Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

16. maí 2016

40. fundur Skipulags- og umferðanefndar, þriðjudaginn 16. maí, 2016, kl. 8:00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Boðið: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson,

Þórður Ólafur Búason, skipulagsfulltrúi og Kristinn Guðbjartsson, byggingarfulltrúi.

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson, fundarritari: Þórður Ólafur Búason

Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010

 1. Mál.nr. 20130600161
  Heiti máls: Vestursvæði deiliskipulagstillaga.
  Lýsing:  Að lokinni kynningu og fengnum athugasemdum og umsögnum eru lögð fram breytt gögn og tillögur að greinargerð með svarbréfum til aðila.
  Afgreiðsla:  Samþykkt með ýmsum breytingum vegna athugasemda, skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemdum samanber greinargerð frá Landslögum dags. 17. maí, 2016  og deiliskipulagsáætlun send bæjarstjórn til ákvörðunar um sendingu til umsagnar Skipulagsstofnunar og auglýsingu samkvæmt 41. grein Skipulagslaga.
 1. Mál.nr. 2015040037
  Heiti máls: Miðbær deiliskipulags, vinnuhópur um gerð forsagnar fyrir deiliskipulag.
  Lýsing:  Lagðar fram fundargerðir vinnuhóps 4. og 5. fundar fyrir og eftir íbúaþing og gögn  og athugasemdir sem hafa borist frá og eftir þingið.
  Afgreiðsla:  Lagt fram.
 1. Mál.nr. 2016040138
  Heiti máls: Vesturhverfi, deiliskipulagsbreyting vegna Miðbrautar 28.
  Málsaðili: Byggðarlag ehf
  Lýsing: Deiliskipulagsbreyting í Vesturhverfi vegna Miðbrautar 28 um 4 íbúðir sem áður en breyttan byggingarreit og 10% aukið byggingamagn, lögð fram þar sem nýtingarhlutfall verði 0,55 í samræmi við bókun nefndar á síðasta fundi.
  Afgreiðsla: Samþykkt að grenndarkynna tillögu að deiliskipulagsbreytingu samkvæmt 2. málgrein 43. greinar Skipulagslaga.
 1. Mál.nr. 2016040138
  Heiti máls: Vesturhverfi, deiliskipulagsbreyting vegna Miðbrautar 34.
  Málsaðili: Ívar Ívarsson
  Lýsing: Deiliskipulagsbreyting í Vesturhverfi vegna þakhækkunar Miðbrautar 34, athugasemdir sem bárust á kynningartíma sem lauk 2. maí 2016.
  Afgreiðsla: Samþykkt, skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemdum samanber greinargerð frá Landslögum dags. 17. maí, 2016  og skipulagsáætlun send bæjarstjórn til ákvörðunar um sendingu til umsagnar Skipulagsstofnunar og auglýsingu samkvæmt 42. grein Skipulagslaga.
 1. Mál.nr. 2016040139
  Heiti máls: Kolbeinssstaðamýri, deiliskipulagsbreyting vegna Suðurmýrar 10.
  Málsaðili: Verkstjórn ehf.
  Lýsing: Deiliskipulagsbreyting í Kolbeinsstaðamýri vegna Suðurmýrar 10 þar sem fjölgað er íbúðum í 5 og bílastæðum, bréf ráðgjafa,  gögn frá grönnum vegna innkeyrslu og breyttur uppdráttur sýnir nhlf 0,7, hæð yfir yfirborð gólfs aðalhæðar 10,0 m en var 9,2 m á teikningum sem fjallað var um á S&Ufundi 19. apríl, 2016.
  Afgreiðsla: Frestað, misræmi í innsendum gögnum, gefa upp kóta á gólf aðalhæðar.
 1. Mál.nr. 2016010031
  Heiti máls: Kolbeinssstaðamýri, deiliskipulagsbreyting vegna Litla- og Stóra Áss.
  Málsaðili: Fag Bygg ehf.
  Lýsing: Að lokinni kynningu og fengnum athugasemdum eru lögð fram breytt gögn og tillögur að greinargerð með svarbréfum til aðila..
  Afgreiðsla: Samþykkt með ýmsum breytingum vegna athugasemda, skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemdum samanber greinargerð frá Landslögum dags.17. maí, 2016 og skipulagsáætlun send bæjarstjórn til ákvörðunar um sendingu til umsagnar Skipulagsstofnunar og auglýsingu í stjórnartíðinum samkvæmt 42. grein skipulagslaga.
 1. Mál.nr. 2016050196
  Heiti máls: Reykjavík breyting aðalskipulags og deiliskipulags fyrir Vogabyggð.
  Málsaðili: Reykjavík
  Lýsing: Framsend drög, gögn til upplýsingar varðandi Elliðaárvog og Grafarvog.
  Afgreiðsla:. Kynnt.
 1. Mál.nr. 2016050179
  Heiti máls: Melshúsatún breyting deiliskipulags húss á Hrólfsskálavör 2
  Málsaðili: Stúdíó Granda, Margrét Harðardóttir
  Lýsing: : Deiliskipulagsbreyting samkvæmt uppdrætti þar sem nhl verði 0,67.
  Afgreiðsla:. Samþykkt að grenndarkynna tillögu að deiliskipulagsbreytingu samkvæmt 2. málgrein 43. greinar skipulagslaga með fyrirvara um leiðrétta uppdrætti þar sem byggingarreitur á austurhluta suðurhliðar nái 3 m frá húsi og á vesturhluta 5,75.
 1. Mál.nr. 2016030088
  Heiti máls: Bollagarðar/Hofgarðar breytt deiliskipulag vegna Bollagarða 73-75.
  Málsaðili: Kristinn E Hrafnsson
  Lýsing: Deiliskipulagsbreyting á uppdrætti sem sýnir sameiningu lóða og byggingareiti breytt snúningssvæði í götu.
  Afgreiðsla: Frestað milli funda.

Fyrirspurnir um skipulag

 1. Mál.nr. 2016050205
  Heiti máls: Austurströnd 7 breytt fyrirspurn um deiliskipulag Miðbæjar
  Málsaðili: Skeljungur ehf
  Lýsing: Nýjar hugmyndir um íbúðir á lóð.
  Afgreiðsla: .Frestað milli funda.

Byggingamál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010.

 1. Mál.nr. 2016050216
  Heiti máls: Nesbali 35 umsókn um einbýlishús á óbyggðri lóð.
  Málsaðili: Örn Óskarsson
  Lýsing:  Uppdrættir sýna áform byggingu innan byggingarreits samkvæmt gildandi byggingaskilmálum en meira nýtingarhlutfall sem þó er innan skilmála deiliskipulags sem er í vinnslu.
  Afgreiðsla: Frestað milli funda.

 

Önnur mál

 1. Mál.nr. 2009050021
  Heiti máls: Umferðaröryggismál.
  Málsaðilar: Óskar Ásgeir Óskarsson og Garðar Svavar Gíslason
  Lýsing:  Bréfum til Seltjarnarnesbæjar varðandi Unnarbraut og merkingar gangbrauta vísað til Skipulags- og umferðarnefndar.
  Afgreiðsla: Frestað milli funda.

 

Fundargerð lesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:15.

Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ásgeir Guðmundur Bjarnason sign, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign, Guðmundur Ari Sigurjónsson sign, Kristinn Guðbjartsson sign, Þórður Ólafur Búason sign. 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?