Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

09. febrúar 2016

37. fundur Skipulags- og umferðanefndar, þriðjudaginn 9. febrúar, 2016, kl. 8:00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Bergmann,

Gísli Hermannsson, sviðsstjóri umhverfissviðs

Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi.

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson, fundarritari: Þórður Ólafur Búason

Önnur mál

  1. Mál.nr. 2016020028
    Heiti máls: Safnatröð 2 Hjúkrunarheimili
    Málsaðili: Seltjarnarnesbær
    Lýsing:  Áform um byggingu hjúkrunarheimilis kynnt. Áformin eru í samræmi við deiliskipulagstilllögu um Vestursvæði sem hefur verið send í auglýsingu. Á fundinn kom Björn Guðbrandsson arkitekt frá Arkís og auk þess bæjarstjórn Seltjarnarness ásamt sviðsstjórum Seltjarnarnesbæjar. Aðalteikningar, vinnuteikningar og útboðslýsingar lagðar fram.
    Afgreiðsla:  Kynnt

    Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010
  1. Mál.nr. 2015110053
    Heiti máls: Vesturhverfi deiliskipulags breyting v/Miðbrautar 28 grenndarkynning 4 íbúðir.
    Málsaðili: Lantan ehf
    Lýsing:  Grenndarkynningu lauk 5. febrúar, 2016. Athugasemdir sem bárust lagðar fram ákvörðunar um andsvar eða viðbrögð.
    Afgreiðsla: Deiliskipulagsbreyting samþykkt og vísað til bæjarstjórnar sbr. 43. gr Skipulagslaga nr. 123-2010 til ákvörðunar um auglýsingu, skipulagsfulltrúa falið að svara aths. í samræmi við umræður á fundinum.
  1. Mál.nr. 2015120075
    Heiti máls: Aðalskipulagsbr RVK 2010-2013 RUV reitur sjá verkefnislýsingu.
    Málsaðili: Reykjavíkurborg
    Lýsing Aðalskipulagsbreyting í RVK 2010-2013 vegna 250 íbúða á RUV reit sjá einnig verkefnislýsingu sem kynnt var á 35. fundi.
    Afgreiðsla: Kynnt.                                      
  1. Mál.nr. 2015120075
    Heiti máls: Bakkahverfi breyting deiliskipulags fyrirspurn v/Melabrautar 20 og Valhúsabrautar 19, fyrir 14-16 íbúðri.
    Málsaðili: Hörðuból ehf
    Lýsing: Á núverandi lóðum Melabraut 20 og Valhúsabraut 19 eru skilmálar um 5  íbúðir alls en yrðu við breytingu 7-8 á hvorri lóð. Var frestað á fundi 12. janúar 2016.
    Afgreiðsla:. Nefndin tekur neikvætt í fyrirspurnina og bendir á ákvæði deiliskipulagsskilmála.
  1. Mál.nr. 2016010053
    Heiti máls: Vesturhverfi breyting deiliskipulags fyrirspurn v/Melabrautar 23
    Málsaðili: Kristín Michelsen
    Lýsing: Spurt um möguleika á breytingu skilmála fyrir tvíbýlishús í fjölbýli fyrir 4 íbúðir
    Afgreiðsla:. Nefndin tekur jákvætt í fyrirspurnina.
  1. Mál.nr. 2016010066
    Heiti máls: Bollagarðar/Hofgarðar breyting deiliskipulags fyrirspurn vegna Hofgarða 5 breyting sundlaugarhúss í íbúðarhúss
    Málsaðili: Jón Kristján Stefánsson og Ása Matthiasdóttir
    Lýsing: Spurt um möguleika á breytingu skilmála fyrir 64 fm sundlaugarskála í íbúðarhús
    Afgreiðsla:. Nefndin tekur jákvætt í fyrirspurnina.
  1. Mál.nr. 2016020072
    Heiti máls: Austurströnd 7 deiliskipulag, fyrirspurn vegna breytingar í notkun lóðar.
    Málsaðili: JTV ehf.
    Lýsing: Spurt um möguleika á breytingu skilmála um leyfilega notkun lóðar fyrir íbúðir í stað atvinnuhúsnæðis.
    Afgreiðsla: Nefndin vísar erindinu til deiliskipulagsvinnu fyrir Miðbæ Seltjarnarness.
  1. Mál.nr. 2015120080
    Heiti máls: Lindarbraut 47, fyrirspurn um viðbyggingu.
    Málsaðili: Magnús Skúlason arkitekt
    Lýsing:  Fyrirspurn og meðfylgjandi gögn um 53 fm viðbyggingu sem fer nokkuð út fyrir byggingarreit samkvæmt eldri byggingaskilmálum, en deiliskipulag er í vinnslu. Var frestað á fundi 12. janúar 2016.
    Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í fyrirspurnina en vekur athygli á að deiliskipulag svæðisins er í auglýsingu.

    Byggingamál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010.
    Umsóknir
  1. Mál.nr. 2015110046
    Heiti máls: Eiðistorg 11, gasgeymslu á lóð vegna kjúklingasteikhúss breytt.
    Málsaðili: Hagkaup og Reitir ehf
    Lýsing:  Sótt um breytta gasgeymslu h: 2,4 m sem var án skriflegs byggingarleyfis reist nokkuð stærri h: ca 1,8 en sýnt var á samþykktum áformum um aðalteikningar í janúar 2015 mál nr. 2014100059. Byggingarfulltrúi óskar umfjöllunar Skipulags- og umferðarnefndar. Var frestað á fundi 12. janúar 2016.
    Afgreiðsla:  Frestað milli funda.
  1. Mál.nr. 2016020023
    Heiti máls: Miðbraut 34, umsókn um þakhækkun.
    Málsaðili: Ívar Ívarsson
    Lýsing:  Sótt um hækkun þaks með mænishæð 2,7m +2,5m yfir gólfkóta íbúðarhúss. Áður var synjað svipuðum erindum með meiri hækkun.
    Afgreiðsla: Nefndin samþykkir deiliskipulagsbreytingu og vísað til bæjarstjórnar sbr. 43. gr Skipulagslaga nr. 123-2010 til ákvörðunar um auglýsingu.

    Fyrirspurnir
  1. Mál.nr. 2015050350
    Heiti máls: Eiðistorg 5, bréf fyrirspurn um skilmálaskjöl sem ekki finnast.
    Málsaðili: Húsfélag Eiðistorg 5
    Lýsing:  Bréf sem Byggingarfulltrúi hefur svarað með tölvupósti þar sem skjöl finnast ekki og vísað til deiliskipulagsvinnslu sem er væntanlega að hefjast.
    Afgreiðsla:  Vísað til deiliskipulagvinnu fyrir Miðbæ Seltjarnarness.
  1. Mál.nr. 2016010069
    Heiti máls: Bollagarðavör, sjóvarnargarðar og samningur við eigendur Bollagarða.
    Málsaðili: Guðmundur Hafsteinsson
    Lýsing:  Bréfi um ofgerðan sjóvarnargarð vísað til Skipulags- og umferðarnefndar.
    Afgreiðsla: Kynnt og vísað til deiliskipulagsvinnu fyrir Valhúsahæð og grannsvæði.

Önnur mál

  1. Mál.nr. 2012100007
    Heiti máls: Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur.
    Lýsing:  Áætlun Reykjavíkurborgar sem hefur verið samþykkt í Borgarráði um hjólastíga og samræmingu þeirra á Höfuðborgarsvæðinu. boð um kynningar heimsókn ( síðan í september ) sem umhverfisnefnd mun hafa fengið í október.
    Afgreiðsla: Kynnt.
  1. Mál.nr. 2016010038
    Heiti máls: Fundaráætlun Skipulags- og umferðarnefndar 2016.
    Lýsing:  Áætlaðir fundir viku fyrir seinni fundi bæjarstjórnar í hverjum mánuði árið 2016. Var frestað á fundi 12. janúar 2016.
    Afgreiðsla: Lögð fram og samþykkt.

    Samþykktir byggingarfulltrúa samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010.

 

Fundargerð lesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.10:15.

Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ásgeir Guðmundur Bjarnason sign, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign, Stefán Bergmann sign, Gísli Hermannsson sign, Þórður Ólafur Búason sign. 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?