabraut fyrirspurn um breytingu úr einstefnu í tvístefnu

Málsaðili: Magnús Sigurðsson

Lýsing:  Spurt hvort leyfa megi umferð í götunni á ný í báðar áttir þegar verslun er þar ekki lengur.

Afgreiðsla: Ekki eru áform um breytingar á skipulagi götunnar.


 

  1. Mál.nr. 2015040025

Heiti máls: Miðbraut 30 fjölgun bílastæða.

Málsaðili: Bergmann Bjarnason

Lýsing:  Spurt um rökstuðning vegna synjunar á fjölgun bílastæða á lóð. Skipulagsfulltrúi leggur fram drög að svari.

Afgreiðsla: Nefndin samþykkir drög Skipulagsfulltrúa dags.31.8.2015.

 

Byggingamál

 

  1. Mál.nr. 2015050241

Heiti máls: Hrólfsskálamelur 1-5 kæra til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Lýsing:  Umsögn frá Landslögum um þá kröfu kærenda að framkvæmdir við byggingarleyfi verði stöðvaðar.

Afgreiðsla: Lögð fram

 

Önnur mál

 

Fundargerð lesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.10:07.

Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ásgeir Guðmundur Bjarnason sign, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign, Stefán Bergmann sign, Gísli Hermannson sign  Þórður Ólafur Búason sign. 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?