Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

20. október 2015

32. fundur Skipulags- og umferðanefndar, þriðjudaginn 20. október, 2015, kl. 8:00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Boðið: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Bergmann, Gísli Hermannsson, sviðsstjóri umhverfissviðs, Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi.

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson, fundarritari: Þórður Ólafur Búason

Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010

 

 1. Mál.nr. 2014110033
  Heiti máls: Deiliskipulag Valhúsahæðar og aðliggjandi svæða.
  Lýsing:  Tillögur um deiliskipulag unnar eftir samráð við nefnd lagðar fram ásamt ábendingu Minjastofnunar. Á fundinn mæta deiliskipulagsráðgjafar Yngvi Loftsson frá Landmótun og Stefán Örn Stefánsson og kynna tillögu.
  Afgreiðsla:.  Skipulagsráðgjöfum falið að vinna úr athugasemdum sem komu fram í umræðum á fundinum.

 

 1. Mál.nr. 2015040037
  Heiti máls: Deiliskipulag hugmyndasamkeppni um Miðbæ á Seltjarnarnesi.
  Lýsing:  Tillögur um deiliskipulag unnar eftir samþykkt á minnisblaði um næstu skref. Sverrir Bollason skipulagsfræðingur frá VSÓ mætir á fundin og kynnir viðfangsefnið.
  Afgreiðsla: Skipulagi hugmyndasamkeppni vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar með breytingum í samræmi við athugasemdir og umræður á fundinum. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að endurskoðað aðalskipulag er í vinnslu.


 1. Mál.nr. 2014060035
  Heiti máls: Aðalskipulag Seltjarnarnes
  Lýsing:  Umsögn Umhverfisnefndar vísað til Skipulags- og umferðarnefndar á fundi bæjarstjórnar
  Afgreiðsla:  Umræðum frestað til næsta fundar.

 

 1. Mál.nr. 2012060086
  Heiti máls: Suðurströnd 1 Mánabrekka ný bráðabirgða starfseining fyrirspurn
  Lýsing: Áðurafgreidd en breytt fyrirspurn er nú lögð fram með breyttri staðsetningu og notkun. Um er að ræða skrifstofu aðstöðu í aukahúsi á lóð
  Afgreiðsla: Skipulags- og umferðarnefnd tekur jákvætt í erindið sem krefst grenndarkynningar

 

 1. Mál.nr. 2013060013
  Heiti máls: Sandskeið, háspennulína samráð, Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040.
  Lýsing:  Fyrsti samráðsfundur hefur verið haldin og fundargerð lögð fram.
  Afgreiðsla: Kynnt.


 1. Mál.nr. 2013060023, 2013100050, 2013120072
  Heiti máls: Deiliskipulag Bollagarða og Hofgarða, Deiliskipulag Strandir
  Lýsing: Deiliskipulagsáætlanir birtust í B deild stjórnartíðinda útgáfudagur 15.10.2015 að fenginni jákvæðri umsögn Skipulagsstofnunar.
  Afgreiðsla: Kynnt


 1. Mál.nr. 2015090178 og 2015090225
  Heiti máls: Breytt aðalskipulag í Reykjavík Baronsreitur og Kirkjusandur drög.
  Lýsing:  Lögð fram drög um Aðalskipulagsbreytingar í Reykjavík
  Afgreiðsla: Kynnt.

 

Byggingamál samkvæmt Mannvirkjalögum 2010/160

Afgreiðslur byggingarfulltrúa

 

28. apríl 2015, 2015040172  Skerjabraut 1, áform um byggingarleyfi vegna breytingar íbúðar á fjórðu hæð frá eldra byggingarleyfi samþykkt

19. maí 2015, 2015050054  Tjarnarmýri 2, reyndarteikningar af einbýlishúsi samþykktar.

28. maí 2015, 2015040090  Sæbraut 9, áform um byggingarleyfi vegna breytinga á lóð og útliti húss frá eldra byggiongarleyfi samþykkt

1. júní 2015, 2015050351 Melabraut 19, áform um byggingarleyfi vegna breytingar úr verslun í 4 íbúðir samþykkt

30. júní 2015, 2015060132  Miðbraut 10, áform um byggingarleyfi vegna breytinga á burðarvirki inni samþykkt með skilyrði um eldvörn á allt stálvirki

17. ágúst, 2015, 2015080029  Kirkjubraut 5, reyndarteikningar af fjölbýlishúsi vegna eignaskiptayfirlýsingar samþykktar

25. ágúst, 2015, 2015080448  Sæbraut 9, áform um byggingarleyfi vegna útlitsbreytingar á húsi frá eldra byggingarleyfi samþykkt

10. september 2015, 2015070048, Grænamýri 12, áform um byggingarleyfi vegna sólstofu á svalir á annarri hæð

10. september, 2015, 2015080453, Sæbraut 21, áform um byggingarleyfi vegna klæðningar útveggja með ljósum náttúrusteinflísum á steinullareinangrun samþykkt

14. september, 2015, 2015090012  Tjarnarstígur 14, reyndarteikningar af tvíbýlishúsi vegna eignaskiptayfirlýsingar samþykktar

29. september, 2015, 2015050216  Hrófsskálamelur 10-18, áform um breyttan frágang á lóð frá eldra byggingarleyfi samþykkt

29. september, 2015, 2015090219  Skerjabraut 1-3, áform um breytt bílastæði, skjólveggi á lóð breyting frá eldra byggingarleyfi samþykkt

 

Önnur mál

Fundargerð lesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.10:30.

Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ásgeir Guðmundur Bjarnason sign, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign, Stefán Bergmann sign, Gísli Hermannson sign,  Þórður Ólafur Búason sign. 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?