Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

16. desember 2015

34. fundur Skipulags- og umferðanefndar, miðvikuudaginn 25. nóvember, 2015, kl. 8:00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Bergmann,

Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi.

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson, fundarritari: Þórður Ólafur Búason

 

Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010

  1. Mál.nr. 2013060016
    Heiti máls: Deiliskipulag Vestursvæðis á Seltjarnarnesi.
    Lýsing:  Tillaga að deiliskipulagi Vestursvæðis lögð fram og kynnt, Ragnhildur Skarphéðinsdóttir landslagsarkitekt og Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt frá Hornsteinum mæta til fundar.
    Afgreiðsla: Deiliskipulagstillag afgreidd frá Skipulags- og umferðarnefnd til bæjarstjórnar að fengnum smá breytingartillögum frá ráðgjafa. Skipulagsráðgjafi mun endurskoða í greinargerð skilgreiningu hverfisverndar og skoða möguleg ákvæði um sorpmóttöku neðanjarðar.
    Ragnhildur Ingólfsdóttir og  Stefán Bermann lögðu fram eftirfarandi bókun:
    Beiting ákvæða um hverfisvernd:
    Bendum á að fyrirhuguð skipti á hluta svæðis fyrir söfn og skyldar þjónustustofnanir undir hjúkrunarheimili og afmörkun byggingarreits fyrir áhaldahús á athafnasvæði garðyrkjudeildar bæjarins (sbr. deiliskipulag) hafa ekki verið metnar formlega út frá hverfisverndarákvæðum gildandi deiliskipulags Vestursvæðis.
    Forgangur aðalskipulags:
    Við teljum jafnframt að eðlilegra hefði verið að hluti safnasvæðis í Norðurtúni, sem í fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu er ætlaður undir hjúkrunarheimili (með gríðarstórt fótspor) hefði verið skilgreindur í breyttu aðalskipulagi áður en ný deiliskipulagstillaga Vestursvæðis væri afgreidd frá nefndinni. Athuga þarf hvort hjúkrunarheimilið rúmist innan skilgreiningar um landnotkun skv. gildandi aðalskipulagi.  Í tillögu að nýju aðalskipulagi er svæðið skilgreint á annan hátt (fyrir samfélagsþjónustu.
    Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir og Ásgeir Guðmundur Bjarnason lögðu fram eftirfarandi bókun:
    Tillaga um staðsetningu hjúkrunarheimilis á opnu svæði milli Læknaminjasafns og Sefgarða var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar þann 11.september 2013. Sú samþykkt endurspeglar þá víðtæku sátt sem verið hefur um fyrirhugaða uppbyggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi og vilja bæjarstjórnar til að leysa skipulagsþætti málsins á grundvelli núgildandi aðalskipulags. Safnasvæðið, sem svo er nefnt, er skilgreint í núgildandi aðalskipulagi Seltjarnarness sem „blönduð landnotkun þjónustustofnana og opins svæði til sérstakra nota“.  Því fer fjarri að í þeirri skilgreiningu felist einhver takmörkun á notkun hluta svæðisins undir starfsemi hjúkrunarheimilis, enda verður að horfa á eðli starfseminnar, þ.m.t. umferð og áætlaðan gestafjölda svo og til þeirra mótvægisáhrifa sem fyrirhugaðar eru til að draga úr umhverhverfisáhrifum nýrrar starfsemi á svæðinu
  1. Mál.nr. 2013070016
    Heiti máls: Miðbraut 34 erindi um þakhækkun UUA úrskurður
    Lýsing: Miðbraut 34 erindi um þakhækkun UUA úrskurður, kæru hafnað.
    Afgreiðsla: Kynnt
  1. Mál.nr. 2013120072
    Heiti máls: Deiliskipulag Melshúsatún, Steinavör og Hrólfsskálavör
    Lýsing:  Melshúsatún, Steinavör og Hrólfsskálavör féll niður í bókun um birtingu þriggja deiliskipulagsáætlana í Stjórnartíðindum hinn 15. október, 2015 í fundargerð 32 fundar
    Afgreiðsla: Leiðrétt eldri bókun.
  1. Mál.nr. 2015110038
    Heiti máls: Þríhnúkagígur deiliskipulag í  Kópavogi verkefnislýsing.
    Lýsing:  Lýsing verkefnis og umsögn OR..
    Afgreiðsla: Kynnt
  1. Mál.nr. 2015110053
    Heiti máls: Miðbraut 28 deiliskipulagstillaga um fjölgun íbúða á lóð í 4.
    Málsaðili: Lantan ehf
    Lýsing: Sótt um breytingu deiliskipulags fyrir Vesturhverfi vegna Miðbrautar 28.
    Afgreiðsla: Nefndin samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að senda deiliskipulagstillögu í grenndarkynningu.

 

Umferðamál

  1. Mál.nr. 2015110047
    Heiti máls: Nesvegur ábending um gögnuljós og hraðahindranir
    Málsaðili: Guðrún Jónsdóttir
    Lýsing:  Erindi frá íbúa.
    Afgreiðsla: Vísað til endurskoðunar vegna umferðaröryggisáætlunar
  1. Mál.nr. 2015110060
    Heiti máls: Skerjabraut 1 sorpgerði við horn
    Málsaðili: Freyr Þórarinsson, Ásgeir Björnsson
    Lýsing:  Erindi frá íbúum vegna ný uppsetts sorpgerðis.
    Afgreiðsla: Vísað til endurskoðunar vegna umferðaröryggisáætlunar
  1. Mál.nr. 2015110048
    Heiti máls: Samræming upplýsingaskilta á Seltjarnarnesi.
    Lýsing:  Tillögur ráðgjafa um upplýsingaskilti.
    Afgreiðsla: Kynnt

 

Önnur mál

  1. Mál.nr. 2015110050
    Heiti máls: Húsnæðismálafundur ríkisstjórnarinnar
    Málsaðili: Ríkisstjórn Íslands
    Lýsing:  Gögn frá fundi 3 ráðherra með almenningi um aðgerðir til að hraða gerð hagkvæmra íbúða.
    Afgreiðsla: Kynnt


Fundargerð lesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.10:02.

Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ásgeir Guðmundur Bjarnason sign, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign, Stefán Bergmann sign,  Þórður Ólafur Búason sign. 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?