Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

24. maí 2016

41. fundur Skipulags- og umferðanefndar, þriðjudaginn 24. maí, 2016, kl. 8:00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Boðið: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Bergmann, Kristinn Guðbjartsson, byggingarfulltrúi og Þórður Ólafur Búason, skipulagsfulltrúi.

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson, fundarritari: Þórður Ólafur Búason

Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010

 1. Mál.nr. 2016030088
  Heiti máls: Bollagarðar/Hofgarðar breytt deiliskipulag vegna Bollagarða 73-75.
  Málsaðili: Kristinn E Hrafnsson
  Lýsing: Deiliskipulagsbreyting á uppdrætti sem sýnir sameiningu lóða og byggingareiti breytt snúningssvæði í götu, var frestað á síðasta fundi.
  Afgreiðsla: Frestað, lagfæra þarf m.a. byggingareit, snúningsplan, afmörkun breytingar á deiliskipulagi og áritun um gildandi deiliskipulag og fleira.

Fyrirspurnir um skipulag

 1. Mál.nr. 2016050205
  Heiti máls: Austurströnd 7 breytt fyrirspurn um deiliskipulag Miðbæjar
  Málsaðili: Skeljungur ehf
  Lýsing: Nýjar hugmyndir um íbúðir á lóð, var frestað á síðasta fundi.
  Afgreiðsla: Erindi vísað til skipulagsvinnu miðbæjarsvæðis.

Byggingamál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010.

Umsóknir

 1. Mál.nr. 2016050216
  Heiti máls: Nesbali 35 umsókn um einbýlishús á óbyggðri lóð.
  Málsaðili: Örn Óskarsson
  Lýsing:  Uppdrættir sýna áform byggingu innan byggingarreits samkvæmt gildandi byggingaskilmálum en meira nýtingarhlutfall sem þó er innan skilmála deiliskipulags sem er í vinnslu. Var frestað á síðasta fundi.
  Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um staðfestingu deiliskipulags.
 1. Mál.nr. 2016050267
  Heiti máls: Sæbraut 1 umsókn um viðbyggingu við einbýlishús.
  Málsaðili: Oliver Luckett
  Lýsing:  Uppdrættir sýna áform byggingu lítið eitt útfyrir byggingareit.
  Afgreiðsla: Samþykkt að grenndarkynna óverulega breytingu deiliskipulags

Fyrirspurn

 1. Mál.nr. 2016050310
  Heiti máls: Eiðistorg 15, fyrirspurn um hvort leyft yrði kaffihús og ísbúð í fasteign 2067317.
  Málsaðili: Sæmundur Óskarsson
  Lýsing:  Í húsnæði merkt 0201 verði ísbúð og kaffihús fyrir allt að 30 manns í sæti þar sem áður var kaffihús og blómabúð í mhl 01 á lóð, landnr. 117165.
  Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í fyrirspurnina.

Önnur mál

 1. Mál.nr. 2009050021
  Heiti máls: Umferðaröryggismál.
  Málsaðilar: Óskar Ásgeir Óskarsson og Garðar Svavar Gíslason
  Lýsing:  Bréfum til Seltjarnarnesbæjar varðandi Unnarbraut og merkingar gangbrauta vísað til Skipulags- og umferðarnefndar. Var frestað á síðasta fundi.
  Afgreiðsla: Vísað til umferðaröryggisáætlunar með áherslu á úttekt yfirborðsmerkinga við gangbrautir.
 1. Mál.nr. 2016040138
  Heiti máls: Deiliskipulag Vesturhverfis vegna Miðbrautar 34.
  Málsaðili: Ívar Ívarsson
  Lýsing:  Deiliskipulag Vesturhverfis vegna Miðbrautar 34, vegna ónákvæmni í bókun og fylgiskjölum .
  Afgreiðsla: Tekið upp að nýju, nefndin óskar eftir frekari gögnum.

 

Fundargerð lesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 9:56.

Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ásgeir Guðmundur Bjarnason sign, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign, Stefán Bergmann sign, Kristinn Guðbjartsson sign, Þórður Ólafur Búason sign. 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?