Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

19. apríl 2016

39. fundur Skipulags- og umferðanefndar, þriðjudaginn 19. apríl, 2016, kl. 8:00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Boðaðir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Bergmann,

Kristján Hilmir Baldursson fulltrúi ungmannaráðs,

Gísli Hermannsson, sviðsstjóri umhverfissviðs

Þórður Ólafur Búason, skipulagsfulltrúi og Kristinn Guðbjartsson, byggingarfulltrúi.

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson, fundarritari: Þórður Ólafur Búason

Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010

  1. Mál.nr. 2014110033
    Heiti máls: Valhúsahæð og grannsvæði tillaga um deiliskipulag
    Lýsing:  Tillögur að deiliskipulagi fyrir Valhúsahæð og grannsvæði til samþykktar um vísan til bæjarstjóranar til ákvörðunar um auglýsingu sbr 41. grein Skipulagslaga nr 123/2010.
    Afgreiðsla:  Frestað.

 

  1. Mál.nr. 20130600161
    Heiti máls: Vestursvæði deiliskipulagstillaga umsagnir og athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma.
    Lýsing:  Eftir auglýsinga og athugasemdatíma eru lagðar fram athugasemdir og umsagnir til ákvörðunar um málsmeðferð.
    Afgreiðsla:  Farið yfir athugasemdir og umsagnir og nefndin ákveður að senda gögn     til deiliskipulagráðgjafa og óska umsagnar.

 

  1. Mál.nr. 2015040037
    Heiti máls: Miðbær deiliskipulags, vinnuhópur um gerð forsagnar fyrir deiliskipulag hefur unnið á vegum bæjarstjórnar og haldið var íbúaþing.
    Lýsing:  Sagt frá starfi vinnuhóps og undirbúningi og framkvæmd íbúaþings.
    Afgreiðsla:  Kynnt.

 

  1. Mál.nr. 2016040138
    Heiti máls: Vesturhverfi, deiliskipulagsbreyting vegna Miðbrautar 28.
    Málsaðili: Byggðarlag ehf
    Lýsing: Ný deiliskipulagsbreyting í Vesturhverfi vegna Miðbrautar 28 þar sem byggingarreitur bílskúrs að lóðamörkum er fjarlægður en nýtingarhlutfall hækkað úr 0,5 í 0,56.
    Afgreiðsla: Nefndin samþykkir umsókn að því gefnu að nýtingarhlutfall verði ekki hærra en 0,55.

 

  1. Mál.nr. 2016040139
    Heiti máls: Kolbeinssstaðamýri, deiliskipulagsbreyting vegna Suðurmýrar 10.
    Málsaðili: Verkstjórn ehf.
    Lýsing: Deiliskipulagsbreyting í Kolbeinsstaðamýri vegna Suðurmýri 10 þar sem fjölgað er íbúðum og bílastæðum, hús hækkað og nýtingarhlutfall hækkað.
    Afgreiðsla:. Frestað, athuga sameiginlega innkeyrslu með grannlóðum.

 

  1. Mál.nr. 2016010031
    Heiti máls: Kolbeinssstaðamýri, deiliskipulagsbreyting vegna Litla- og Stóra Áss.
    Málsaðili: Fag Bygg ehf.
    Lýsing: Athugasemdir við kynningu ásamt umsögn skipulagsráðgjafa og lögmanns um athugasemdir lagðar fram til ákvörðunar um málsmeðferð.
    Afgreiðsla:. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að vinna með skipulagsráðgjafa og lögmanni að ákvörðun málsmeðferðar í samræmi við umræður á fundinum.

 

  1. Mál.nr. 2016040017
    Heiti máls: Vesturhverfi, deiliskipulagsbreyting vegna Miðbrautar 28 kæra.
    Lýsing: Lögð fram gögn vegna kæru granna á deiliskipulagsbreytingu sem birt var í stjórnartíðindum ásamt umsögn lögmanns um kæruna til ákvörðunar um að senda senda til Úrskurðarnefndar.
    Afgreiðsla:. Kynnt.

 

  1. Mál.nr. 2016040002
    Heiti máls: Hellisheiðarvirkjun í Ölfushreppi, deiliskipulagsbreyting óskað umsagnar.
    Málsaðili: Ölfushreppur
    Lýsing: Hellisheiðarvirkjun deiliskipulag framsend skipulagsgögn lögð fram.
    Afgreiðsla:. Kynnt.

 

Fyrirspurnir um skipulag

 

  1. Mál.nr. 2016030048
    Heiti máls: Melshúsatún deiliskipulags breyting fyrirspurn v/Hrólfsskálavarar 2
    Málsaðili: Stúdíó Granda, Margrét Harðardóttir
    Lýsing: : Vegna áforma um skipulagsbreytingu sem áður var frestað hafa borist nánari gögn frá umsækjanda og samþykki sumra nágranna vegna fyrirhugaðra breytinga
    Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í erindið.

 

  1. Mál.nr. 2016030046
    Heiti máls: Bollagarðar/Hofgarðar breyting deiliskipulags fyrirspurn vegna Bollagarða 73-75.
    Málsaðili: Kristinn E Hrafnsson
    Lýsing: Vegna áforma um skipulagsbreytingu sem áður var frestað hafa borist nánari gögn frá umsækjanda og umsögn frá Minjastofnun samþykki sumra nágranna vegna breytinga á snúningsplani í götu vegna sameiningar Bollagarða 73 og 75 og lausleg tillaga.
    Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í erindið.

 

Byggingamál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010.

Fyrirspurnir

 

  1. Mál.nr. 2016020066
    Heiti máls: Skólabraut 2, spurt um leyfilega þakhækkun.
    Málsaðili: Anna Sigríður Arnardóttir
    Lýsing:  Samþykkt var þakhækkun 2011 en aldrei framkvæmd nú er spurt hvort leyfð yrði heil hæð með flötu þaki. Áður frestað milli funda.
    Afgreiðsla: Nefndin óskar eftir frekari gögnum.

 

Önnur mál

 

  1. Mál.nr. 2016020106
    Heiti máls: Fyrirspurn um lóð fyrir sambýli fyrir einhverfa.
    Málsaðili: Erlendur Magnússon
    Lýsing:  Bréfi til Seltjarnarnesbæjar vísað til umsagnar Skipulags- og umferðarnefndar. Skipulagsfulltrúi kynnir möguleika.
    Afgreiðsla: Kynnt.

 

Samþykktir byggingarfulltrúa samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160-2010.

21. mars 2016, 2016030091, Melabraut 19. Samþykktar leiðrétt teikning af neðstu hæð vegna eignaskiptayfirlýsingar.

21. mars 2016, 2016030087, Víkurströnd 3. Samþykkt stækkun, áðurgerð neðri hæð.

21. mars 2016, 2016030085, Víkurströnd 3a. Samþykkt stækkun, áðurgerð neðri hæð.

31. mars 2016, 2016040099, Hrólfsskálamelur 1-5, Samþykk breytt herbergjaskipan á öllum hæðum.

11. apríl 2016, 2016040027, Nesvegur 103, Samþykkt áðurgerð breyting og stækkun.

11. apríl 2016, 2016040023, Nesvegur 105, Samþykkt áðurgerð breyting og stækkun.

11. apríl 2016, 2016040039, Suðurströnd 12, Samþykkar aðalteikningar vegna athugasemda upphaflegs aðalhönnuðar.

 

Fundargerð lesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl..

Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ásgeir Guðmundur Bjarnason sign, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign, Stefán Bergmann sign, Gísli Hermannsson sign, Kristinn Guðbjartsson sign, Þórður Ólafur Búason sign. 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?