Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

49. fundur 30. september 2004

Mættir: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Þórður Ólafur Búason, Stefán Bergmann og Ragnhildur Ingólfsdóttir, auk þess sátu fundinn Einar Norðfjörð framkvæmdastjóri tæknisviðs, Grímur Jónasson VSÓ, Ögmundur Skarphéðinsson Hornsteinum og Anna Agnarsdóttir, Ólafur Egilsson og Þór Whitehead, fulltrúar áhugahóps um betri byggð á Seltjarnarnesi.

Fundargerð ritaði Ingimar Sigurðsson

Dagskrá:

1. Fundur settur
2. Aðal- og deiliskipulag Hrólfsskálamels og Suðurstrandar. Á fundinn er tveimur fulltrúum boðið að mæta f.h. Áhugahóps um betri byggð á Seltjarnarnesi.
3. Umsókn frá Símanum þar sem sótt er um leyfi til að setja upp farsímabúnað í Valhúsaskóla.
4. Kæra til úrskurðarnefndar vegna framkvæmda að Látraströnd 7 og stöðvun framkvæmda.
5. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Sigurði Gizurarsyni um stækkun kjallara að Víkurströnd 6 sbr. 39. fund.
6. Erindi frá Gústaf Þór Tryggvasyni hrl. varðandi lóðarmörk Lindarbrautar 9-11.
7. Önnur mál
8. Fundi slitið

1. Fundur settur af formanni kl. 08:06

2. Fulltrúar áhugahópsins voru boðnir velkomnir á fundinn og gerðu þeir grein fyrir afstöðu sinni til aðal- og deiliskipulags. Fulltrúar hópsins lögðu fram “Stefnukjarna” um skipulagsmál og véku síðan af fundi að umræðum loknum. Lögð fram samantekt um athugasemdir sem bárust við aðal- og deiliskipulag. Nefndin samþykkir samhljóða að halda áfram vinnu við aðalskipulag með það að markmiði að heildarmynd aðalskipulagsins skýrist sem fyrst. Ráðgjöfum falið að koma með tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi, sem taki mið af þeim ábendingum og athugasemdum, sem fram komu á auglýsingatíma aðal- og deiliskipulags. Ögmundur og Grímur viku af fundi.

3. Lögð fram umsókn frá Símanum þar sem sótt er um leyfi til að setja upp mastur fyrir farsímabúnað á Valhúsaskóla. Samþykkt.

4. Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar vegna framkvæmda við Látraströnd 7 og stöðvun framkvæmda. Byggingafulltrúa falið að afgreiða erindið í samráði við bæjarlögmann.

5. Tekin fyrir umsókn Sigurðar Gizuarssonar um stækkun kjallara að Víkurströnd 6, sbr. 39. fund. Samþykkt að senda í grenndarkynningu.

6. Lagt fram erindi frá Gústafi Þór Tryggvasyni hrl. varðandi lóðarmörk Lindarbrautar 9-11. Byggingafulltrúa falið að svara erindinu í samráði við bæjarlögmann.

7. Önnur mál voru engin.

8. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 10:35

Inga Hersteinsdóttir (sign) Ingimar Sigurðsson (sign)
Þórður Búason (sign) Stefán Bergmann (sign)
Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?