Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

17. nóvember 2015

33. fundur Skipulags- og umferðanefndar, þriðjudaginn 17. nóvember, 2015, kl. 8:15 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Mætt: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Bergmann, Gísli Hermannsson, sviðsstjóri umhverfissviðs,

Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi.

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson, fundarritari: Þórður Ólafur Búason

Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010

 1. Mál.nr. 2015040037
  Heiti máls: Deiliskipulag hugmyndasamkeppni um Miðbæ á Seltjarnarnesi.
  Lýsing:  Gerð grein fyrir kynningarfundi með aðilum.
  Afgreiðsla: Kynnt.
 1. Mál.nr. 2015110024
  Heiti máls: Suðurströnd 1 Mánabrekka umsókn um stöðuleyfi, ákvörðun um grenndarkynningu
  Lýsing: Lögð fram tillaga um staðsetningu til eins árs á 36 fm undirbúningsaðstöðu sérstakra starfsmanna. Um er að ræða skrifstofuaðstöðu í aukahúsi utan lóðar á bílastæðasvæði.
  Afgreiðsla: Skipulagsstjóra falið að grenndarkynna tillöguna.
 1. Mál.nr. 2014060035
  Heiti máls: Aðalskipulag Seltjarnarnes
  Lýsing:  Aðalskipulag og umsögn Umhverfisnefndar sem vísað til Skipulags- og umferðarnefndar á fundi bæjarstjórnar og frestað á síðasta fundi.
  Afgreiðsla: Vísað til næsta fundar eftir umræður.   

  Stefán Bergmann og Ragnhildur Ingólfsdóttir lögðu fram  meðfylgjandi tillögu og greinargerð:
  Við undirrituð fulltrúar minnihlutans í skipulags –og umferðarnefnd leggjum til að nefndin  fari skipulega yfir og ræði tillögur og  ábendingar í umsögn  umhverfisnefndar á sérstökum vinnufundum og leiti samráðs  við hagsmunaaðila eftir því sem við á. Mikið er í húfi að markmið aðalskipulags um heillavænlega stefnumótun í takt við ákvæði Skipulagslaga, nýrra Laga um náttúruvernd (tóku gildi 15.nóv. 2015) og stefnu bæjarstjórnar um móttöku ferðamanna, sem nú er í mótun, verði að veruleika í sátt við  þorra Seltirninga. Jafnframt leiti nefndin samstarfs við bæjarráð og bæjarstjórn um leiðir við úrlausn erfiðustu álitamálanna sem uppi eru.

  Greinargerð
  Umsögn umhverfisnefndar er að allra dómi vel unnin og skýr. Þar birtast margar efnislegar tillögur og ábendingar um áherslur sem lúta einkum að stefnumörkunfyrir sveitarfélagið á sviði landnýtingar, umhverfismála og umgengni við náttúruna, sem er eitt helsta hlutverk aðalskipulags, skv. skipulagslögum og skipulagsreglugerð.  Umsögn umhverfisnefndar er eðlilegur liður í mótun aðalskipulags  sem skipulags- og umferðarnefnd ber að fara rækilega yfir opnum huga. Stefnumörkun  er ferli sem byggir á bestu upplýsingum, rannsóknum og mati á þróun samfélags, landnýtingar og lífsgæða með sjálfbærni að leiðarljósi. Aðalskipulag er því m.a. tæki til að greina þörf fyrir  rannsóknir og þekkingaröflun til frekari og nákvæmari stefnumótunar.

  Við bendum á eftirfarandi:
  1.      Skipulags-og umferðarnefnd hefur ekki athugað umsögn umhverfisnefndar á faglegan og efnislegan hátt. Það liggur því ekkert fyrir um sameiginlega niðurstöður nefndarinnar. Ú því þarf að bæta.

  2.      Nú hafa tekið gildi ný
  Lög um náttúruvernd í landinu (15.nóv.) og því fram komin skýrari leiðsögn um ýmsa þá þætti sem um ræðir í umsögn umhverfisnefndar á sviði náttúruverndar. Þetta ber að skoða og einnig bein áhrif hinna nýju laga á skýrleika og texta  nýs aðalskipulags. Viðhorf til nátttúruverndar þróast hratt um þessar mundir, að margra mati, og þar með virðing fyrir náttúruverðmætum og stefnumörkun sem virðir þessa þróun.

  3.      Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur ákveðið að móta bæjarfélaginu
  ferðamálastefnu sem óhjákvæmilega þarf að koma fram í nýju aðalskipulagi. Mál þróast mjög hratt á þessu sviði og hefur áhrif á viðhorf til náttúru og umhverfis og getur Seltjarnarnesbær ekki horft fram hjá því að mati bæjarstjórnar. Móttaka ferðamanna virðist hafa áhrif á þróun viðhorfa til náttúruverndar og efla þau.

  4.      Við teljum að ábendingar og tillögur umhverfisnefndar varðandi eftirtalda kafla í drögum að nýju aðalskipulagi sé auðvelt að nýta á jákvæðan hátt í vandaðri efnislegi yfirferð: Kaflar 2.3, 2.4, 2.5, 3.1, 3.2, 3.3, 3.4.  Jafnframt teljum við að tveir kaflar hafi sérstöðu, 2.1 Landfylling í Bakkavík og 2.2. Athafnasvæði áhaldahúss á Vestursvæðinu og þarfnist  sérstakra efnistaka og samstarfs   til til úrlausnar með framtíðar hagsmuni Seltjarnarness að leiðarljósi.
 1. Mál.nr. 2015090178
  Heiti máls: Reykjavík Aðalskipulag Baronsreitur
  Lýsing:  Auglýsing um Aðalskipulag á Barónsreit í Reykjavík.
  Afgreiðsla: Kynnt
 1. Mál.nr. 2015090155
  Heiti máls: Miðbraut 28 fyrirspurn um mögulega fjölgun íbúða á lóð í 4.
  Málsaðili: Reir ehf
  Lýsing: Erindi sent til byggingarfulltrúa en vísað til skipulags- og umferðarnefndar um hvort fjöldi íbúða mætti verða 4 í stað 2 eins og deiliskipulag mælir fyrir um nú og miðað við að bílastæði yrðu 4, en byggingarreitur og nýtingarhlutfall yrðu óbreytt.
  Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í fyrirspurnina.

  Byggingamál samkvæmt Mannvirkjalögum 2010/160
  Fyrirspurn
 1. Mál.nr. 2015110026
  Heiti máls: Eiðistorg 17, gististaður verði í 3 einingum áður skrifstofa og þjónusta.
  Málsaðili: Bryndís Emilsdóttir og Hjalti Ástbjartsson
  Lýsing:  Skipulagsnefnd er spurð er hvort leyft yrði að breyta í gististað einingum 02 01, 02 (kallað íbúð einhverra hluta vegna en greidd eru gjöld af atvinnuhúsnæði) og 03.
  Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í fyrirspurnina.

  Afgreiðslur byggingarfulltrúa

  20. október 2015, 2015100028  Suðurströnd 14, umsókn um áðurgerðar ytri og innri breytingar og aðgerðir vegna brunamála áritaðar af brunahönnuði og SHS, samþykkt

  23. október 2015, 2015080005 Tjarnarstígur 1, umsókn vegna áforma um ytri einangrun og klæðningu með aluzink klæðningu.

  Önnur mál    
  Fundargerð lesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.10:02.

  Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ásgeir Guðmundur Bjarnason sign, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign, Stefán Bergmann sign, Gísli Hermannson sign  Þórður Ólafur Búason sign. 
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?