Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

19. júlí 2016

43. fundur Skipulags- og umferðanefndar, þriðjudaginn 19. júlí, 2016, kl. 8:00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi. 

Boðið: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Bergmann,  Kristinn H. Guðbjartsson, byggingarfulltrúi og Páll Gunnlaugsson ASK.

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson.  Fundarritari: Kristinn H. Guðbjartsson

Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010

 1. Mál.nr. 2016040139
  Heiti máls: Kolbeinssstaðamýri, deiliskipulagsbreyting vegna Suðurmýrar 10.
  Málsaðili: Verkstjórn ehf.
  Lýsing: Deiliskipulagsbreyting í Kolbeinsstaðamýri vegna Suðurmýri 10 þar sem fjölgað er íbúðum í 5 og bílastæðum. Komnar 2 tillögur.
  Afgreiðsla: Samþykkt tillaga B. Hámarkshæð húss verði 7 m.  Byggingarfulltrúa falið að ákveða endanlegan gólfkóta við hönnuði.

  Ragnhildur lagði fram eftirfarndi bókun: Ég er ekki á móti þéttingu byggðar en mér finnst forsendur i gildandi aðalskipulagi veikar og kalla ég eftir skýrari stefnumörkun við endurskoðun aðalskipulags. 5 íbúðir kalla á aukið álag á nágrennið og 5 bílastæði taka næstum allan suðurgarðinn. Mér finnst 3 til 4 íbúðir vera hámark á þessari lóð og fordæmi eru fyrir á svæðinu.

 

 1. Mál.nr. 2016030088
  Heiti máls: Bollagarðar/Hofgarðar breytt deiliskipulag vegna Bollagarða 73-75.
  Málsaðili: Kristinn E Hrafnsson
  Lýsing: Deiliskipulagsbreyting á uppdrætti sem sýnir sameiningu lóða og byggingareiti breytt snúningssvæði í götu, Komin nýr uppdráttur og greinargerð.
  Afgreiðsla: Jákvætt tekið í tillögu. Óskað er eftir frekari útfærslu á vinnu-stofu/bílageymslu.

Byggingamál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010.

Umsóknir

 1. Mál.nr. 2016040138
  Heiti máls: Miðbrautar 34 uppstólað þak .
  Málsaðili: Ívar Ívarsson
  Lýsing: Umsókn um þak stólað upp í hæð á mæni 2,5 m yfir frágengna plötu yfir 1. hæð áður lagt fyrir sem deiliskipulagsbreyting dregið til baka og frestað vegna ónákvæmni í gögnum. Komin er umsögn deiliskipulagshönnuðar.
  Afgreiðsla: Í ljósi umsagnar deiliskipulagshönnuðar er málinu vísað til bygg-ingarfulltrúa.
 1. Mál.nr. 2016050216
  Heiti máls:Nesbali 35 umsókn um einbýlishús á óbyggðri lóð.
  Málsaðili: Örn Óskarsson
  Lýsing:  Uppdrættir sýna áform byggingu innan byggingarreits samkvæmt gildandi byggingaskilmálum en meira nýtingarhlutfall sem þó er innan skilmála deiliskipulags sem er í vinnslu. Samþykkt með fyrirvara á 41. Fundi. Komið er athugasemdabréf frá nágranna
  Afgreiðsla: Samþykkt að hús verði 3,15 m frá lóð nr. 33 og gólfkóti verði 5,35 m

Önnur mál

 1. Mál.nr. 2016070017
  Heiti máls:Nauthólsvegur-Flugvallarvegur.
  Málsaðili: Reykjavíkurborg, Haraldur Sigurðsson
  Lýsing:  Drög að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur.
  Afgreiðsla: Kynnt.
 1. Mál.nr. 2016070020
  Heiti máls:Forgangsakreinar fyrir strætó.
  Málsaðili: Strætó bs.
  Lýsing:  Minnisblað frá Strætó bs um þörf á forgangsakreinum.  Eingöngu er fjallað um þörfina innan Reykjavíkur.
  Afgreiðsla: Kynnt.
 1. Heiti máls: Hraðakstur á Norðurströnd.
  Lýsing:  Tölvupóstur til bæjaryfirvalda þar sem íbúi kvartar yfir hraðakstri á Norðurströnd og aðgerðarleysi bæjarins.
  Afgreiðsla:. Nýlega voru gerðar  hraðamælingar á Norðurströnd sem gefa ekki tillefni til mikilla aðgerða. Vísað til vinnu við umferðaröryggisáætlun
 1. Heiti máls: Nesbali 35, bréf frá íbúa.
  Lýsing:  Lagt fram bréf íbúa þar sem gerðar eru athugasemdir við nýbyggingu að Nesbala 35.
  Afgreiðsla:.  Byggingarfulltrúa falið að svara bréfinu í samræmi við umræður á fundinum.

Afgreiðslur Byggingarfulltrúa:

12. júlí 2016, 2016030088, Bollagarðar 73-75, samþykkt takmarkað byggingarleyfi á millibyggingu.

15. júlí 2016, 2015110053, Miðbraut 28, samþykkt takmarkað byggingarleyfi til niður-rifs á einbýlishúsi og bílskúr.

15. julí 2016, 2016050216, Nesbali 35, samþykkt takmarkað byggingarleyfi til jarðvinnu.

Fundargerð lesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 9.56.

Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ásgeir Guðmundur Bjarnason sign, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign,  Kristinn H. Guðbjartsson sign, Páll Gunnlaugsson sign. 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?